Glæpahringur sem svindlaði á túristum upprættur Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. apríl 2023 16:00 Spænska lögreglan (Guardia Civil) hefur rannsakað skipulagt svindl á erlendum ferðamönnum sem leita sér að leiguhúsnæði í u.þ.b. átta mánuði. Guardia Civil Spænska lögreglan handtók 29 manns í vikunni sem hafa stundað að leigja útlendum ferðamönnum íbúðir til lengri og skemmri tíma. Fólkið greiðir leiguna fyrir fram og svo grípur það í tómt þegar það kemur til Spánar. Rannsóknin hófst fyrir átta mánuðum Rannsókn málsins hefur staðið yfir síðan í september í fyrra. Auk þeirra 29 sem hafa verið handteknir eru 13 til viðbótar grunaðir um aðild að svikamyllunni. Rannsóknin hófst eftir að tilkynningum frá útlendingum um svindl tók að rigna yfir lögregluna. Svindlið á sér stað um allan Spán, frá Galisíu og Baskalandi í norðri niður í gegnum höfuðborgina, austur til Katalóníu og alla leið suður til Andalúsíu. Alls eru 18 sýslur og héruð tiltekin í tilkynningu lögreglunnar og 128 einstök mál eru til rannsóknar. Buðu mun lægri leigu en gengur og gerist Svindlararnir tóku myndir tilviljanakennt af íbúðum og húsum, auglýstu þau til leigu á vel þekktum leigusíðum á miklu lægra verði en gengur og gerist. Margir létu glepjast, svo sem sjá má, þeir voru látnir greiða fyrir fram og þegar þeir komu svo loks á áfangastað gripu þeir vitaskuld í tómt, orðnir tugum og hundruð þúsunda króna fátækari. Lögreglan segir að svindlið hafi verið afskaplega vel skipulagt. Einn hópur sá um að finna fallegar eignir og taka myndirnar, annar hópur sá um að auglýsa og koma eignunum inn á góðar vefsíður. Þriðji hópurinn sá svo um skjalagerð, bankareikninga, tölvupósta o.fl. Svo sá enn einn hópur um að millifæra peningana á bankareikninga sem erfitt var að rekja. Höfuðpaurinn sjálfur situr reyndar þegar í fangelsi, þar sem hann afplánar dóm fyrir umfangsmikið tölvusvindl. Lögreglan hefur nú þegar lokað um 75 bankareikningum sem notaðir voru við svindlið. Lögreglan ráðleggur erlendum ferðamönnum Spænska lögreglan hefur sett nokkur heilræði á vef sinn svo fólk sem leitar sér að húsnæði lendi síður í klóm svikahrappa. Þar sem fjöldi Íslendinga leigir húsnæði á Spáni á ári hverju er ekki úr vegi að renna yfir það helsta að lokum. Ekki láta flytja samskipti um leigu á annan vef en hinn viðurkennda leiguvef. Ekki treysta auglýsingum þar sem húsnæði og umhverfi er afar glæsilegt, en leiguverð undarlega lágt. Aldrei að greiða leiguverð að fullu fyrir fram. Eðlilegt er að greiða einhverja tryggingu sem aldrei nemur meira en 20-30% af heildarverði. Það er grundvallaratriði að samningurinn sé traustvekjandi og réttur, sem og að allar kvittanir fyrir greiðslu séu fyrir hendi. Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef spænsku lögreglunnar (Guardia Civil), fréttatilkynningin er því miður ekki tiltæk á ensku. Spánn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Rannsóknin hófst fyrir átta mánuðum Rannsókn málsins hefur staðið yfir síðan í september í fyrra. Auk þeirra 29 sem hafa verið handteknir eru 13 til viðbótar grunaðir um aðild að svikamyllunni. Rannsóknin hófst eftir að tilkynningum frá útlendingum um svindl tók að rigna yfir lögregluna. Svindlið á sér stað um allan Spán, frá Galisíu og Baskalandi í norðri niður í gegnum höfuðborgina, austur til Katalóníu og alla leið suður til Andalúsíu. Alls eru 18 sýslur og héruð tiltekin í tilkynningu lögreglunnar og 128 einstök mál eru til rannsóknar. Buðu mun lægri leigu en gengur og gerist Svindlararnir tóku myndir tilviljanakennt af íbúðum og húsum, auglýstu þau til leigu á vel þekktum leigusíðum á miklu lægra verði en gengur og gerist. Margir létu glepjast, svo sem sjá má, þeir voru látnir greiða fyrir fram og þegar þeir komu svo loks á áfangastað gripu þeir vitaskuld í tómt, orðnir tugum og hundruð þúsunda króna fátækari. Lögreglan segir að svindlið hafi verið afskaplega vel skipulagt. Einn hópur sá um að finna fallegar eignir og taka myndirnar, annar hópur sá um að auglýsa og koma eignunum inn á góðar vefsíður. Þriðji hópurinn sá svo um skjalagerð, bankareikninga, tölvupósta o.fl. Svo sá enn einn hópur um að millifæra peningana á bankareikninga sem erfitt var að rekja. Höfuðpaurinn sjálfur situr reyndar þegar í fangelsi, þar sem hann afplánar dóm fyrir umfangsmikið tölvusvindl. Lögreglan hefur nú þegar lokað um 75 bankareikningum sem notaðir voru við svindlið. Lögreglan ráðleggur erlendum ferðamönnum Spænska lögreglan hefur sett nokkur heilræði á vef sinn svo fólk sem leitar sér að húsnæði lendi síður í klóm svikahrappa. Þar sem fjöldi Íslendinga leigir húsnæði á Spáni á ári hverju er ekki úr vegi að renna yfir það helsta að lokum. Ekki láta flytja samskipti um leigu á annan vef en hinn viðurkennda leiguvef. Ekki treysta auglýsingum þar sem húsnæði og umhverfi er afar glæsilegt, en leiguverð undarlega lágt. Aldrei að greiða leiguverð að fullu fyrir fram. Eðlilegt er að greiða einhverja tryggingu sem aldrei nemur meira en 20-30% af heildarverði. Það er grundvallaratriði að samningurinn sé traustvekjandi og réttur, sem og að allar kvittanir fyrir greiðslu séu fyrir hendi. Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef spænsku lögreglunnar (Guardia Civil), fréttatilkynningin er því miður ekki tiltæk á ensku.
Spánn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira