Krufði stóra SMS málið: „Finnst hann fara algjörlega yfir strikið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. apríl 2023 07:00 Björgvin Páll Gústavsson fór algjörlega yfir strikið að mati Theodórs Inga Pálmasonar. Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét Handboltasérfræðingurinn Theodór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, var á línunni í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins þar sem hann fór ítarlega yfir það sem hefur gengið á á milli Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar undanfarna daga. Fyrir þau sem ekki vita snýst málið um skilaboð sem Björgvin og Kristján sendu sín á milli. Kristján greindi frá því á dögunum að hann hafi fengið „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeildinni í handbolta áður en Björgvin steig fram og sagði að hann hafi sent skilaboðin. Kristján birti svo skilaboðin í vikunni og í kjöldarið ákvað Björgvin að birta öll samskiptin þeirra á milli. Í gær greindi Björgvin svo frá því að hann ætli sér ekki að gefa kost á sér í næsta landsliðsverkefni vegna málsins. Skilaboðin fyrir leik fóru yfir strikið Eins og áður segir fór Teddi Ponza yfir málið í síðasta þætti Handkastsins og hann segir að þó honum hafi þótt Björgvin vilja vel með skilaboðasendingunum, en að hann hafi klárlega farið yfir strikið í aðdraganda leiksins. „Mitt take? Hvar á ég að byrja?“ spurði Teddi áður en hann færði sig yfir í það að kryfja málið. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert allt saman og alltaf þegar maður þarf að fara að greina einhver persónuleg samskipti á milli manna þá er það nú bara þeim sjálfum að þakka að þetta sé komið á þann stað.“ „Fyrir mitt leyti eftir að hafa skoðað þetta þá held ég að Björgvini Páli hafi gengið gott til, eftir að hafa lesið samskiptin þeirra á milli og allt svoleiðis. En náttúrulega það sem skiptir máli eru skilaboðin sem hann sendir þarna daginn fyrir leik.“ „Fyrir mitt leyti skipta hin skilaboðin eiginlega ekki máli. Því að í þessum skilaboðum sem hann sendir daginn fyrir leik - sem hann sendir mótherja sínum daginn fyrir leik - finnst mér hann fara algjörlega yfir strikið.“ Björgvin unnið gott starf í málum andlegra veikinda en skilaboðin ófyrirgefanleg „Hann talar um að þetta sé vanvirðing við Mikkel Hansen og annað slíkt og þetta finnst mér bara fyrir neðan allar hellur. Sérstaklega í ljósi þess að Björgvin Páll er maður sem hefur unnið gott og göfugt starf í þessum málum og opnað á sín andlegu veikindi og örugglega hjálpað fleirum, bara pottþétt. Þess vegna kemur þetta manni svolítið á óvart og veldur manni vonbrigðum,“ sagði Teddi. „Björgvin Páll veit alveg að Kristján hefur verið að díla við alla þessa hluti. Kristján hefur opnað sig um það sjálfur þegar hann var hjá Fjölni. Og þegar hann var hjá ÍBV þá var hann að díla við eitthvað sambærilegt hefur maður heyrt og svo áfram í Frakklandi.“ „En fyrir mitt leyti á hann sér engar málsbætur fyrir þessi skilaboð. Og það sem mér finnst Björgvin Páll hafa mátt gera er að bara sýnia smá auðmýkt. Biðja hann afsökunar. Hann hefur beðið hann afsökunar á að hafa verið harðorður í þessum skilaboðum, en mér finnst það ekki ramma inn alvarleika þessara skilaboða í heild sinni,“ sagði Teddi, en umræðuna alla, og þáttinn í heild sinni, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Ræða Tedda um málið hefst eftir tæpar 48 mínútur. Handbolti Olís-deild karla Franski handboltinn Valur Tengdar fréttir Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20 Björgvin gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna samskipta hans við Kristján Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni eftir að samskipti hans við Kristján Örn Kristjánsson, liðsfélaga hans hjá landsliðinu. 1. apríl 2023 15:51 Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07 Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Fyrir þau sem ekki vita snýst málið um skilaboð sem Björgvin og Kristján sendu sín á milli. Kristján greindi frá því á dögunum að hann hafi fengið „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeildinni í handbolta áður en Björgvin steig fram og sagði að hann hafi sent skilaboðin. Kristján birti svo skilaboðin í vikunni og í kjöldarið ákvað Björgvin að birta öll samskiptin þeirra á milli. Í gær greindi Björgvin svo frá því að hann ætli sér ekki að gefa kost á sér í næsta landsliðsverkefni vegna málsins. Skilaboðin fyrir leik fóru yfir strikið Eins og áður segir fór Teddi Ponza yfir málið í síðasta þætti Handkastsins og hann segir að þó honum hafi þótt Björgvin vilja vel með skilaboðasendingunum, en að hann hafi klárlega farið yfir strikið í aðdraganda leiksins. „Mitt take? Hvar á ég að byrja?“ spurði Teddi áður en hann færði sig yfir í það að kryfja málið. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert allt saman og alltaf þegar maður þarf að fara að greina einhver persónuleg samskipti á milli manna þá er það nú bara þeim sjálfum að þakka að þetta sé komið á þann stað.“ „Fyrir mitt leyti eftir að hafa skoðað þetta þá held ég að Björgvini Páli hafi gengið gott til, eftir að hafa lesið samskiptin þeirra á milli og allt svoleiðis. En náttúrulega það sem skiptir máli eru skilaboðin sem hann sendir þarna daginn fyrir leik.“ „Fyrir mitt leyti skipta hin skilaboðin eiginlega ekki máli. Því að í þessum skilaboðum sem hann sendir daginn fyrir leik - sem hann sendir mótherja sínum daginn fyrir leik - finnst mér hann fara algjörlega yfir strikið.“ Björgvin unnið gott starf í málum andlegra veikinda en skilaboðin ófyrirgefanleg „Hann talar um að þetta sé vanvirðing við Mikkel Hansen og annað slíkt og þetta finnst mér bara fyrir neðan allar hellur. Sérstaklega í ljósi þess að Björgvin Páll er maður sem hefur unnið gott og göfugt starf í þessum málum og opnað á sín andlegu veikindi og örugglega hjálpað fleirum, bara pottþétt. Þess vegna kemur þetta manni svolítið á óvart og veldur manni vonbrigðum,“ sagði Teddi. „Björgvin Páll veit alveg að Kristján hefur verið að díla við alla þessa hluti. Kristján hefur opnað sig um það sjálfur þegar hann var hjá Fjölni. Og þegar hann var hjá ÍBV þá var hann að díla við eitthvað sambærilegt hefur maður heyrt og svo áfram í Frakklandi.“ „En fyrir mitt leyti á hann sér engar málsbætur fyrir þessi skilaboð. Og það sem mér finnst Björgvin Páll hafa mátt gera er að bara sýnia smá auðmýkt. Biðja hann afsökunar. Hann hefur beðið hann afsökunar á að hafa verið harðorður í þessum skilaboðum, en mér finnst það ekki ramma inn alvarleika þessara skilaboða í heild sinni,“ sagði Teddi, en umræðuna alla, og þáttinn í heild sinni, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Ræða Tedda um málið hefst eftir tæpar 48 mínútur.
Handbolti Olís-deild karla Franski handboltinn Valur Tengdar fréttir Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20 Björgvin gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna samskipta hans við Kristján Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni eftir að samskipti hans við Kristján Örn Kristjánsson, liðsfélaga hans hjá landsliðinu. 1. apríl 2023 15:51 Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07 Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20
Björgvin gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna samskipta hans við Kristján Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni eftir að samskipti hans við Kristján Örn Kristjánsson, liðsfélaga hans hjá landsliðinu. 1. apríl 2023 15:51
Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07
Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26
Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00