Gervigreindin, vélþýðingar og sá vandi sem íslenskir nytjaþýðendur standa frammi fyrir Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir skrifar 2. apríl 2023 20:30 Gervigreind er mjög vinsæl þessi misserin. Það gleymist að hún er ekki raunveruleg greind, heldur forrituð greind og að vélmennið getur einungis vitað það sem er beinlínis búið að forrita inn í það. Á netinu er til gervigreindar sálfræðingur sem kallast Eliza. Fræg er tilraun sem gerð var þegar fjöldi fólks var fenginn til að spjalla við Elizu sem er tölva og margir fóru að segja henni sín innstu leyndarmál. Eliza virðist reyndar vera góðgjörn. Hún spyr gjarnan: „How are you?“ og ef ég svara: „I am Dead.“ Spyr hún „How does that feel?“. Vélþýðingarforrit og gervigreindin í heild sinni er langt frá því að ráða við jafn flókið fyrirbæri og tungumálið íslenska er. Gervigreindin hefur ekki ímyndunarafl til að ráða við margbreytileika tungumálanna. En af hverju eru þá íslenskir nytjaþýðendur í vanda þegar nytjaþýðingar á alþjóðamarkaðnum eru annars vegar? Nytjaþýðingar yfir á íslensku á hinum alþjóðlega markaði eru í höndum risastórra þýðingarfyrirtækja sem eru ekki með íslenskt starfsfólk og sjá sér engan hag í því að skilja íslensku yfirhöfuð. Samþjöppun fyrirtækja á þýðingamarkaðnum hefur átt sér stað á undanförnum árum. Transperfect Translations í New York sem er önnur risablokkin á Alþjóða þýðingamarkaðnum hefur verið að kaupa upp fyrirtæki og er núna komin með t.d. þýðingar fyrir Netflix á sína könnu auk þýðinga fyrir EMEA – Lyfjastofnun Evrópu og svo ótal margt annað. Hin risablokkin á alþjóðlega þýðingamarkaðnum er RWS sem keypti SDL og nú er svo komið að þessi tvö stórfyrirtæki – Transperfect og RWS gína yfir hinum alþjóðlega þýðingamarkaði. Þessi fyrirtæki stjórna gríðarlegu magni þýðinga af ensku og öðrum tungumálum yfir á íslensku. En þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku, eru ekki með íslenska starfsmenn og líta á íslensku sem örtungumál sem þau rétt svo nenna að fást við. Það, að þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku og geta ekki greint vandaða þýðingu frá vondri þýðingu skapar ákveðinn vanda. Vandamálið er það, að stórfyrirtækin eru í síauknum mæli farin að krefjast þess að textar séu vélþýddir yfir á íslensku áður en þeir eru þýddir almennilega eða lesnir yfir. Vélþýðingin á að draga úr kostnaði, auka hraða og minnka þá vinnu sem þýðandinn þarf að leggja fram. En er það svo í raun? Flestir vanir mannlegir þýðendur sem fá senda vélþýdda texta, fussa og sveia og verða í raun að frumþýða textana upp á nýtt. Það er jafnvel meiri vinna að þurfa að endurskrifa vélþýddan texta en að fá bara textann á frummálinu og þýða frá grunni. En stórfyrirtækin eru ekkert endilega að fara að viðurkenna það að vélþýðingarnar spari þýðendum ekki vinnu. Margir mennskir nytjaþýðendur á alþjóðamarkaði eru að streitast á móti og neita að taka við vélþýðingum. Það eru þó alltaf einhverjir sem sitja eftir og neyðast til að taka við vélþýddum textum. Með því að nota vélþýðingarnar yfir á íslensku sem afsökun, eru stórfyrirtækin að reyna að lækka taxta nytjaþýðenda um allt að 50%. Markmið stórfyrirtækjanna hefur nefnilega lengi verið að koma íslenskum þýðendum á alþjóðamarkaðnum niður á asíska taxta. Vandamálið er bara það, að það er mun dýrara að lifa á Íslandi en í Asíu og það lifir enginn þýðandi af, sem ætlar að vinna 100% skv. asískum launatöxtum. Engin stéttarfélög standa vörð um hag íslenskra nytjaþýðenda. Þetta er villta vestrið. En hvernig væri þá, ef forseti Íslands, menntamálaráðherra og alþingismenn myndu ræða við þessi stórfyrirtæki sem stjórna alþjóðlega þýðingamarkaðnum í stað þess að vera að setja upp íslenskar vélþýðingar sem gera nytjaþýðendum meira ógagn en gagn? Getum við fengið Transperfect Translations og RWS í lið með okkur við að bera virðingu fyrir okkar tungumáli, íslenskunni? Ætli það sé fræðilegur möguleiki? Eða erum við með því að setja vélþýðingar alltaf meir og meir í stað alvöru þýðinga, að þurrka okkar tungumál endanlega út? Höfundur er M.A. í þýðingafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Gervigreind Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Gervigreind er mjög vinsæl þessi misserin. Það gleymist að hún er ekki raunveruleg greind, heldur forrituð greind og að vélmennið getur einungis vitað það sem er beinlínis búið að forrita inn í það. Á netinu er til gervigreindar sálfræðingur sem kallast Eliza. Fræg er tilraun sem gerð var þegar fjöldi fólks var fenginn til að spjalla við Elizu sem er tölva og margir fóru að segja henni sín innstu leyndarmál. Eliza virðist reyndar vera góðgjörn. Hún spyr gjarnan: „How are you?“ og ef ég svara: „I am Dead.“ Spyr hún „How does that feel?“. Vélþýðingarforrit og gervigreindin í heild sinni er langt frá því að ráða við jafn flókið fyrirbæri og tungumálið íslenska er. Gervigreindin hefur ekki ímyndunarafl til að ráða við margbreytileika tungumálanna. En af hverju eru þá íslenskir nytjaþýðendur í vanda þegar nytjaþýðingar á alþjóðamarkaðnum eru annars vegar? Nytjaþýðingar yfir á íslensku á hinum alþjóðlega markaði eru í höndum risastórra þýðingarfyrirtækja sem eru ekki með íslenskt starfsfólk og sjá sér engan hag í því að skilja íslensku yfirhöfuð. Samþjöppun fyrirtækja á þýðingamarkaðnum hefur átt sér stað á undanförnum árum. Transperfect Translations í New York sem er önnur risablokkin á Alþjóða þýðingamarkaðnum hefur verið að kaupa upp fyrirtæki og er núna komin með t.d. þýðingar fyrir Netflix á sína könnu auk þýðinga fyrir EMEA – Lyfjastofnun Evrópu og svo ótal margt annað. Hin risablokkin á alþjóðlega þýðingamarkaðnum er RWS sem keypti SDL og nú er svo komið að þessi tvö stórfyrirtæki – Transperfect og RWS gína yfir hinum alþjóðlega þýðingamarkaði. Þessi fyrirtæki stjórna gríðarlegu magni þýðinga af ensku og öðrum tungumálum yfir á íslensku. En þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku, eru ekki með íslenska starfsmenn og líta á íslensku sem örtungumál sem þau rétt svo nenna að fást við. Það, að þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku og geta ekki greint vandaða þýðingu frá vondri þýðingu skapar ákveðinn vanda. Vandamálið er það, að stórfyrirtækin eru í síauknum mæli farin að krefjast þess að textar séu vélþýddir yfir á íslensku áður en þeir eru þýddir almennilega eða lesnir yfir. Vélþýðingin á að draga úr kostnaði, auka hraða og minnka þá vinnu sem þýðandinn þarf að leggja fram. En er það svo í raun? Flestir vanir mannlegir þýðendur sem fá senda vélþýdda texta, fussa og sveia og verða í raun að frumþýða textana upp á nýtt. Það er jafnvel meiri vinna að þurfa að endurskrifa vélþýddan texta en að fá bara textann á frummálinu og þýða frá grunni. En stórfyrirtækin eru ekkert endilega að fara að viðurkenna það að vélþýðingarnar spari þýðendum ekki vinnu. Margir mennskir nytjaþýðendur á alþjóðamarkaði eru að streitast á móti og neita að taka við vélþýðingum. Það eru þó alltaf einhverjir sem sitja eftir og neyðast til að taka við vélþýddum textum. Með því að nota vélþýðingarnar yfir á íslensku sem afsökun, eru stórfyrirtækin að reyna að lækka taxta nytjaþýðenda um allt að 50%. Markmið stórfyrirtækjanna hefur nefnilega lengi verið að koma íslenskum þýðendum á alþjóðamarkaðnum niður á asíska taxta. Vandamálið er bara það, að það er mun dýrara að lifa á Íslandi en í Asíu og það lifir enginn þýðandi af, sem ætlar að vinna 100% skv. asískum launatöxtum. Engin stéttarfélög standa vörð um hag íslenskra nytjaþýðenda. Þetta er villta vestrið. En hvernig væri þá, ef forseti Íslands, menntamálaráðherra og alþingismenn myndu ræða við þessi stórfyrirtæki sem stjórna alþjóðlega þýðingamarkaðnum í stað þess að vera að setja upp íslenskar vélþýðingar sem gera nytjaþýðendum meira ógagn en gagn? Getum við fengið Transperfect Translations og RWS í lið með okkur við að bera virðingu fyrir okkar tungumáli, íslenskunni? Ætli það sé fræðilegur möguleiki? Eða erum við með því að setja vélþýðingar alltaf meir og meir í stað alvöru þýðinga, að þurrka okkar tungumál endanlega út? Höfundur er M.A. í þýðingafræði.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar