Nantes og Wisla Plock gerðu jafntefli í fyrri leik liðanna, 32-32, og niðurstaðan varð aftur jafntefli í síðari leiknum sem fór fram á miðvikudaginn, lokatölur 25-25. Því þurfti að grípa til vítakastkeppni til að skera úr um sigurvegara þar sem Wisla Plock hafði betur og er því á leið í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Íslendingaliði Magdeburg.
Evrópska handknattleikssambandið, EHF, tekur saman bestu tilþrif hverrar umferðar fyrir sig og tvöföld markvarsla Viktors þótti standa upp úr í umferðinni sem leið. Viktor kom þá í veg fyrir að gestirnir næðu tveggja marka forskoti þegar síðari hálfleikur var rétt tæplega hálfnaður.
Vörslur Viktors má sjá í Twitter-færslu EHF hér fyrir neðan.
Best save here? 🧐 #ehfcl
— EHF Champions League (@ehfcl) March 31, 2023
Enjoy the 𝗧𝗢𝗣 𝟱 SAVES | 𝗣𝗹𝗮𝘆-𝗼𝗳𝗳𝘀 2nd 𝗹𝗲𝗴! pic.twitter.com/f8ajxsfzSa