Björgvin gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna samskipta hans við Kristján Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. apríl 2023 15:51 Björgvin Páll Gústavsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni eftir að samskipti hans við Kristján Örn Kristjánsson, liðsfélaga hans hjá landsliðinu. Björgvin skrifaði langa færslu á Facebook-síðu sína fyrr í dag þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Færsla Björgvins kemur í kjölfar þess að Kristján Örn birti skilaboð sem hann fékk send frá markverðinum fyrir viðureign Vals og PAUC í Evrópudeildinni í handbolta. Björgvin birti svo sjálfur skjáskot af skilaboðasendingum þeirra á milli þar sem hann sýnir öll samskiptin þeirra á milli. Í færslunni sem Björgvin birtir í dag þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni um að draga sig úr næsta landsliðsverkefni segir hann að ákvörðunin sé tekin til að auðvelda Handknattleikssambandinu það verkefni að velja á milli tveggja leikmanna. Hann segir einnig að hann sjái ekki fyrir sér að spila með leikmanni sem ekki vill ræða málin utan fjölmiðla. „Þar sem að mál okkar Kristjáns hefur verið sent inn til EHF (af PAUC) þá vil ég loka þessu öllu saman frá mínum bæjardyrum,“ segir Björgvin. „Í fyrsta lagi þá finnst mér gjörsamlega galið að þetta mál hafi farið svona langt og hefði ég kosið að leysa þetta með símtali eða hitting, en það var ekki ósk Kristjáns.“ „Ég tel að það sé ekki góður staður að vera á þegar leikmenn ákveða að brjóta öll lögmál þess að vera liðsmaður og hvað þá landsliðsmaður og birta persónuleg skilaboð sem hugsuð eru til þess að hjálpa liðsfélaga í vanda. Það var í það minnsta tilgangur minn með þessum skilaboðum og svo geta menn haft sínar skoðanir á því öllu saman með því að skoða samskiptin sem hafa farið okkar á milli,“ segir Björgvin og bætir við að hann viðurkenni að hann hafi gengið of hart að Kristjáni í samskiptum sínum við hann. „Ég játa það fúslega að hafa verið of harðorður og hef ég reynt að biðjast afsökunar á því. Ég er þannig gerður að ég tala frekar við fólk en um fólk og set hlutina því frá mér umbúðalaust þegar ég er að tala eða skrifast á við fólk sem ég tel vini, samstarfsfélaga eða liðsfélaga, eins og í þessu máli. Þar sem að Kristján hefur ekki sýnt neinn vilja á að tækla þetta mál utan fjölmiðla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá setur það HSÍ og landsliðið líklega í smá vandræði þar sem að það styttist óðfluga í næsta landsliðsverkefni.“ „Til þess að auðvelda handknattleikssambandinu það verkefni þá hef ég ákveðið að gefa ekki kosta á mér í næsta landsliðsverkefni og hef ég greint landsliðsþjálfurunum frá þeirri ákvörðun minni (að því gefnu að það hefði átt að velja mig í landsliðið á annað borð). Sú ákvörðun er tekinn vegna þess að ég sé ekki fyrir mér að spila með leikmanni sem ekki vill ræða málin og clear-a þessa hluti og finnst ósanngjarnt að setja HSÍ eða þjálfara landsliðsins í þá stöðu að þurfa að velja á milli leikmanna (að því gefnu að þeir hafi hug á því að velja Kristján í landsliðið).“ Björgvin segir einnig að hann sé tilbúinn að taka því opnum örmum að hitta Kristján og ræða málin, en það muni hins vegar ekki hagga ákvörðun hans um að draga sig úr landsliðshópnum. „Ef að svo ólíklega vill til að Kristján sé tilbúinn að ræða málin þá tek ég því samtali auðvitað opnum örmum. Það mun samt ekki hagga ákvörðun minni gagnvart næsta verkefni landsliðsins vegna þess að ég vil að öll athyglin í leikjunum okkar gegn Ísrael og Eistlandi sé á handboltanum, liðið á það skilið,“ segir Björgvin, en færsluna í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07 Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Björgvin skrifaði langa færslu á Facebook-síðu sína fyrr í dag þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Færsla Björgvins kemur í kjölfar þess að Kristján Örn birti skilaboð sem hann fékk send frá markverðinum fyrir viðureign Vals og PAUC í Evrópudeildinni í handbolta. Björgvin birti svo sjálfur skjáskot af skilaboðasendingum þeirra á milli þar sem hann sýnir öll samskiptin þeirra á milli. Í færslunni sem Björgvin birtir í dag þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni um að draga sig úr næsta landsliðsverkefni segir hann að ákvörðunin sé tekin til að auðvelda Handknattleikssambandinu það verkefni að velja á milli tveggja leikmanna. Hann segir einnig að hann sjái ekki fyrir sér að spila með leikmanni sem ekki vill ræða málin utan fjölmiðla. „Þar sem að mál okkar Kristjáns hefur verið sent inn til EHF (af PAUC) þá vil ég loka þessu öllu saman frá mínum bæjardyrum,“ segir Björgvin. „Í fyrsta lagi þá finnst mér gjörsamlega galið að þetta mál hafi farið svona langt og hefði ég kosið að leysa þetta með símtali eða hitting, en það var ekki ósk Kristjáns.“ „Ég tel að það sé ekki góður staður að vera á þegar leikmenn ákveða að brjóta öll lögmál þess að vera liðsmaður og hvað þá landsliðsmaður og birta persónuleg skilaboð sem hugsuð eru til þess að hjálpa liðsfélaga í vanda. Það var í það minnsta tilgangur minn með þessum skilaboðum og svo geta menn haft sínar skoðanir á því öllu saman með því að skoða samskiptin sem hafa farið okkar á milli,“ segir Björgvin og bætir við að hann viðurkenni að hann hafi gengið of hart að Kristjáni í samskiptum sínum við hann. „Ég játa það fúslega að hafa verið of harðorður og hef ég reynt að biðjast afsökunar á því. Ég er þannig gerður að ég tala frekar við fólk en um fólk og set hlutina því frá mér umbúðalaust þegar ég er að tala eða skrifast á við fólk sem ég tel vini, samstarfsfélaga eða liðsfélaga, eins og í þessu máli. Þar sem að Kristján hefur ekki sýnt neinn vilja á að tækla þetta mál utan fjölmiðla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá setur það HSÍ og landsliðið líklega í smá vandræði þar sem að það styttist óðfluga í næsta landsliðsverkefni.“ „Til þess að auðvelda handknattleikssambandinu það verkefni þá hef ég ákveðið að gefa ekki kosta á mér í næsta landsliðsverkefni og hef ég greint landsliðsþjálfurunum frá þeirri ákvörðun minni (að því gefnu að það hefði átt að velja mig í landsliðið á annað borð). Sú ákvörðun er tekinn vegna þess að ég sé ekki fyrir mér að spila með leikmanni sem ekki vill ræða málin og clear-a þessa hluti og finnst ósanngjarnt að setja HSÍ eða þjálfara landsliðsins í þá stöðu að þurfa að velja á milli leikmanna (að því gefnu að þeir hafi hug á því að velja Kristján í landsliðið).“ Björgvin segir einnig að hann sé tilbúinn að taka því opnum örmum að hitta Kristján og ræða málin, en það muni hins vegar ekki hagga ákvörðun hans um að draga sig úr landsliðshópnum. „Ef að svo ólíklega vill til að Kristján sé tilbúinn að ræða málin þá tek ég því samtali auðvitað opnum örmum. Það mun samt ekki hagga ákvörðun minni gagnvart næsta verkefni landsliðsins vegna þess að ég vil að öll athyglin í leikjunum okkar gegn Ísrael og Eistlandi sé á handboltanum, liðið á það skilið,“ segir Björgvin, en færsluna í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.
Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07 Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07
Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26
Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00