Gert upp á milli barna í Reykjavík Helga Dögg Yngvadóttir skrifar 4. apríl 2023 08:01 Opið bréf til borgarstjórnar og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar ákveðið að stytta sér leið til að efna þau hagræðingarloforð sem borgarstjórn lagði upp með í desember síðastliðnum. Eins og svo oft áður í rekstri borgarinnar er sparnaður látinn bitna á varnarlausum hópum sem geta ekki varið hagsmuni sína sjálfir, í þessu tilviki börnum sem iðka íshokkí og listskauta. Í desember 2022 lagði borgarstjórn fram 92 hagræðingartillögur til að rétta úr hallarekstri borgarinnar. Ein tillagan var á þá leið að spara mætti 10 millj. kr. vegna fækkunar á leigðum tímum í Egilshöll og afla ætti gagna um nýtingu og vannýtingu á núverandi tíma. Tillagan er ekki útfærð frekar. Á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs þann 10. febrúar sl. var lagt fram minnisblað um þær hagræðingartillögur er snéru að menningar- og íþróttasviði. Þar kemur fram að tillaga vegna breytingar á leigðum tímum í Egilshöll sé til meðferðar hjá sviðinu en engar upplýsingar um stöðu málsins. Ekki virðist vera fjallað frekar um málið á fundum ráðsins samkvæmt þeim fundargerðum er liggja frammi á heimasíðu borgarinnar en þann 3. apríl fær íþróttafélagið Fjölnir tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur að menningar-, íþrótta- og tómstundarráð hafi ákveðið að loka aðstöðu til skautaiðkunar í júnímánuði í Egilshöll. Þarna á greinilega að finna þær 10 millj. kr. á einu bretti sem menningar- og íþróttasviði bar að skera niður. Ekki er ljóst hvort greining á nýtingu og vannýttum tímum hafi farið fram eða hvort ákveðið hafi verið að stytta sér leið með því að loka í heilan mánuð. Fyrir lá að svellið yrði lokað í júlí líkt og fyrri ár en síðustu ár hefur verið opið fyrir skautaiðkun á svellinu í júní. Búið var að semja við þjálfara að taka að sér þjálfun út júnímánuð og verða deildirnar af töluverðum tekjum vegna sumarnámskeiða yngri grunnskólabarna sem ekki verður hægt að halda á svellinu sem og æfingagjöldum eldri iðkenda. Er þetta því mikill skellur fyrir þær smáu og brothættu íþróttadeildir sem íshokkí- og listskautadeildir Fjölnis eru. Bæði verða deildirnar fyrir tekjutapi sem og að iðkendur missa þá úr tvo mánuði til æfinga í stað þess að missa aðeins einn mánuð úr. Ekki má gleyma að mikilvægt er fyrir grunnskólabörn að halda virkni yfir sumarmánuðina og er ástundun þeirrar íþróttar sem börn iðka kjörin til þess, bæði upp á góðan anda og liðsheild þeirra sem iðka íshokkí og listskauta sem og að forvarnargildi íþróttastarfs hefur margsannað sig. Uppbygging starfs deildanna líður fyrir svona langa stöðvun á æfingum. Skautasvell er forsenda þess að hægt sé að iðka íshokkí og listskauta og ef loka á aðstöðunni eru engir aðrir valkostir um æfingaaðstöðu, þar sem einnig stendur til að loka skautasvellinu í Laugardal í júnímánuði. Eitthvað yrði nú sagt ef Reykjavíkurborg tilkynnti að ekki væri hægt að kynda inniaðstöðu fyrir útiíþróttir í desember og janúar því það væri svo kostnaðarsamt. En vogarafl annarra íþrótta virðist vera meira innan menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem og borgarstjórnar því ekki voru lagðar fram aðrar eins sparnaðartillögur á rekstri annarra íþróttagreina í fyrrnefndum hagræðingartillögum borgarstjórnar. Í frétt á heimasíðu borgarinnar frá 1. desember 2022 þar sem fjallað er um hagræðingartillögurnar eftir umfjöllun borgarráðs er vitnað í ummæli borgarstjóra um tillögurnar. Þar segir hann: “Við erum búin að liggja töluvert yfir þessu undanfarnar vikur og þetta er afraksturinn, 92 skynsamlegar hagræðingartillögur og umbótarverkefni þar sem við stöndum vörð um framlínuþjónustu og viðkvæma hópa”. Ég tel að börn flokkist hiklaust undir viðkvæma hópa og þessi hópur barna er iðka íshokkí og listskauta er enn viðkvæmari en margir aðrir hópar íþróttaiðkenda sökum fámennis. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileika í íþróttavali barna, þetta eru mikilvægar íþróttir í starfsemi Fjölnis þrátt fyrir smæð deildanna en Fjölnir býður eitt fjölbreyttasta íþróttastarf á vegum hverfisfélags á höfuðborgarsvæðinu. Þó að Reykjavíkurborg telji sig hafa fjárhagslegan ávinning af því að loka skautaaðstöðu við Egilshöll í júnímánuði má spyrja að því, á kostnað hverra er sá ávinningur? Ólíðandi er að stórtæk ákvörðun líkt og þessi sé tekin einhliða þar sem slík ákvörðun getur haft varanleg og óafturkræf áhrif á skautaíþróttir, bæði með því að draga úr möguleikum á framförum hjá iðkendum sem og að auka líkurnar á brotthvarfi iðkenda. Betra hefði verið að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hefði óskað eftir samtali við Fjölni og leitað samráðs varðandi heppilega nálgun á því að skera niður þann kostnað sem þeim bar samkvæmt hagræðingartillögum borgastjórnar. Þykir mér það synd að kjörnir fulltrúar taki það ekki af meiri alvöru að gæta hagsmuna barna í borginni. Undirrituð er foreldri barns sem leggur stund á íshokkí og óska ég eftir því að ákvörðun um lokun aðstöðu til skautaiðkunar í Egilshöll verði dregin til baka og leitað verði annarra leiða til að draga úr kostnaði við rekstur borgarinnar en að leggja niður íþróttastarf barna að sumri til. Höfundur er foreldri íshokkíiðkanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Fjölnir Skautaíþróttir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til borgarstjórnar og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar ákveðið að stytta sér leið til að efna þau hagræðingarloforð sem borgarstjórn lagði upp með í desember síðastliðnum. Eins og svo oft áður í rekstri borgarinnar er sparnaður látinn bitna á varnarlausum hópum sem geta ekki varið hagsmuni sína sjálfir, í þessu tilviki börnum sem iðka íshokkí og listskauta. Í desember 2022 lagði borgarstjórn fram 92 hagræðingartillögur til að rétta úr hallarekstri borgarinnar. Ein tillagan var á þá leið að spara mætti 10 millj. kr. vegna fækkunar á leigðum tímum í Egilshöll og afla ætti gagna um nýtingu og vannýtingu á núverandi tíma. Tillagan er ekki útfærð frekar. Á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs þann 10. febrúar sl. var lagt fram minnisblað um þær hagræðingartillögur er snéru að menningar- og íþróttasviði. Þar kemur fram að tillaga vegna breytingar á leigðum tímum í Egilshöll sé til meðferðar hjá sviðinu en engar upplýsingar um stöðu málsins. Ekki virðist vera fjallað frekar um málið á fundum ráðsins samkvæmt þeim fundargerðum er liggja frammi á heimasíðu borgarinnar en þann 3. apríl fær íþróttafélagið Fjölnir tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur að menningar-, íþrótta- og tómstundarráð hafi ákveðið að loka aðstöðu til skautaiðkunar í júnímánuði í Egilshöll. Þarna á greinilega að finna þær 10 millj. kr. á einu bretti sem menningar- og íþróttasviði bar að skera niður. Ekki er ljóst hvort greining á nýtingu og vannýttum tímum hafi farið fram eða hvort ákveðið hafi verið að stytta sér leið með því að loka í heilan mánuð. Fyrir lá að svellið yrði lokað í júlí líkt og fyrri ár en síðustu ár hefur verið opið fyrir skautaiðkun á svellinu í júní. Búið var að semja við þjálfara að taka að sér þjálfun út júnímánuð og verða deildirnar af töluverðum tekjum vegna sumarnámskeiða yngri grunnskólabarna sem ekki verður hægt að halda á svellinu sem og æfingagjöldum eldri iðkenda. Er þetta því mikill skellur fyrir þær smáu og brothættu íþróttadeildir sem íshokkí- og listskautadeildir Fjölnis eru. Bæði verða deildirnar fyrir tekjutapi sem og að iðkendur missa þá úr tvo mánuði til æfinga í stað þess að missa aðeins einn mánuð úr. Ekki má gleyma að mikilvægt er fyrir grunnskólabörn að halda virkni yfir sumarmánuðina og er ástundun þeirrar íþróttar sem börn iðka kjörin til þess, bæði upp á góðan anda og liðsheild þeirra sem iðka íshokkí og listskauta sem og að forvarnargildi íþróttastarfs hefur margsannað sig. Uppbygging starfs deildanna líður fyrir svona langa stöðvun á æfingum. Skautasvell er forsenda þess að hægt sé að iðka íshokkí og listskauta og ef loka á aðstöðunni eru engir aðrir valkostir um æfingaaðstöðu, þar sem einnig stendur til að loka skautasvellinu í Laugardal í júnímánuði. Eitthvað yrði nú sagt ef Reykjavíkurborg tilkynnti að ekki væri hægt að kynda inniaðstöðu fyrir útiíþróttir í desember og janúar því það væri svo kostnaðarsamt. En vogarafl annarra íþrótta virðist vera meira innan menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem og borgarstjórnar því ekki voru lagðar fram aðrar eins sparnaðartillögur á rekstri annarra íþróttagreina í fyrrnefndum hagræðingartillögum borgarstjórnar. Í frétt á heimasíðu borgarinnar frá 1. desember 2022 þar sem fjallað er um hagræðingartillögurnar eftir umfjöllun borgarráðs er vitnað í ummæli borgarstjóra um tillögurnar. Þar segir hann: “Við erum búin að liggja töluvert yfir þessu undanfarnar vikur og þetta er afraksturinn, 92 skynsamlegar hagræðingartillögur og umbótarverkefni þar sem við stöndum vörð um framlínuþjónustu og viðkvæma hópa”. Ég tel að börn flokkist hiklaust undir viðkvæma hópa og þessi hópur barna er iðka íshokkí og listskauta er enn viðkvæmari en margir aðrir hópar íþróttaiðkenda sökum fámennis. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileika í íþróttavali barna, þetta eru mikilvægar íþróttir í starfsemi Fjölnis þrátt fyrir smæð deildanna en Fjölnir býður eitt fjölbreyttasta íþróttastarf á vegum hverfisfélags á höfuðborgarsvæðinu. Þó að Reykjavíkurborg telji sig hafa fjárhagslegan ávinning af því að loka skautaaðstöðu við Egilshöll í júnímánuði má spyrja að því, á kostnað hverra er sá ávinningur? Ólíðandi er að stórtæk ákvörðun líkt og þessi sé tekin einhliða þar sem slík ákvörðun getur haft varanleg og óafturkræf áhrif á skautaíþróttir, bæði með því að draga úr möguleikum á framförum hjá iðkendum sem og að auka líkurnar á brotthvarfi iðkenda. Betra hefði verið að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hefði óskað eftir samtali við Fjölni og leitað samráðs varðandi heppilega nálgun á því að skera niður þann kostnað sem þeim bar samkvæmt hagræðingartillögum borgastjórnar. Þykir mér það synd að kjörnir fulltrúar taki það ekki af meiri alvöru að gæta hagsmuna barna í borginni. Undirrituð er foreldri barns sem leggur stund á íshokkí og óska ég eftir því að ákvörðun um lokun aðstöðu til skautaiðkunar í Egilshöll verði dregin til baka og leitað verði annarra leiða til að draga úr kostnaði við rekstur borgarinnar en að leggja niður íþróttastarf barna að sumri til. Höfundur er foreldri íshokkíiðkanda.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar