Björg kemur frá Sidekick Health þar sem hún starfaði sem hönnunarstjóri. Hún er með B.A.-gráðu í arkitektúr frá Glasgow School of Art auk RSP Mastersgráðu í Design Management frá IED skólanum í Barcelona. Einnig hefur hún starfað sem markaðsstjóri hjá Beyond Art í Barcelona auk þess að hafa verið verkstýrt vinnustofum og unnið náið með stærstu listasöfnum í heimi.
Bogey starfaði áður sem sölu- og markaðsstjóri hjá Hotel Courtyard by Marriott í Reykjanesbæ auk þess að hafa starfað sem þjónustu- og viðskiptastjóri hjá WOW air. Bogey er með B.A.-gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands, B.A.-gráðu í stjórnun, markaðssetningu og almennum rekstri hótela og veitingahúsa frá Roosevelt University í Chicago og M.sc.-gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.
„Björg og Bogey eru algjörlega frábær viðbót, þær smellpassa í hóp framúrskarandi sérfræðinga og hönnuða á Brandenburg. Björg og Bogey munu halda áfram með okkur á þessari braut og takast af krafti á við fjölbreytt verkefni og áskoranir,“ er haft eftir Sigríði Theódóru Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Brandenburg, í tilkynningu.