Ríkisstjórnin fresti flestum aðgerðum til næstu ára Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2023 20:00 Fjármálaráðherra og innviðaráðherra hlýða á forsætisráðherra fara yfir helstu áherslur í ný uppfærðri fjármálaáætlun. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstæðingar segja uppfærða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hvorki vinna gegn verðbólgu né bæta heimilum landsins upp miklar vaxtahækkanir að undanförnu. Ríkisstjórnin fresti meira og minna öllum aðhaldsaðgerðum fram á næstu ár. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hóf umræðuna um fjármálaáætlunina á Alþingi í dag. Áætlunin fæli í sér skýr markmið. Bjarni Benediktsson segir ýmislegt hafa verið gert til að fólk geti losað sig úr leiguhúsnæði og keypt sitt eigið.Vísir/Vilhelm „Í fyrsta lagi að styðja við Seðlabankann í því verkefni að tempra verðbólgu. Í öðru lagi að verja árangur síðustu ára við að byggja upp framúrskarandi lífskjör og kaupmátt. Og í þriðja lagi að byggja undir áframhaldandi vöxt samfélagsins til framtíðar,“ sagði Bjarni í upphafi máls. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði fjármálaáætlunina hins vegar engan vanda leysa. „Ég hélt kannski í tíu prósenta verðbólgu. Eftir tólf stýrivaxtahækkanir. Hæstu seðlabankavexti í tólf ár að það kæmi eitthvað afgerandi frá þessari ríkisstjórn,“ sagði Jóhann Páll. Nú lægi það hins vegar fyrir að ríkisstjórnin ætlaði varla að lyfta litla fingri til að taka á verðbólgunni sem væri að bíta á fólki í dag. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina gera lítið til að ná niður verðbólgunni.Vísir/Vilhelm „Öll umfjöllun um tilfærslukerfin í húsnæðismálum er í þátíð hjá hæstvirtum ráðherra. Hann telur bara að þau séu búin að gera svo vel. Að fólkið hafi það svo gott og telur enga þörf á frekari aðgerðum,“ sagði Jóhann Páll. Fjármálaráðherra sagði ýmislegt hafa verið gert til að auðvelda fólki í leiguhúsnæði til að kaupa sitt eigið húsnæði. Meðal annars með nýtingu séreignarsparnaðar og nú síðast einnig tilgreindu séreignarinnar til íbúðarkaupa. „Við erum síðan að horfa upp á þá þróun á leigumarkaði að leiguverð hefur ekki haldið í við verðlag frá 2019. Þannig að það hefur orðið raunlækkun þar. Og ef við horfum til síðustu tólf mánaða hafa laun og leiga hækkað næstum jafn mikið. En að öðru leyti heyrist mér að Samfylkingin sé bara gamla góða Samfylkingin. Hærri skattar, meiri útgjöld. Meiri skatta og stærra ríki,” sagði Bjarni Benediktsson. Í kvöldfréttum var einnig rætt í beinni útsendingu við þingmennina Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur Viðreisn og Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum sem einnig tóku þátt í umræðunni í dag. Viðtalið má sjá í sjónvarpsfréttinni í spilaranum með þessari frétt. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálamarkaðir Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Geggjað aðhaldsprógram dugi ekki til Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vera eins og geggjað aðhaldsprógram sem ekki eigi að hefjast fyrr en á næsta ári. Boðaðar aðgerðir skili engu í baráttunni við verðbólguna í dag. Þingmaður Framsóknarflokksins segir áætlunina hins vegar sýna svart á hvítu að ríkisstjórninni sé alvara í að ná verðbólgunni niður og verja um leið viðkvæmustu hópana. 31. mars 2023 14:36 Segir aðgerðirnar ekki duga Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn verðbólgu ekki duga. Hann segir boðaðar skattahækkanir illa ígrundaðar. Þá lýsir stjórn Félags atvinnurekenda yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. 30. mars 2023 12:29 Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hóf umræðuna um fjármálaáætlunina á Alþingi í dag. Áætlunin fæli í sér skýr markmið. Bjarni Benediktsson segir ýmislegt hafa verið gert til að fólk geti losað sig úr leiguhúsnæði og keypt sitt eigið.Vísir/Vilhelm „Í fyrsta lagi að styðja við Seðlabankann í því verkefni að tempra verðbólgu. Í öðru lagi að verja árangur síðustu ára við að byggja upp framúrskarandi lífskjör og kaupmátt. Og í þriðja lagi að byggja undir áframhaldandi vöxt samfélagsins til framtíðar,“ sagði Bjarni í upphafi máls. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði fjármálaáætlunina hins vegar engan vanda leysa. „Ég hélt kannski í tíu prósenta verðbólgu. Eftir tólf stýrivaxtahækkanir. Hæstu seðlabankavexti í tólf ár að það kæmi eitthvað afgerandi frá þessari ríkisstjórn,“ sagði Jóhann Páll. Nú lægi það hins vegar fyrir að ríkisstjórnin ætlaði varla að lyfta litla fingri til að taka á verðbólgunni sem væri að bíta á fólki í dag. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina gera lítið til að ná niður verðbólgunni.Vísir/Vilhelm „Öll umfjöllun um tilfærslukerfin í húsnæðismálum er í þátíð hjá hæstvirtum ráðherra. Hann telur bara að þau séu búin að gera svo vel. Að fólkið hafi það svo gott og telur enga þörf á frekari aðgerðum,“ sagði Jóhann Páll. Fjármálaráðherra sagði ýmislegt hafa verið gert til að auðvelda fólki í leiguhúsnæði til að kaupa sitt eigið húsnæði. Meðal annars með nýtingu séreignarsparnaðar og nú síðast einnig tilgreindu séreignarinnar til íbúðarkaupa. „Við erum síðan að horfa upp á þá þróun á leigumarkaði að leiguverð hefur ekki haldið í við verðlag frá 2019. Þannig að það hefur orðið raunlækkun þar. Og ef við horfum til síðustu tólf mánaða hafa laun og leiga hækkað næstum jafn mikið. En að öðru leyti heyrist mér að Samfylkingin sé bara gamla góða Samfylkingin. Hærri skattar, meiri útgjöld. Meiri skatta og stærra ríki,” sagði Bjarni Benediktsson. Í kvöldfréttum var einnig rætt í beinni útsendingu við þingmennina Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur Viðreisn og Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum sem einnig tóku þátt í umræðunni í dag. Viðtalið má sjá í sjónvarpsfréttinni í spilaranum með þessari frétt.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálamarkaðir Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Geggjað aðhaldsprógram dugi ekki til Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vera eins og geggjað aðhaldsprógram sem ekki eigi að hefjast fyrr en á næsta ári. Boðaðar aðgerðir skili engu í baráttunni við verðbólguna í dag. Þingmaður Framsóknarflokksins segir áætlunina hins vegar sýna svart á hvítu að ríkisstjórninni sé alvara í að ná verðbólgunni niður og verja um leið viðkvæmustu hópana. 31. mars 2023 14:36 Segir aðgerðirnar ekki duga Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn verðbólgu ekki duga. Hann segir boðaðar skattahækkanir illa ígrundaðar. Þá lýsir stjórn Félags atvinnurekenda yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. 30. mars 2023 12:29 Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Geggjað aðhaldsprógram dugi ekki til Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vera eins og geggjað aðhaldsprógram sem ekki eigi að hefjast fyrr en á næsta ári. Boðaðar aðgerðir skili engu í baráttunni við verðbólguna í dag. Þingmaður Framsóknarflokksins segir áætlunina hins vegar sýna svart á hvítu að ríkisstjórninni sé alvara í að ná verðbólgunni niður og verja um leið viðkvæmustu hópana. 31. mars 2023 14:36
Segir aðgerðirnar ekki duga Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn verðbólgu ekki duga. Hann segir boðaðar skattahækkanir illa ígrundaðar. Þá lýsir stjórn Félags atvinnurekenda yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. 30. mars 2023 12:29
Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30