D-Wade, Dirk, Pau, Parker, Pop og Becky Hammon eru á listanum og þetta er því væn viðbót við Heiðurshöllina.
Dirk Nowitzki er sjötti stigahæsti leikmaður NBA í sögunni, var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar 2008 og varð NBA-meistari með Dallas Mavericks árið 2011.
Dwyane Wade vann þrjá NBA-titla með Miami Heat og var kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna 2006.
Spánverjinn Pau Gasol vann tvo meistaratitla með Los Angeles Lakers og var í hópi bestu miðherja deildarinnar í langan tíma.
Gregg Popovich hefur unnið fleiri leiki í NBA en allir aðrir þjálfarar og gerði San Antonio Spurs fimm sinnum að NBA-meisturum.
Frakkinn Tony Parker varð fjórum sinnum NBA-meistari með San Antonio Spurs og var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna 2007.
Becky Hammon var goðsögn sem leikmaður Í WNBA-deildinni og er nýbúin að gera Las Vegas Aces að WNBA-meisturum á hennar fyrsta tímabili með liðið.