Skipta söfn máli? Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 28. mars 2023 07:01 Undanfarna mánuði hefur verið mikil umræða um safnamál á Íslandi og víða finnur safnafólk fyrir ákveðnu stefnuleysi. Mörgum í þeim hópi finnst að dálítið vanti upp á sóknarhug og yfirsýn og að ráðafólk sjái ekki nógu vel þann samfélagslega ávinning, tækifæri og möguleika sem í safnastarfinu felst. Ekki sé nægur skilningur á mikilvægi og gildi safna fyrir samfélagið. Bara á þessu ári höfum við fengið ýmsar fréttir af söfnum sem hafa staðið frammi fyrir því að missa húsnæði sitt og óvissa verið uppi um framtíð þeirra. Eins hafa fréttir greint frá söfnum sem hafa ekki nægilegt fjármagn til að sinna hlutverkum sínum og skyldum og svo virðist sem Borgarskjalasafn verði lagt niður nánast fyrirvaralaust. Þetta eru erfiðar fréttir, enda er hlutverk safna mikilvægt og víðtækt. Í safnaflórunni á Íslandi má finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin, en miðlunin er sýnilegi hluti starfsins. Fyrir mér er enginn vafi á því að söfn skipta gífurlega miklu máli. Söfn geyma söguna Söfn safna, skrá og varðveita muni og list, ljósmyndir, sögur og minningar. Þau geyma mikilvægar upplýsingar fyrir framtíðina og fræða okkur um fortíðina. Á söfnum er að finna fallega hversdagslega muni sem veita okkur innsýn inn í líf fólks hér á landi á öldum áður, þar má finna atvinnusöguna, ótrúlegt handverk, stórfengleg listaverk og fjölbreytileika dýra- og plönturíkisins svo dæmi séu nefnd. Á söfnum má líka finna samhengi og sögur af fólki og safngripum, allskonar fróðleik um mannlegu hliðina, hvernig hlutirnir voru notaðir, hvað veitti listafólki innblástur og hvernig plöntur voru nýttar. Allt eru þetta upplýsingar sem hjálpa okkur að skilja samfélagið fyrr á tímum. En söfn fjalla alls ekki bara um fortíðina. Þau segja einnig frá samtíma sínum, þau safna því sem er mikilvægt í dag og varðveita fyrir komandi kynslóðir. Þau eru líka kort að framtíðinni, því það er nauðsynlegt þekkja fortíðina til að skilja hvernig við komumst á þann stað sem við erum á núna og hvernig og hvert við ættum að halda næst. Söfn eiga í samtali Söfn eru mörg hver mikilvægir og virkir þátttakendur í sínu samfélagi. Þau eiga í virku samtali við samfélagið í sínu nærumhverfi, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum, taka á móti skólahópum sem heimsækja þau, útbúa fræðsluefni, aðstoða fræðafólk og eiga í virku samstarfi við félög af ýmsu tagi. Söfn hafa mikla möguleika á að fjalla um mikilvæg mál og miðla á fjölbreyttan hátt til ólíkra hópa. Þau geta dregið fram ný sjónarhorn, beint sjónum að hópum sem áður voru ósýnlegir. Söfn geta líka fengið okkur til að spyrja mikilvægra spurninga. Söfn fjalla um margvísleg málefni í samtímanum, svo sem umhverfismál, fólksflutninga og jafnrétti svo dæmi séu nefnd. Söfn miðla og fræða, vekja okkur til umhugsunar og hvetja til samtals. Söfn eru aðdráttarafl Samkvæmt rannsókn Ferðamálastofu eru söfn þriðja vinsælasta afþreying ferðafólks sem heimsækir Ísland, á eftir náttúrulaugum og spa-ferðum. Það er því ljóst að söfn eru mikilvægt aðdráttarafl þegar Ísland er heimsótt. Söfn hafa líka aðdráttarafl fyrir Íslendinga og heimafólk á hverju svæði, fólk sem heimsækir þau til að gera sér glaðan dag, skoða sýningar, taka þátt í viðburðum, hitta annað fólk, fræðast og skemmta sér. Skipta þau máli? Spurningunni sem er varpað hér fram í upphafi: Skipta söfn máli? er auðsvarað finnst mér og þau dæmi sem eru nefnd hér fyrir ofan eru aðeins hluti af svarinu hvers vegna söfn skipta máli. Þrátt fyrir þetta er ljóst, samkvæmt nýrri könnun FÍSOS (Félags íslenskra safna og safnmanna), að mörg söfn á Íslandi hafa ekki nægilegt fjármagn til að vaxa og dafna eða sinna skyldum sínum, hvað þá allri þeirri uppbyggingu og starfsemi sem starfsfólki þeirra dreymir um að sinna. Þá ríkir líka misskilningur hjá fólki um að hlutverk safna sé fyrst og fremst að auka sértekjur sínar og að árangur af starfsemi þeirra sé hægt að mæla í heimsóknartölum og tekjum af rekstri. Söfn sem hafa hlotið viðurkenningu safnaráðs á Íslandi eru ekki hagnaðardrifnar stofnanir, um það er meira að segja kveðið á um í lögum. Hlutverk þeirra er miklu stærra og flóknara og gildi þeirra svo miklu meira. Það er afskaplega bagalegt að sjá, heyra og skynja hversu margt forsvarsfólk safna upplifir skilningsleysi ráðafólks, bæði á landsvísu og í sveitarstjórnum víða um land. Þetta er eitthvað sem þarf að laga. Söfnin skipta nefnilega máli, ótrúlega miklu máli. Höfundur er verkefnisstjóri FÍSOS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur verið mikil umræða um safnamál á Íslandi og víða finnur safnafólk fyrir ákveðnu stefnuleysi. Mörgum í þeim hópi finnst að dálítið vanti upp á sóknarhug og yfirsýn og að ráðafólk sjái ekki nógu vel þann samfélagslega ávinning, tækifæri og möguleika sem í safnastarfinu felst. Ekki sé nægur skilningur á mikilvægi og gildi safna fyrir samfélagið. Bara á þessu ári höfum við fengið ýmsar fréttir af söfnum sem hafa staðið frammi fyrir því að missa húsnæði sitt og óvissa verið uppi um framtíð þeirra. Eins hafa fréttir greint frá söfnum sem hafa ekki nægilegt fjármagn til að sinna hlutverkum sínum og skyldum og svo virðist sem Borgarskjalasafn verði lagt niður nánast fyrirvaralaust. Þetta eru erfiðar fréttir, enda er hlutverk safna mikilvægt og víðtækt. Í safnaflórunni á Íslandi má finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin, en miðlunin er sýnilegi hluti starfsins. Fyrir mér er enginn vafi á því að söfn skipta gífurlega miklu máli. Söfn geyma söguna Söfn safna, skrá og varðveita muni og list, ljósmyndir, sögur og minningar. Þau geyma mikilvægar upplýsingar fyrir framtíðina og fræða okkur um fortíðina. Á söfnum er að finna fallega hversdagslega muni sem veita okkur innsýn inn í líf fólks hér á landi á öldum áður, þar má finna atvinnusöguna, ótrúlegt handverk, stórfengleg listaverk og fjölbreytileika dýra- og plönturíkisins svo dæmi séu nefnd. Á söfnum má líka finna samhengi og sögur af fólki og safngripum, allskonar fróðleik um mannlegu hliðina, hvernig hlutirnir voru notaðir, hvað veitti listafólki innblástur og hvernig plöntur voru nýttar. Allt eru þetta upplýsingar sem hjálpa okkur að skilja samfélagið fyrr á tímum. En söfn fjalla alls ekki bara um fortíðina. Þau segja einnig frá samtíma sínum, þau safna því sem er mikilvægt í dag og varðveita fyrir komandi kynslóðir. Þau eru líka kort að framtíðinni, því það er nauðsynlegt þekkja fortíðina til að skilja hvernig við komumst á þann stað sem við erum á núna og hvernig og hvert við ættum að halda næst. Söfn eiga í samtali Söfn eru mörg hver mikilvægir og virkir þátttakendur í sínu samfélagi. Þau eiga í virku samtali við samfélagið í sínu nærumhverfi, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum, taka á móti skólahópum sem heimsækja þau, útbúa fræðsluefni, aðstoða fræðafólk og eiga í virku samstarfi við félög af ýmsu tagi. Söfn hafa mikla möguleika á að fjalla um mikilvæg mál og miðla á fjölbreyttan hátt til ólíkra hópa. Þau geta dregið fram ný sjónarhorn, beint sjónum að hópum sem áður voru ósýnlegir. Söfn geta líka fengið okkur til að spyrja mikilvægra spurninga. Söfn fjalla um margvísleg málefni í samtímanum, svo sem umhverfismál, fólksflutninga og jafnrétti svo dæmi séu nefnd. Söfn miðla og fræða, vekja okkur til umhugsunar og hvetja til samtals. Söfn eru aðdráttarafl Samkvæmt rannsókn Ferðamálastofu eru söfn þriðja vinsælasta afþreying ferðafólks sem heimsækir Ísland, á eftir náttúrulaugum og spa-ferðum. Það er því ljóst að söfn eru mikilvægt aðdráttarafl þegar Ísland er heimsótt. Söfn hafa líka aðdráttarafl fyrir Íslendinga og heimafólk á hverju svæði, fólk sem heimsækir þau til að gera sér glaðan dag, skoða sýningar, taka þátt í viðburðum, hitta annað fólk, fræðast og skemmta sér. Skipta þau máli? Spurningunni sem er varpað hér fram í upphafi: Skipta söfn máli? er auðsvarað finnst mér og þau dæmi sem eru nefnd hér fyrir ofan eru aðeins hluti af svarinu hvers vegna söfn skipta máli. Þrátt fyrir þetta er ljóst, samkvæmt nýrri könnun FÍSOS (Félags íslenskra safna og safnmanna), að mörg söfn á Íslandi hafa ekki nægilegt fjármagn til að vaxa og dafna eða sinna skyldum sínum, hvað þá allri þeirri uppbyggingu og starfsemi sem starfsfólki þeirra dreymir um að sinna. Þá ríkir líka misskilningur hjá fólki um að hlutverk safna sé fyrst og fremst að auka sértekjur sínar og að árangur af starfsemi þeirra sé hægt að mæla í heimsóknartölum og tekjum af rekstri. Söfn sem hafa hlotið viðurkenningu safnaráðs á Íslandi eru ekki hagnaðardrifnar stofnanir, um það er meira að segja kveðið á um í lögum. Hlutverk þeirra er miklu stærra og flóknara og gildi þeirra svo miklu meira. Það er afskaplega bagalegt að sjá, heyra og skynja hversu margt forsvarsfólk safna upplifir skilningsleysi ráðafólks, bæði á landsvísu og í sveitarstjórnum víða um land. Þetta er eitthvað sem þarf að laga. Söfnin skipta nefnilega máli, ótrúlega miklu máli. Höfundur er verkefnisstjóri FÍSOS.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun