Guðbjörg tekur við sem formaður KKÍ eftir að Hannes sagði af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 10:10 Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir afhendir Kára Jónssyni verðlaun sem besti leikmaður lokaúrslitanna í fyrra. Vísir/Bára Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, hefur sagt af sér sem formaður KKÍ. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KKÍ. Þessi ákvörðun Hannesar, sem hefur verið formaður í sautján ár, kemur í kjölfarið af því að á 55. körfuknattleiksþingi KKÍ þann 25. mars síðastliðinn var samþykkt breyting á lögum um skipulag stjórnar KKÍ og aðskilnað starfa formanns og framkvæmdastjóra sambandsins. Í breyttum lögum er tilgreint að stjórn KKÍ skuli ráða framkvæmdastjóra en jafnframt að framkvæmdastjóri megi ekki sitja í stjórn sambandsins. Þetta kallaði á viðbrögð og það stóð ekki á þeim. Hannes sagði af sér á fyrsta fundi nýrrar stjórnar sambandsins sem þýðir að varaformaður stjórnar, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, tekur við sem formaður sambandsins og mun hún gegna því hlutverki fram að næsta ársþingi KKÍ vorið 2025. Guðbjörg er fyrsta konan í næstum því fjörutíu ár til að vera formaður KKÍ eða síðan að Þórdís Anna Kristjánsdóttir gegndi formennsku veturinn 1983-84. Ný stjórn samþykkti samhliða þessu að fela nýjum formanni að staðfesta áframhaldandi ráðningarsamning við Hannes S. Jónsson sem framkvæmdastjóra sambandsins. Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir formaður Birna Lárusdóttir 1. varaformaður Lárus Blöndal 2. varaformaður Guðrún Kristmundsdóttir gjaldkeri Ágúst Angantýsson meðstjórnandi Einar Hannesson meðstjórnandi Heiðrún Kristmundsdóttir meðstjórnandi Herbert Arnarson meðstjórnandi Jón Bender meðstjórnandi Það má lesa fréttatilkynninguna hér. Ný stjórn KKÍ ásamt nýjum formanni Guðbjörgu Norðfjörð Elíasdóttur og framkvæmdastjóranum Hannesi S. Jónssyni. Stjórnarfólkið er Birna Lárusdóttir, Lárus Blöndal, Guðrún Kristmundsdóttir, Ágúst Angantýsson, Einar Hannesson, Herbert Arnarson og Jón Bender. Það vantar Heiðrúnu Kristmundsdóttur á myndina.KKÍ Körfubolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Þessi ákvörðun Hannesar, sem hefur verið formaður í sautján ár, kemur í kjölfarið af því að á 55. körfuknattleiksþingi KKÍ þann 25. mars síðastliðinn var samþykkt breyting á lögum um skipulag stjórnar KKÍ og aðskilnað starfa formanns og framkvæmdastjóra sambandsins. Í breyttum lögum er tilgreint að stjórn KKÍ skuli ráða framkvæmdastjóra en jafnframt að framkvæmdastjóri megi ekki sitja í stjórn sambandsins. Þetta kallaði á viðbrögð og það stóð ekki á þeim. Hannes sagði af sér á fyrsta fundi nýrrar stjórnar sambandsins sem þýðir að varaformaður stjórnar, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, tekur við sem formaður sambandsins og mun hún gegna því hlutverki fram að næsta ársþingi KKÍ vorið 2025. Guðbjörg er fyrsta konan í næstum því fjörutíu ár til að vera formaður KKÍ eða síðan að Þórdís Anna Kristjánsdóttir gegndi formennsku veturinn 1983-84. Ný stjórn samþykkti samhliða þessu að fela nýjum formanni að staðfesta áframhaldandi ráðningarsamning við Hannes S. Jónsson sem framkvæmdastjóra sambandsins. Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir formaður Birna Lárusdóttir 1. varaformaður Lárus Blöndal 2. varaformaður Guðrún Kristmundsdóttir gjaldkeri Ágúst Angantýsson meðstjórnandi Einar Hannesson meðstjórnandi Heiðrún Kristmundsdóttir meðstjórnandi Herbert Arnarson meðstjórnandi Jón Bender meðstjórnandi Það má lesa fréttatilkynninguna hér. Ný stjórn KKÍ ásamt nýjum formanni Guðbjörgu Norðfjörð Elíasdóttur og framkvæmdastjóranum Hannesi S. Jónssyni. Stjórnarfólkið er Birna Lárusdóttir, Lárus Blöndal, Guðrún Kristmundsdóttir, Ágúst Angantýsson, Einar Hannesson, Herbert Arnarson og Jón Bender. Það vantar Heiðrúnu Kristmundsdóttur á myndina.KKÍ
Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir formaður Birna Lárusdóttir 1. varaformaður Lárus Blöndal 2. varaformaður Guðrún Kristmundsdóttir gjaldkeri Ágúst Angantýsson meðstjórnandi Einar Hannesson meðstjórnandi Heiðrún Kristmundsdóttir meðstjórnandi Herbert Arnarson meðstjórnandi Jón Bender meðstjórnandi
Körfubolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira