„Fólk er að missa sig af spennu“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2023 15:00 Njarðvíkingar hafa hug á að fagna Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð en búast má við afar harðri baráttu. VÍSIR/BÁRA Það ríkir mikil eftirvænting fyrir kvöldinu í Reykjanesbæ en þá byrjar undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Þarna mæta nýkrýndir deildarmeistarar ríkjandi Íslandsmeisturum. Deildarkeppnin gefur til kynna að spennandi úrslitakeppni sé fyrir höndum en Haukar og Valur mætast klukkan 18:15 í Ólafssal og tveimur tímum síðar hefst grannaslagurinn í Reykjanesbæ, í Blue-höll Keflvíkinga. Njarðvík endaði í fjórða sæti deildarinnar en er ríkjandi Íslandsmeistari og miðað við síðustu vikur er liðið til alls líklegt þegar kemur að titilvörninni: „Við komum ansi brött inn í úrslitakeppnina,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. „Tímabilið fór svolítið hægt af stað og við lentum í ýmsum meiðslavandræðum, sérstaklega fyrir jól, en höfum hægt og bítandi verið að bæta okkur og ná öllum okkar kröftum eftir áramót. Að enda fjórðu umferðina með sjö sigurleikjum, vinna öll þrjú efstu liðin, gefur okkur mikið sjálfstraust inn í úrslitakeppnina. Að sjálfsögðu ætlum við að mæta inn í hana til að verja titilinn okkar,“ segir Rúnar Ingi. Umhverfið og öll pressan gjörbreyst Njarðvík varð Íslandsmeistari í fyrra sem nýliði í Subway-deildinni og segir Rúnar að pressan á liðinu hafi því verið allt önnur í vetur. „Ég held að við höfum tekið stærri skref en við áttum von á, fyrir kvennakörfuboltann í Njarðvík. Við lögðum upp ákveðið plan þegar við vorum í 1. deild og að verða svo Íslandsmeistarar á fyrstu leiktíð í efstu deild var kannski ekki upprunalega planið. En þegar tímabilið fór af stað í fyrra þá sáum við að við gætum það. Á einhverjum ellefu mánuðum eða svo breytist því allt umhverfið og öll pressan. Á þessu tímabili erum við ríkjandi meistarar og höfum fundið að vissu leyti fyrir því. Andlega hliðin hjá leikmönnum er aðeins öðruvísi. Þegar þú ert Íslandsmeistari þá veistu að þú átt að vera eitthvað ákveðið góður, og þegar hlutirnir ganga ekki upp þá svekkir þú þig meira en þegar þú ert nýliði sem hefur ekki unnið sér inn fyrir neinu,“ segir Rúnar og bætir við: „Draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu“ „Við erum búin að leggja hart að okkur í allan vetur og erum komin á þann stað í dag að vera mjög sátt með stöðuna á liðinu, hvað við getum framkvæmt og hversu klók við erum í þessum jöfnu leikjum sem við höfum þurft að læra inn á á þessu tímabili. Þrátt fyrir að við séum ríkjandi Íslandsmeistarar þá erum við samt með nýtt lið frá síðustu leiktíð og þurfum að vinna fyrir öllu sem við ætlum að áorka á vellinum.“ Rúnar tekur undir að það gefi undanúrslitaeinvíginu enn meira krydd að um sé að ræða slag erkifjendanna í Reykjanesbæ. „Þetta er draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu. Það byggist upp einhver stemning og fólk, hvort sem er í skólanum eða vinnunni, er að tala um þessa leiki. Þetta eykur mikilvægið enn meira, þó að það sé að sjálfsögðu alveg nógu stór gulrót í boði með því að komast í lokaúrslitin. Að keppa við Keflavík á þessu sviði í svona seríu gefur þessu alveg extra mikið, og ég get ekki beðið eftir að mæta í Blue-höllina í kvöld. Maður finnur það síðustu daga að fólk er að missa sig af spennu og við vonandi finnum það úr stúkunni í kvöld.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Deildarkeppnin gefur til kynna að spennandi úrslitakeppni sé fyrir höndum en Haukar og Valur mætast klukkan 18:15 í Ólafssal og tveimur tímum síðar hefst grannaslagurinn í Reykjanesbæ, í Blue-höll Keflvíkinga. Njarðvík endaði í fjórða sæti deildarinnar en er ríkjandi Íslandsmeistari og miðað við síðustu vikur er liðið til alls líklegt þegar kemur að titilvörninni: „Við komum ansi brött inn í úrslitakeppnina,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. „Tímabilið fór svolítið hægt af stað og við lentum í ýmsum meiðslavandræðum, sérstaklega fyrir jól, en höfum hægt og bítandi verið að bæta okkur og ná öllum okkar kröftum eftir áramót. Að enda fjórðu umferðina með sjö sigurleikjum, vinna öll þrjú efstu liðin, gefur okkur mikið sjálfstraust inn í úrslitakeppnina. Að sjálfsögðu ætlum við að mæta inn í hana til að verja titilinn okkar,“ segir Rúnar Ingi. Umhverfið og öll pressan gjörbreyst Njarðvík varð Íslandsmeistari í fyrra sem nýliði í Subway-deildinni og segir Rúnar að pressan á liðinu hafi því verið allt önnur í vetur. „Ég held að við höfum tekið stærri skref en við áttum von á, fyrir kvennakörfuboltann í Njarðvík. Við lögðum upp ákveðið plan þegar við vorum í 1. deild og að verða svo Íslandsmeistarar á fyrstu leiktíð í efstu deild var kannski ekki upprunalega planið. En þegar tímabilið fór af stað í fyrra þá sáum við að við gætum það. Á einhverjum ellefu mánuðum eða svo breytist því allt umhverfið og öll pressan. Á þessu tímabili erum við ríkjandi meistarar og höfum fundið að vissu leyti fyrir því. Andlega hliðin hjá leikmönnum er aðeins öðruvísi. Þegar þú ert Íslandsmeistari þá veistu að þú átt að vera eitthvað ákveðið góður, og þegar hlutirnir ganga ekki upp þá svekkir þú þig meira en þegar þú ert nýliði sem hefur ekki unnið sér inn fyrir neinu,“ segir Rúnar og bætir við: „Draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu“ „Við erum búin að leggja hart að okkur í allan vetur og erum komin á þann stað í dag að vera mjög sátt með stöðuna á liðinu, hvað við getum framkvæmt og hversu klók við erum í þessum jöfnu leikjum sem við höfum þurft að læra inn á á þessu tímabili. Þrátt fyrir að við séum ríkjandi Íslandsmeistarar þá erum við samt með nýtt lið frá síðustu leiktíð og þurfum að vinna fyrir öllu sem við ætlum að áorka á vellinum.“ Rúnar tekur undir að það gefi undanúrslitaeinvíginu enn meira krydd að um sé að ræða slag erkifjendanna í Reykjanesbæ. „Þetta er draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu. Það byggist upp einhver stemning og fólk, hvort sem er í skólanum eða vinnunni, er að tala um þessa leiki. Þetta eykur mikilvægið enn meira, þó að það sé að sjálfsögðu alveg nógu stór gulrót í boði með því að komast í lokaúrslitin. Að keppa við Keflavík á þessu sviði í svona seríu gefur þessu alveg extra mikið, og ég get ekki beðið eftir að mæta í Blue-höllina í kvöld. Maður finnur það síðustu daga að fólk er að missa sig af spennu og við vonandi finnum það úr stúkunni í kvöld.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum