Sanna viðurkennir ósigur Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2023 20:59 Sanna Marin hefur lotið í lægra haldi fyrir Petteri Orpo. KIMMO BRANDT/EPA-EFE Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. Líklegt er að Sambandsflokkurinn, sem er á hægri væng stjórnmálanna hljóti 48 þingmenn af tvö hundruð. „Við hlutum bestu kosninguna og við munum ganga til viðræðna um myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ hefur Verdens Gang eftir Orpo. Fyrirséð er að ríkisstjórnarmyndun verði nokkuð flókin. Finnska þingið hefur sjaldan verið jafn brotakennt og tíu flokkar með sæti á þingi. Því mun sá flokkur sem ber sigur úr býtum í kvöld þurfa að reiða sig á samstarf við nokkra flokka líkt og síðasta ríkisstjórn. Hana mynduðu fimm flokkar: Miðflokkurinn, Græningjar, Vinstriflokkurinn, sænski fólksflokkurinn og loks Jafnaðarmannaflokkurinn. Næststærsti flokkurinn á þingi verður að öllum líkindum þjóðernisflokkurinn Finnaflokkurinn með 46 þingmenn og sá þriðji Jafnaðarmannaflokkur Marin með 43 þingmenn. Forsætisráðherrann hefur játað ósigur og óskað Orpo til hamingju með sigurinn. „Lýðræðið hefur talað og finnska þjóðin hefur greitt atkvæði,“ sagði Marin í ræðu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. „Við höfum aukið bæði stuðning og fjölda þingsæta. Það er verulega góður árangur. Fögnuður lýðræðisins er alltaf góður hlutur, við höfum ástæðu til þess að vera ánægð með þessa niðurstöðu,“ sagði hún. Hefðin í Finnlandi er sú að stærsti flokkurinn leiði stjórnarmyndunarviðræður og fari með embætti forsætisráðherra. Venjulega eru ríkisstjórnir í Finnlandi myndaðar þvert yfir hinn pólitíska skala en stjórnmálarýnendur ytra hafa spáð því að nú gæti blokkapólitík tekið yfir í Finnlandi. Valið er því Petteris Orpo, hvort hann gangi í samstarf með Finnaflokknum lengst til hægri eða fari yfir miðjuna og semji við Sönnu Marin og Jafnaðarmenn hennar. Hún hefur útilokað samstarf með Finnaflokknum. Finnland Tengdar fréttir Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. 2. apríl 2023 19:18 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Líklegt er að Sambandsflokkurinn, sem er á hægri væng stjórnmálanna hljóti 48 þingmenn af tvö hundruð. „Við hlutum bestu kosninguna og við munum ganga til viðræðna um myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ hefur Verdens Gang eftir Orpo. Fyrirséð er að ríkisstjórnarmyndun verði nokkuð flókin. Finnska þingið hefur sjaldan verið jafn brotakennt og tíu flokkar með sæti á þingi. Því mun sá flokkur sem ber sigur úr býtum í kvöld þurfa að reiða sig á samstarf við nokkra flokka líkt og síðasta ríkisstjórn. Hana mynduðu fimm flokkar: Miðflokkurinn, Græningjar, Vinstriflokkurinn, sænski fólksflokkurinn og loks Jafnaðarmannaflokkurinn. Næststærsti flokkurinn á þingi verður að öllum líkindum þjóðernisflokkurinn Finnaflokkurinn með 46 þingmenn og sá þriðji Jafnaðarmannaflokkur Marin með 43 þingmenn. Forsætisráðherrann hefur játað ósigur og óskað Orpo til hamingju með sigurinn. „Lýðræðið hefur talað og finnska þjóðin hefur greitt atkvæði,“ sagði Marin í ræðu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. „Við höfum aukið bæði stuðning og fjölda þingsæta. Það er verulega góður árangur. Fögnuður lýðræðisins er alltaf góður hlutur, við höfum ástæðu til þess að vera ánægð með þessa niðurstöðu,“ sagði hún. Hefðin í Finnlandi er sú að stærsti flokkurinn leiði stjórnarmyndunarviðræður og fari með embætti forsætisráðherra. Venjulega eru ríkisstjórnir í Finnlandi myndaðar þvert yfir hinn pólitíska skala en stjórnmálarýnendur ytra hafa spáð því að nú gæti blokkapólitík tekið yfir í Finnlandi. Valið er því Petteris Orpo, hvort hann gangi í samstarf með Finnaflokknum lengst til hægri eða fari yfir miðjuna og semji við Sönnu Marin og Jafnaðarmenn hennar. Hún hefur útilokað samstarf með Finnaflokknum.
Finnland Tengdar fréttir Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. 2. apríl 2023 19:18 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. 2. apríl 2023 19:18