Rannsóknir þingmanna um rafbyssur stönguðust hver á við aðra Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2023 16:30 Taser 7 er meðal nýrri vopna Axon og er meðal annars notað af lögreglunni á Bretlandseyjum. Þingmaður Pírata segir rannsóknir sýna að rafbyssur auki ekki öryggi. Valdbeiting gegn almennum borgurum hafi hins vegar aukist. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa séð rannsóknir af öndverðum meiði. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddu nýja reglugerð dómsmálaráðherra, sem heimilar lögreglunni að beita rafbyssum, á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kollegarnir voru að vonum ósammála um málið. Viðbót við kylfur og gas Björn Leví spyr í upphafi hvaða hlutverki forsætisráðherra hafi eiginlega að gegna, ef skoðanir ráðherrans skipti engu máli. Hann vísar í þá staðreynd að dómsmálaráðherra hafi ekki borið reglugerðina undir ríkisstjórn. Það hefði forsætisráðherra viljað og umboðsmaður Alþingis sagði dómsmálaráðherra hafa brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum með háttseminni. Sjá einnig: Forsætisráðherra ítrekar ágreining við dómsmálaráðherra um rafbyssur „Þetta er búið að liggja lengi fyrir, að þessi ráðherra væri með þetta til skoðunar. Og þegar ekki er búið að flagga því við að hann, að þetta þurfi að ræða í ríkisstjórn og eins og hefur komið inn á þá er heimild ekki bara fyrir ráðherra heldur er heimild í reglunum fyrir ríkislögreglustjóra að taka vissar ákvarðanir, þetta er svolítið útvíkkun á því. En ég skil bæði sjónarmið. Lögreglumennirnir sem eru að vinna með þetta átta sig á því að þetta er ekki stór breyting út af því að þetta er bara eitt tól í viðbót við hliðina á gasinu og kylfunni,“ segir Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur segir að lögreglan vilji alls ekki vera vopnuð, það vilji enginn. Mæta þurfi aukinni hörku í undirheimum og rannsóknir sýni að rafbyssur séu góð lausn. Björn Leví segir að rafbyssur séu alls ekkert millistig á milli kylfu og skotvopna. „Þetta er í raun og veru úrræði sem er beitt fyrr af því það er talið um að beita fjarlægð. Þetta er ekki tæki sem er millistig milli þess sem núna og skotvopna og þess sem hefur verið talað um. Hann segir að rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Bretlandi, Noregi og Svíþjóð hafi sýnt að notkunin hafi ekki aukið öryggi. Þeir félagar eru alls ekki alltaf sammála. Björn Leví Gunnarsson alþingismaður Pírata til vinstri og Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins til hægri.Vísir „Fjöldi slysa breyttist sama og ekki neitt“ „Öryggistilfinning lögreglumanna jókst en fjöldi slysa breyttist sama og ekki neitt. Það eru síðan hins vegar rannsóknir sem sýna að valdbeiting aukist. Þannig að fólk verður fyrir meiri valdbeitingu af hendi lögreglunnar. Það er tvímælalaust eitthvað sem við þurfum að huga að því þegar lögreglan ákveður að beita valdi – meira heldur en áður var gert – það er augljóslega alvarlegt.“ Vilhjálmur segist hafa séð rannsóknir sem sýni að rafbyssur, eða heimild til notkunar þeirra, hafi hins vegar dregið verulega úr slysum. Hann viðurkennir að tækinu sjálfu fylgi ákveðin „valdógn“ en hann telur að það komi einmitt í veg fyrir möguleg átök vegna varnaðaráhrifa. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Sprengisandur Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir notkun rafbyssa Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir undirbúning hafin fyrir notkun lögreglunnar á rafbyssum. Ágreiningur var milli ráðherra Vinstri grænna og dómsmálaráðherra um reglugerð sem hann gaf út og heimilaði notkun rafbyssa. Sigríður Björk segir að nú standi yfir undirbúningur útboðs á vopnunum fyrir lögreglu og hvaða tæknimöguleikar væru bestir. 21. mars 2023 13:13 Tekist á um rafbyssuvæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27 Vill vita hvað Katrín ætlar að gera vegna bréfs umboðsmanns Sérstök umræða verður á Alþingi í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur og álits umboðsmanns þess efnis. Þingmaður segir augljóst að ákvæði stjórnarskrár hafi verið brotið og vill vita hvort forsætisráðhera hyggist bregðast við í verki. 20. mars 2023 13:53 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddu nýja reglugerð dómsmálaráðherra, sem heimilar lögreglunni að beita rafbyssum, á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kollegarnir voru að vonum ósammála um málið. Viðbót við kylfur og gas Björn Leví spyr í upphafi hvaða hlutverki forsætisráðherra hafi eiginlega að gegna, ef skoðanir ráðherrans skipti engu máli. Hann vísar í þá staðreynd að dómsmálaráðherra hafi ekki borið reglugerðina undir ríkisstjórn. Það hefði forsætisráðherra viljað og umboðsmaður Alþingis sagði dómsmálaráðherra hafa brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum með háttseminni. Sjá einnig: Forsætisráðherra ítrekar ágreining við dómsmálaráðherra um rafbyssur „Þetta er búið að liggja lengi fyrir, að þessi ráðherra væri með þetta til skoðunar. Og þegar ekki er búið að flagga því við að hann, að þetta þurfi að ræða í ríkisstjórn og eins og hefur komið inn á þá er heimild ekki bara fyrir ráðherra heldur er heimild í reglunum fyrir ríkislögreglustjóra að taka vissar ákvarðanir, þetta er svolítið útvíkkun á því. En ég skil bæði sjónarmið. Lögreglumennirnir sem eru að vinna með þetta átta sig á því að þetta er ekki stór breyting út af því að þetta er bara eitt tól í viðbót við hliðina á gasinu og kylfunni,“ segir Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur segir að lögreglan vilji alls ekki vera vopnuð, það vilji enginn. Mæta þurfi aukinni hörku í undirheimum og rannsóknir sýni að rafbyssur séu góð lausn. Björn Leví segir að rafbyssur séu alls ekkert millistig á milli kylfu og skotvopna. „Þetta er í raun og veru úrræði sem er beitt fyrr af því það er talið um að beita fjarlægð. Þetta er ekki tæki sem er millistig milli þess sem núna og skotvopna og þess sem hefur verið talað um. Hann segir að rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Bretlandi, Noregi og Svíþjóð hafi sýnt að notkunin hafi ekki aukið öryggi. Þeir félagar eru alls ekki alltaf sammála. Björn Leví Gunnarsson alþingismaður Pírata til vinstri og Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins til hægri.Vísir „Fjöldi slysa breyttist sama og ekki neitt“ „Öryggistilfinning lögreglumanna jókst en fjöldi slysa breyttist sama og ekki neitt. Það eru síðan hins vegar rannsóknir sem sýna að valdbeiting aukist. Þannig að fólk verður fyrir meiri valdbeitingu af hendi lögreglunnar. Það er tvímælalaust eitthvað sem við þurfum að huga að því þegar lögreglan ákveður að beita valdi – meira heldur en áður var gert – það er augljóslega alvarlegt.“ Vilhjálmur segist hafa séð rannsóknir sem sýni að rafbyssur, eða heimild til notkunar þeirra, hafi hins vegar dregið verulega úr slysum. Hann viðurkennir að tækinu sjálfu fylgi ákveðin „valdógn“ en hann telur að það komi einmitt í veg fyrir möguleg átök vegna varnaðaráhrifa. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Sprengisandur Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir notkun rafbyssa Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir undirbúning hafin fyrir notkun lögreglunnar á rafbyssum. Ágreiningur var milli ráðherra Vinstri grænna og dómsmálaráðherra um reglugerð sem hann gaf út og heimilaði notkun rafbyssa. Sigríður Björk segir að nú standi yfir undirbúningur útboðs á vopnunum fyrir lögreglu og hvaða tæknimöguleikar væru bestir. 21. mars 2023 13:13 Tekist á um rafbyssuvæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27 Vill vita hvað Katrín ætlar að gera vegna bréfs umboðsmanns Sérstök umræða verður á Alþingi í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur og álits umboðsmanns þess efnis. Þingmaður segir augljóst að ákvæði stjórnarskrár hafi verið brotið og vill vita hvort forsætisráðhera hyggist bregðast við í verki. 20. mars 2023 13:53 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Undirbúningur hafinn fyrir notkun rafbyssa Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir undirbúning hafin fyrir notkun lögreglunnar á rafbyssum. Ágreiningur var milli ráðherra Vinstri grænna og dómsmálaráðherra um reglugerð sem hann gaf út og heimilaði notkun rafbyssa. Sigríður Björk segir að nú standi yfir undirbúningur útboðs á vopnunum fyrir lögreglu og hvaða tæknimöguleikar væru bestir. 21. mars 2023 13:13
Tekist á um rafbyssuvæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27
Vill vita hvað Katrín ætlar að gera vegna bréfs umboðsmanns Sérstök umræða verður á Alþingi í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur og álits umboðsmanns þess efnis. Þingmaður segir augljóst að ákvæði stjórnarskrár hafi verið brotið og vill vita hvort forsætisráðhera hyggist bregðast við í verki. 20. mars 2023 13:53