Stéttaskipting felist í núgildandi reglum um dýrahald Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. apríl 2023 18:52 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins fer fyrir frumvarpi um breytingu á fjöleignahúsalögum sem myndi gera katta- og hundahald ekki háð leyfi annarra íbúa fjöleignarhúsa. Hún segir mikla stéttaskiptingu felast í núgildandi lögum. Undirskriftalisti til stuðnings frumvarpinu var settur á fót í gær og hafa þegar um 3.500 manns skrifað undir. „Við erum alltaf að heyra af sorgarsögum í samfélaginu þar sem fólk er orðið eitt eftir jafnvel og það eina sem það hefur í félagsskap er kisinn sinn eða voffinn sem hefur kannski fylgt fólki í mörg ár,“ segir Inga sem var til viðtals á Reykjavík síðdegis: „Þetta er algjör mismunun, þetta er óréttlátt að einstaklingur þurfi að hafa efni á því að búa í húsnæði með sérbýli eða einbýlishúsi til að geta haldið gæludýr, en þannig er það í dag.“ Inga segir að með breytingunni myndi áfram gilda svokallaður nábýlisréttur. Hún segir að þverpólitísk samstaða sé að baki frumvarpinu á Alþingi. „Víða þar sem ég hef komið virðist það vera eðlilegur hluti af tilverunni að eiga sinn fjórfætta vin, og að hann geti trítlað með þér nánast hvert sem þú ferð. Hér á landi var auðvitað sett bann á hundahald, að ég held 1924. Það er ekki fyrr en á tíunda áratugnum þegar hægt var að sækja um leyfi til að sækja um hund,“ segir Inga. Húsfélög gætu áfram sett sérreglur um dýrahald og bannað þau dýr sem séu óalandi. Í núgildandi lögum þurfa 2/3 íbúa í fjölbýlishúsi að samþykkja dýrahaldið. „Það er verið að mismuna fólki harkalega. Venjulega er það sá þjóðfélagshópur sem býr við bágustu kjörin sem er níðst á í allar áttir og líka hvað þetta varðar,“ segir Inga. Hún kveðst óviss um hvort að frumvarpið nái fram að ganga. „Maður gerir sér alltaf svo litlar vonir, þó maður sé undir niðri að vonast til að eitthvað gerist. Sérstaklega þegar maður finnur að það er jákvæð bylgja inni í þingi.“ Viðtalið við Ingu má hlusta á í heild sinni hér að ofan. Flokkur fólksins Dýr Málefni fjölbýlishúsa Gæludýr Alþingi Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Undirskriftalisti til stuðnings frumvarpinu var settur á fót í gær og hafa þegar um 3.500 manns skrifað undir. „Við erum alltaf að heyra af sorgarsögum í samfélaginu þar sem fólk er orðið eitt eftir jafnvel og það eina sem það hefur í félagsskap er kisinn sinn eða voffinn sem hefur kannski fylgt fólki í mörg ár,“ segir Inga sem var til viðtals á Reykjavík síðdegis: „Þetta er algjör mismunun, þetta er óréttlátt að einstaklingur þurfi að hafa efni á því að búa í húsnæði með sérbýli eða einbýlishúsi til að geta haldið gæludýr, en þannig er það í dag.“ Inga segir að með breytingunni myndi áfram gilda svokallaður nábýlisréttur. Hún segir að þverpólitísk samstaða sé að baki frumvarpinu á Alþingi. „Víða þar sem ég hef komið virðist það vera eðlilegur hluti af tilverunni að eiga sinn fjórfætta vin, og að hann geti trítlað með þér nánast hvert sem þú ferð. Hér á landi var auðvitað sett bann á hundahald, að ég held 1924. Það er ekki fyrr en á tíunda áratugnum þegar hægt var að sækja um leyfi til að sækja um hund,“ segir Inga. Húsfélög gætu áfram sett sérreglur um dýrahald og bannað þau dýr sem séu óalandi. Í núgildandi lögum þurfa 2/3 íbúa í fjölbýlishúsi að samþykkja dýrahaldið. „Það er verið að mismuna fólki harkalega. Venjulega er það sá þjóðfélagshópur sem býr við bágustu kjörin sem er níðst á í allar áttir og líka hvað þetta varðar,“ segir Inga. Hún kveðst óviss um hvort að frumvarpið nái fram að ganga. „Maður gerir sér alltaf svo litlar vonir, þó maður sé undir niðri að vonast til að eitthvað gerist. Sérstaklega þegar maður finnur að það er jákvæð bylgja inni í þingi.“ Viðtalið við Ingu má hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Flokkur fólksins Dýr Málefni fjölbýlishúsa Gæludýr Alþingi Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira