Þingforseti fer í blóra við lög um þingsköp – Hvað er til ráða? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 6. apríl 2023 12:31 Baráttan um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol hefur nú staðið í á fimmta ár. Jafnlengi hefur greinarhöfundur barist fyrir birtingu hennar á tvennum vígstöðvum þ.e. í forsætisnefnd með aðstoð hluta af fulltrúum stjórnarandstöðunnar og lengst af einn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Tveir þingforsetar hafa með undanbrögðum komið í veg fyrir birtingu greinargerðarinnar sem er lykilgagn um málefni Lindarhvols og starfsemi þess félags. Núverandi forseti hengir sig á mótmæli stjórnarmanns Lindarhvols gegn birtingu. Stjórnarmaðurinn hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og maður efast um að viðkomandi muni nokkuð um innihald greinargerðarinnar. Forseti hefur einnig stuðst við mótmæli núverandi ríkisendurskoðanda en hann og stjórnarmaðurinn eiga það sameiginlegt að stjórna ekki störfum Alþingis. Þau eiga það einnig sameiginlegt að vera aðilar máls og því ekki óvilhöll í afstöðu sinni. Á þeim tæpu fimm árum sem liðin eru frá því að greinargerð setts ríkisendskoðanda var send Alþingi hafa verið unnin fjögur óháð lögfræðiálit um afhendingu hennar og birtingu. Í stuttu máli er niðurstaða þriggja af fjórum þessara álita að birta eigi greinargerðina. Hið fyrsta sem var unnið af lögfræðingi Alþingis kvað á um að ekki væri fært að birta greinargerðina. Miðflokkurinn lét vinna annað lögfræðiálit sem innihélt öndverða afstöðu og sagði að birta megi greinargerðina. Þriðja lögfræðiálitið sem Alþingi lét vinna tók dýpra í árinni og sagði að ekki einungis megi birta greinargerðina heldur eigi að gera það. Í niðurstöðu fjórða lögfræðiálitsins kveður svo við nýjan tón. Þar segir einnig að forseta þingsins sé skylt að afhenda greinargerðin og birta. Að auki er það niðurstaða álitsins að með því að afhenda þingnefnd og þingmönnum ekki greinargerð setts ríkisendurskoðanda fari forseti Alþingis í blóra við lög um þingsköp. Það er sérlega alvarlegt vegna þess að það er frumskylda forseta að gæta hagsmuna Alþingis gegn framkvæmdavaldinu. Það er einnig alvarlegt vegna þess að ein af höfuðskyldum þingmanna er eftirlit með framkvæmdavaldinu. Sú skylda er stjórnarskrárvarin ásamt því að vera varin og staðfest í lögum um þingsköp. Að þessu áliti fengnu er illskiljanlegt að forseti skuli ekki bregðast við. Þrátt fyrir það sem á undan er sagt situr forseti þingsins við sinn keip og gengur á það sem eftir er af virðingu hans og drengskap. Ekki er gott að vita hverra hagsmuni hann ber fyrir brjósti. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur sagt opinberlega (Silfrið 5. Febrúar 2023) að í greinargerðinni sé ekkert sem ekki þolir dagsljós. Fjármálaráðherra greip sjálfur til þess ráðs að birta kaupendalista hlutar í Íslandsbanka en ekki var talið löglegt að gera það. Það vekur furðu að forseti sem er löglærður skuli hundsa hvert lögfræðiálitið af öðru sem mæla með og/eða skipa fyrir um birtingu greinargerðarinnar. Ekki má heldur gleyma þvi að forsætisnefnd þingsins samþykkti einróma í fyrrasumar tillögu forseta sjálfs um að afhenda skuli greinargerðina. Sitjandi ríkisendurskoðandi og áðurnefndur minnislaus stjórnarmaður Lindarhvols virðast hafa skipt um skoðun fyrir forsetann. Það er miður að forseti þingsins skuli ekki hafa döngun í sér til að gera það rétta í málinu og hann skuli kjósa að hafa að engu niðurstöður þriggja lögfræðiálita. Nú þegar fyrir liggur í lögfræðiáliti að forseti þingsins hafi farið á svig við þingskaparlög er rétt að gaumgæfa hvað sé til ráða. Fljótt á litið virðist aðeins vantrausttillaga koma til greina. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Starfsemi Lindarhvols Alþingi Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Baráttan um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol hefur nú staðið í á fimmta ár. Jafnlengi hefur greinarhöfundur barist fyrir birtingu hennar á tvennum vígstöðvum þ.e. í forsætisnefnd með aðstoð hluta af fulltrúum stjórnarandstöðunnar og lengst af einn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Tveir þingforsetar hafa með undanbrögðum komið í veg fyrir birtingu greinargerðarinnar sem er lykilgagn um málefni Lindarhvols og starfsemi þess félags. Núverandi forseti hengir sig á mótmæli stjórnarmanns Lindarhvols gegn birtingu. Stjórnarmaðurinn hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og maður efast um að viðkomandi muni nokkuð um innihald greinargerðarinnar. Forseti hefur einnig stuðst við mótmæli núverandi ríkisendurskoðanda en hann og stjórnarmaðurinn eiga það sameiginlegt að stjórna ekki störfum Alþingis. Þau eiga það einnig sameiginlegt að vera aðilar máls og því ekki óvilhöll í afstöðu sinni. Á þeim tæpu fimm árum sem liðin eru frá því að greinargerð setts ríkisendskoðanda var send Alþingi hafa verið unnin fjögur óháð lögfræðiálit um afhendingu hennar og birtingu. Í stuttu máli er niðurstaða þriggja af fjórum þessara álita að birta eigi greinargerðina. Hið fyrsta sem var unnið af lögfræðingi Alþingis kvað á um að ekki væri fært að birta greinargerðina. Miðflokkurinn lét vinna annað lögfræðiálit sem innihélt öndverða afstöðu og sagði að birta megi greinargerðina. Þriðja lögfræðiálitið sem Alþingi lét vinna tók dýpra í árinni og sagði að ekki einungis megi birta greinargerðina heldur eigi að gera það. Í niðurstöðu fjórða lögfræðiálitsins kveður svo við nýjan tón. Þar segir einnig að forseta þingsins sé skylt að afhenda greinargerðin og birta. Að auki er það niðurstaða álitsins að með því að afhenda þingnefnd og þingmönnum ekki greinargerð setts ríkisendurskoðanda fari forseti Alþingis í blóra við lög um þingsköp. Það er sérlega alvarlegt vegna þess að það er frumskylda forseta að gæta hagsmuna Alþingis gegn framkvæmdavaldinu. Það er einnig alvarlegt vegna þess að ein af höfuðskyldum þingmanna er eftirlit með framkvæmdavaldinu. Sú skylda er stjórnarskrárvarin ásamt því að vera varin og staðfest í lögum um þingsköp. Að þessu áliti fengnu er illskiljanlegt að forseti skuli ekki bregðast við. Þrátt fyrir það sem á undan er sagt situr forseti þingsins við sinn keip og gengur á það sem eftir er af virðingu hans og drengskap. Ekki er gott að vita hverra hagsmuni hann ber fyrir brjósti. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur sagt opinberlega (Silfrið 5. Febrúar 2023) að í greinargerðinni sé ekkert sem ekki þolir dagsljós. Fjármálaráðherra greip sjálfur til þess ráðs að birta kaupendalista hlutar í Íslandsbanka en ekki var talið löglegt að gera það. Það vekur furðu að forseti sem er löglærður skuli hundsa hvert lögfræðiálitið af öðru sem mæla með og/eða skipa fyrir um birtingu greinargerðarinnar. Ekki má heldur gleyma þvi að forsætisnefnd þingsins samþykkti einróma í fyrrasumar tillögu forseta sjálfs um að afhenda skuli greinargerðina. Sitjandi ríkisendurskoðandi og áðurnefndur minnislaus stjórnarmaður Lindarhvols virðast hafa skipt um skoðun fyrir forsetann. Það er miður að forseti þingsins skuli ekki hafa döngun í sér til að gera það rétta í málinu og hann skuli kjósa að hafa að engu niðurstöður þriggja lögfræðiálita. Nú þegar fyrir liggur í lögfræðiáliti að forseti þingsins hafi farið á svig við þingskaparlög er rétt að gaumgæfa hvað sé til ráða. Fljótt á litið virðist aðeins vantrausttillaga koma til greina. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun