Dómur féll Gwyneth Paltrow í vil: Fær einn dollara í bætur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. mars 2023 22:53 Gwyneth Paltrow í dómsal í Utah. AP/Jeff Swinger Kviðdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow beri ekki ábyrgð vegna atviks þar sem hinn 76 ára Terry Sanderson braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016. Er það mat kviðdómsins að Sanderson beri alfarið ábyrgð á slysinu. Dómurinn var kveðinn upp nú fyrir stundu og samkvæmt frétt BBC kinkaði Paltrow kolli þegar dómurinn var lesinn upp og leit út fyrir að vera „ánægð.“ Paltrow fær einn dollara í miskabætur. Paltrow hafði áður sagt að hún hefði farið fram á einn dollara í bætur, auk málskostnaðar, þar sem að henni hafi þótt það „táknræn“ upphæð. Sanderson krafðist þess að fá jafnvirði fjörutíu milljóna króna í skaðabætur frá Paltrow. Paltrow var leyft að yfirgefa réttarsalinn á undan öðrum. Samkvæmt lögfræðingi hennar mun hún ekki tjá sig opinberlega um niðurstöðuna en hann hyggst ræða við fréttamenn fyrir utan dómsalinn fyrir hennar hönd. Sagði Sanderson hafa klesst á sig Réttarhöldin hófust þann 21. mars síðastliðinn. Hinn 76 ára Terry Sanderson, sem er læknir á eftirlaunum og býr í Utah, vildi meina að Paltrow hefði skíðað með mjög óábyrgum hætti sem varð til þess að hún rakst á hann í skíðabrekku í Dear Valley Resort í Park City. Í stefnunni segir að kvikmyndastjarnan hafi klesst harkalega á hann með þeim afleiðingum að hann hafi dottið um koll. Sanderson segist meðal annars hafa hlotið höfuðáverka, auk þess að fjögur rifbein brotnuðu í líkama hans. Í stefnunni segir ennfremur að Paltrow hafi staðið strax upp eftir áreksturinn og haldið förinni áfram niður brekkuna, án þess að kanna hvort að í lagi væri með Sanderson. Paltrow var þó ekki sammála Sanderson og vildi meina að það hafi verið Sanderson sem hafi klesst á sig. Þá sagði hún Sanderson hefði ýkt meiðsli sín og væri með stefnunni að reyna notfæra sér frægð hennar og ríkidæmi. Lögmenn Sanderson fengu læknasérfræðinga, einkalækni hans, skíðafélaga og dóttur hans til að bera vitni. Dóttir hans sagði hann hafa sýnt breytta hegðun eftir áreksturinn. Lögmenn Paltrow spurðu dóttur Sanderson meðal annars út í ummæli hans um það að hann væri sjálfur frægur eftir að skollið saman við Paltrow. Hún var einnig spurð út í tölvupóst þar sem talað er um upptöku á Go Pro myndavél sem aldrei hefur fundist. Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Paltrow fyrir dóm vegna árekstursins í skíðabrekkunni 2016 Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow þarf að mæta í dómsal síðar í dag vegna máls sem 76 ára maður höfðaði gegn henni sökum áreksturs í skíðabrekku í Utah árið 2016. 21. mars 2023 11:03 Segir málaferli gegn Paltrow vera „kjaftæði“ Lögmaður Gwyneth Paltrow, lýsti í vikunni dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn leik- og athafnakonunni sem „kjaftæði“. Réttarhöldin í máli manns sem sakað hefur Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 hófust á þriðjudaginn. 23. mars 2023 11:06 Paltrow ber vitni í dag Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson, sem höfðað hefur mál gegn henni vegna atviks þar sem hann braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 munu líklega bæði bera vitni í dag. Réttarhöldin í þessu máli hófust í vikunni en Sanderson sakar Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum svo hann hafi brotið rifbein og hlotið heilaskaða. 24. mars 2023 11:58 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp nú fyrir stundu og samkvæmt frétt BBC kinkaði Paltrow kolli þegar dómurinn var lesinn upp og leit út fyrir að vera „ánægð.“ Paltrow fær einn dollara í miskabætur. Paltrow hafði áður sagt að hún hefði farið fram á einn dollara í bætur, auk málskostnaðar, þar sem að henni hafi þótt það „táknræn“ upphæð. Sanderson krafðist þess að fá jafnvirði fjörutíu milljóna króna í skaðabætur frá Paltrow. Paltrow var leyft að yfirgefa réttarsalinn á undan öðrum. Samkvæmt lögfræðingi hennar mun hún ekki tjá sig opinberlega um niðurstöðuna en hann hyggst ræða við fréttamenn fyrir utan dómsalinn fyrir hennar hönd. Sagði Sanderson hafa klesst á sig Réttarhöldin hófust þann 21. mars síðastliðinn. Hinn 76 ára Terry Sanderson, sem er læknir á eftirlaunum og býr í Utah, vildi meina að Paltrow hefði skíðað með mjög óábyrgum hætti sem varð til þess að hún rakst á hann í skíðabrekku í Dear Valley Resort í Park City. Í stefnunni segir að kvikmyndastjarnan hafi klesst harkalega á hann með þeim afleiðingum að hann hafi dottið um koll. Sanderson segist meðal annars hafa hlotið höfuðáverka, auk þess að fjögur rifbein brotnuðu í líkama hans. Í stefnunni segir ennfremur að Paltrow hafi staðið strax upp eftir áreksturinn og haldið förinni áfram niður brekkuna, án þess að kanna hvort að í lagi væri með Sanderson. Paltrow var þó ekki sammála Sanderson og vildi meina að það hafi verið Sanderson sem hafi klesst á sig. Þá sagði hún Sanderson hefði ýkt meiðsli sín og væri með stefnunni að reyna notfæra sér frægð hennar og ríkidæmi. Lögmenn Sanderson fengu læknasérfræðinga, einkalækni hans, skíðafélaga og dóttur hans til að bera vitni. Dóttir hans sagði hann hafa sýnt breytta hegðun eftir áreksturinn. Lögmenn Paltrow spurðu dóttur Sanderson meðal annars út í ummæli hans um það að hann væri sjálfur frægur eftir að skollið saman við Paltrow. Hún var einnig spurð út í tölvupóst þar sem talað er um upptöku á Go Pro myndavél sem aldrei hefur fundist.
Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Paltrow fyrir dóm vegna árekstursins í skíðabrekkunni 2016 Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow þarf að mæta í dómsal síðar í dag vegna máls sem 76 ára maður höfðaði gegn henni sökum áreksturs í skíðabrekku í Utah árið 2016. 21. mars 2023 11:03 Segir málaferli gegn Paltrow vera „kjaftæði“ Lögmaður Gwyneth Paltrow, lýsti í vikunni dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn leik- og athafnakonunni sem „kjaftæði“. Réttarhöldin í máli manns sem sakað hefur Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 hófust á þriðjudaginn. 23. mars 2023 11:06 Paltrow ber vitni í dag Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson, sem höfðað hefur mál gegn henni vegna atviks þar sem hann braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 munu líklega bæði bera vitni í dag. Réttarhöldin í þessu máli hófust í vikunni en Sanderson sakar Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum svo hann hafi brotið rifbein og hlotið heilaskaða. 24. mars 2023 11:58 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Paltrow fyrir dóm vegna árekstursins í skíðabrekkunni 2016 Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow þarf að mæta í dómsal síðar í dag vegna máls sem 76 ára maður höfðaði gegn henni sökum áreksturs í skíðabrekku í Utah árið 2016. 21. mars 2023 11:03
Segir málaferli gegn Paltrow vera „kjaftæði“ Lögmaður Gwyneth Paltrow, lýsti í vikunni dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn leik- og athafnakonunni sem „kjaftæði“. Réttarhöldin í máli manns sem sakað hefur Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 hófust á þriðjudaginn. 23. mars 2023 11:06
Paltrow ber vitni í dag Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson, sem höfðað hefur mál gegn henni vegna atviks þar sem hann braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 munu líklega bæði bera vitni í dag. Réttarhöldin í þessu máli hófust í vikunni en Sanderson sakar Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum svo hann hafi brotið rifbein og hlotið heilaskaða. 24. mars 2023 11:58