Ný verslun Góða hirðisins opnar loksins á morgun Fanndís Birna Logadóttir skrifar 31. mars 2023 13:08 Allt var að verða tilbúið þegar fréttastofa kíkti við fyrr í mánuðinum. Vísir/Einar Ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opnar við Köllunarklettsveg í húsnæði gömlu Kassagerðarinnar á morgun. Verslunum á Hverfisgötu og í Fellsmúla var lokað fyrr á árinu en flutningar höfðu tafist um nokkuð skeið. Húsnæðið er tvöfalt stærra en fyrri verslun og stefnt er á að koma fleiri hlutum aftur í hringrásarkerfið. Tilkynnt var um flutningana í febrúar 2022 en þá var stefnt á flutninga í janúar 2023. Vegna framkvæmda í gömlu Kassagerðinni dróst það aðeins en versluninni á Hverfisgötu var lokað þann 31. janúar og versluninni í Fellsmúla var lokað 20. febrúar. Nú liggur fyrir að nýja verslunin muni opna á morgun, fyrsta apríl, klukkan ellefu en tekið er fram í tilkynningu að þetta sé ekki aprílgabb. Nýja verslunin er tvöfalt stærri en eldri verslun Góða hirðisins. Fréttastofa kíkti í heimsókn fyrr í mánuðinum þar sem undirbúningur var í fullum gangi en fréttina má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Tekið er fram í tilkynningu að húsnæðið sé allt mun hentugra fyrir bæði viðskiptavini og starfsfólk en með stærri verslun er stefnt að því að koma fleiri vörum aftur inn í hringrásina en mögulegt var í minna húsnæði. „Góði hirðirinn er flaggskip í hringrásarhagkerfinu á Íslandi þar sem notaðar vörur, sem safnað er á endurvinnslustöðvum SORPU, eru seldar nýjum notendum. Með þessu þarf ekki að framleiða nýjar vörur heldur nota áfram þær gömlu, með tilheyrandi ávinningi fyrir loftslagið og jörðina,“ segir í tilkynningunni. Skrifstofur Sorpu flytjast einnig í húsnæðið og er stefnt á að aðeins fyrirtæki með græna stefnu verði á svæðinu. Verslun Sorpa Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Styttist óðum í að ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opni Æstir aðdáendur Góða hirðisins geta fagnað því að ný verslun opnar innan skamms í gömlu Kassagerðinni. Undirbúningur er í fullum gangi en þegar eru um hundrað tonn af vörum í búðinni og bætist stöðugt við. Vöruúrval verður aukið og sérstakt rými frátekið til að hjálpa fólki að endurnýta og laga. Verkefnastjóri segir þetta tímamót í sögu Góða hirðisins og endurnotkun á Íslandi. 13. mars 2023 22:00 Loka verslunum Góða hirðisins og hefja flutning í nýtt húsnæði Verslanir Góða hirðisins á Hverfisgötu og Fellsmúla munu sameinast í nýju húsnæði á Köllunarklettsvegi á næstunni. Verslunin á Hverfisgötu mun loka þann 31. janúar og verslunin í Fellsmúla lokar þann 20. febrúar. Þá mun netverslunin loka alfarið. 19. janúar 2023 14:21 Góði hirðirinn flytur í Kassagerðina Góði hirðirinn mun flytja úr Fellsmúla og í gömlu Kassagerðina við Köllunarklettsveg 1 í Reykjavík. Stefnt er að flutningum þann 1. janúar á næsta ári. 24. febrúar 2022 08:26 Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Tilkynnt var um flutningana í febrúar 2022 en þá var stefnt á flutninga í janúar 2023. Vegna framkvæmda í gömlu Kassagerðinni dróst það aðeins en versluninni á Hverfisgötu var lokað þann 31. janúar og versluninni í Fellsmúla var lokað 20. febrúar. Nú liggur fyrir að nýja verslunin muni opna á morgun, fyrsta apríl, klukkan ellefu en tekið er fram í tilkynningu að þetta sé ekki aprílgabb. Nýja verslunin er tvöfalt stærri en eldri verslun Góða hirðisins. Fréttastofa kíkti í heimsókn fyrr í mánuðinum þar sem undirbúningur var í fullum gangi en fréttina má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Tekið er fram í tilkynningu að húsnæðið sé allt mun hentugra fyrir bæði viðskiptavini og starfsfólk en með stærri verslun er stefnt að því að koma fleiri vörum aftur inn í hringrásina en mögulegt var í minna húsnæði. „Góði hirðirinn er flaggskip í hringrásarhagkerfinu á Íslandi þar sem notaðar vörur, sem safnað er á endurvinnslustöðvum SORPU, eru seldar nýjum notendum. Með þessu þarf ekki að framleiða nýjar vörur heldur nota áfram þær gömlu, með tilheyrandi ávinningi fyrir loftslagið og jörðina,“ segir í tilkynningunni. Skrifstofur Sorpu flytjast einnig í húsnæðið og er stefnt á að aðeins fyrirtæki með græna stefnu verði á svæðinu.
Verslun Sorpa Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Styttist óðum í að ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opni Æstir aðdáendur Góða hirðisins geta fagnað því að ný verslun opnar innan skamms í gömlu Kassagerðinni. Undirbúningur er í fullum gangi en þegar eru um hundrað tonn af vörum í búðinni og bætist stöðugt við. Vöruúrval verður aukið og sérstakt rými frátekið til að hjálpa fólki að endurnýta og laga. Verkefnastjóri segir þetta tímamót í sögu Góða hirðisins og endurnotkun á Íslandi. 13. mars 2023 22:00 Loka verslunum Góða hirðisins og hefja flutning í nýtt húsnæði Verslanir Góða hirðisins á Hverfisgötu og Fellsmúla munu sameinast í nýju húsnæði á Köllunarklettsvegi á næstunni. Verslunin á Hverfisgötu mun loka þann 31. janúar og verslunin í Fellsmúla lokar þann 20. febrúar. Þá mun netverslunin loka alfarið. 19. janúar 2023 14:21 Góði hirðirinn flytur í Kassagerðina Góði hirðirinn mun flytja úr Fellsmúla og í gömlu Kassagerðina við Köllunarklettsveg 1 í Reykjavík. Stefnt er að flutningum þann 1. janúar á næsta ári. 24. febrúar 2022 08:26 Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Styttist óðum í að ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opni Æstir aðdáendur Góða hirðisins geta fagnað því að ný verslun opnar innan skamms í gömlu Kassagerðinni. Undirbúningur er í fullum gangi en þegar eru um hundrað tonn af vörum í búðinni og bætist stöðugt við. Vöruúrval verður aukið og sérstakt rými frátekið til að hjálpa fólki að endurnýta og laga. Verkefnastjóri segir þetta tímamót í sögu Góða hirðisins og endurnotkun á Íslandi. 13. mars 2023 22:00
Loka verslunum Góða hirðisins og hefja flutning í nýtt húsnæði Verslanir Góða hirðisins á Hverfisgötu og Fellsmúla munu sameinast í nýju húsnæði á Köllunarklettsvegi á næstunni. Verslunin á Hverfisgötu mun loka þann 31. janúar og verslunin í Fellsmúla lokar þann 20. febrúar. Þá mun netverslunin loka alfarið. 19. janúar 2023 14:21
Góði hirðirinn flytur í Kassagerðina Góði hirðirinn mun flytja úr Fellsmúla og í gömlu Kassagerðina við Köllunarklettsveg 1 í Reykjavík. Stefnt er að flutningum þann 1. janúar á næsta ári. 24. febrúar 2022 08:26