Skilur að menn séu sárir og svekktir Valur Páll Eiríksson skrifar 5. apríl 2023 08:00 Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ. Vísir/Egill Formaður Körfuknattleikssambands Íslands kallar eftir virðingu fyrir störfum dómara í ljósi hatrammar umræðu í kringum leikbann leikmanns Keflavíkur. Sérstaklega í ljósi þess að úrslitakeppnirnar eru nú komnar af stað þar sem púlsinn á til að hækka enn meira. Mörg spjót úr Keflavíkurhluta Reykjanesbæjar hafa beinst að dómaranum Davíð Tómasi Tómassyni síðustu daga eftir að hann rak Hörð Axel Vilhjálmsson út úr húsi undir lok leiks Keflavíkur og Njarðvíkur í lokaumferð deildarkeppninnar í síðustu viku. Vegna brottvísunarinnar fór Hörður í eins leiks bann og missir af leik Keflavíkur og Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í kvöld. Ákvörðun Davíðs að refsa Herði með þessum hætti hefur sætt töluverðri gagnrýni, frá bæði Sævari Sævarssyni og Jóni Halldóri Eðvarðssyni í sitthvorum þætti Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, og svo frá Magnúsi Sverri Þorsteinssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Menn eru heitir en það er að fara af stað ótrúlega skemmtilegur tími þar sem úrslitakeppnin er að byrja. Ég skil vel að þeir séu sárir og svekktir yfir þessari stöðu sem komin er upp. En þetta er staðan á þessari stundu og þeir þurfa að finna lausnir – hvað þeir ætli að gera næst,“ segir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ. Dómarar séu fagmannlegri en svo Umræðan hefur snúist að maðki í mysunni, og að þeir Davíð Tómas og Hörður Axel ættu sér persónulega sögu sem hefði eitthvað um ákvörðun dómarans að segja. Guðbjörg vildi lítið fara í saumana á einstaka málum en trúir því að dómarar séu almennt fagmannlegri í sínum störfum en að slíkt myndi hafa áhrif. „Ég hef þá trú að dómarar séu að gera sitt allra besta og ég veit það að þeir eru þjálfaðir til þess að byrja hvern einasta leik á núllpunkti. Ég er búin að vera í þessu í örfá ár og hef trú á því að þeir geri sitt besta í hverjum einasta leik,“ „Svo er það auðvitað þannig að við gerum öll mistök, sama hvort við séum leikmenn, dómarar, þjálfarar, stjórnarmenn,“ segir Guðbjörg. Fólk hugsi áður en það talar Töluverð umræða hefur skapast um missæmilega hegðun í garð dómara í vetur. Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson lagði til að mynda flautuna á hilluna í desember vegna svívirðinga og persónuníðs sem hann hlaut í starfi. Guðbjörg kallar því eftir virðingu fyrir störfum dómara. „Ég vil bara biðla til fólks að hugsa áður en það talar á pöllunum. Alveg eins og leikmenn eru partur af leiknum er dómarar partur af leiknum og það skiptir rosalega miklu máli hvernig við komum fram hvort við annað. Það á ekki að skipta máli hver þú ert,“ segir Guðbjörg. Sjá má ummæli Guðbjargar í spilaranum að ofan. Keflavík hefur leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og eru tveir leikir á dagskrá. Haukar mæta Þór Þorlákshöfn klukkan 18:15 og Keflavík mætir Tindastóli klukkan 20:15 og verða báðir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Leikir kvöldsins og gærkvöldsins í úrslitakeppninni verða svo gerðir upp í Körfuboltakvöldi klukkan 22:00. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Mörg spjót úr Keflavíkurhluta Reykjanesbæjar hafa beinst að dómaranum Davíð Tómasi Tómassyni síðustu daga eftir að hann rak Hörð Axel Vilhjálmsson út úr húsi undir lok leiks Keflavíkur og Njarðvíkur í lokaumferð deildarkeppninnar í síðustu viku. Vegna brottvísunarinnar fór Hörður í eins leiks bann og missir af leik Keflavíkur og Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í kvöld. Ákvörðun Davíðs að refsa Herði með þessum hætti hefur sætt töluverðri gagnrýni, frá bæði Sævari Sævarssyni og Jóni Halldóri Eðvarðssyni í sitthvorum þætti Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, og svo frá Magnúsi Sverri Þorsteinssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Menn eru heitir en það er að fara af stað ótrúlega skemmtilegur tími þar sem úrslitakeppnin er að byrja. Ég skil vel að þeir séu sárir og svekktir yfir þessari stöðu sem komin er upp. En þetta er staðan á þessari stundu og þeir þurfa að finna lausnir – hvað þeir ætli að gera næst,“ segir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ. Dómarar séu fagmannlegri en svo Umræðan hefur snúist að maðki í mysunni, og að þeir Davíð Tómas og Hörður Axel ættu sér persónulega sögu sem hefði eitthvað um ákvörðun dómarans að segja. Guðbjörg vildi lítið fara í saumana á einstaka málum en trúir því að dómarar séu almennt fagmannlegri í sínum störfum en að slíkt myndi hafa áhrif. „Ég hef þá trú að dómarar séu að gera sitt allra besta og ég veit það að þeir eru þjálfaðir til þess að byrja hvern einasta leik á núllpunkti. Ég er búin að vera í þessu í örfá ár og hef trú á því að þeir geri sitt besta í hverjum einasta leik,“ „Svo er það auðvitað þannig að við gerum öll mistök, sama hvort við séum leikmenn, dómarar, þjálfarar, stjórnarmenn,“ segir Guðbjörg. Fólk hugsi áður en það talar Töluverð umræða hefur skapast um missæmilega hegðun í garð dómara í vetur. Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson lagði til að mynda flautuna á hilluna í desember vegna svívirðinga og persónuníðs sem hann hlaut í starfi. Guðbjörg kallar því eftir virðingu fyrir störfum dómara. „Ég vil bara biðla til fólks að hugsa áður en það talar á pöllunum. Alveg eins og leikmenn eru partur af leiknum er dómarar partur af leiknum og það skiptir rosalega miklu máli hvernig við komum fram hvort við annað. Það á ekki að skipta máli hver þú ert,“ segir Guðbjörg. Sjá má ummæli Guðbjargar í spilaranum að ofan. Keflavík hefur leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og eru tveir leikir á dagskrá. Haukar mæta Þór Þorlákshöfn klukkan 18:15 og Keflavík mætir Tindastóli klukkan 20:15 og verða báðir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Leikir kvöldsins og gærkvöldsins í úrslitakeppninni verða svo gerðir upp í Körfuboltakvöldi klukkan 22:00.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira