Alexander Helgi yfirgaf Breiðablik eftir tímabilið 2021 þar sem hann var á leið til Svíþjóðar í nám. Meðfram náminu lék hann með C-deildarliðinu Vasalunds IF. Hann var mikilvægur leikmaður í liði Breiðabliks sem endaði í 2. sæti 2021 en var því miður hvergi sjáanlegur þegar Blikar rúlluðu upp Bestu deildinni á síðustu leiktíð.
Hann hefur nú þegar fengið leikheimild og getur því tekið þátt í Meistarakeppni KSÍ sem fram fer annað kvöld, þriðjudag. Þar mætast Breiðablik og Víkingur, Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs.
Alexander Helgi er níundi leikmaðurinn sem gengur í raðir Blika síðan liðið varð Íslandsmeistari. Hinir eru:
- Alex Freyr Elísson frá Fram
- Arnór Sveinn Aðalsteinsson frá KR
- Ágúst Eðvald Hlynsson frá AC Horsens
- Ágúst Orri Þorsteinsson frá Malmö
- Eyþór Aron Wöhler frá ÍA
- Klæmint Olsen frá NSÍ Runavík [á láni]
- Oliver Stefánsson frá Norrköping
- Patrik Johannesen frá Keflavík
Að sama skapi eru níu leikmenn farnir svo segja má að maður hafi komið í manns stað.
Alexander Helgi á að baki 51 leik í efstu deild hér á landi sem og 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands.