„Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2023 23:07 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur miklar áhyggjur af nýju reglunum. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. Nýju reglur sambandsins taka gildi að óbreyttu næstu áramót. Íslendingar hafa árangurslaust reynt að fá undanþágu frá reglunum síðustu mánuði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, bréf síðasta sumar. Svar barst fljótlega en íslenska forsætisráðuneytið neitaði að afhenda bréfið á grundvelli upplýsingalaga. Það hefur nú loks fengist birt. Sigmundur Davíð segir að í svari Evrópusambandsins felist „fullkomið diss.“ Sambandið gefi í skyn að íslensk stjórnvöld séu svartsýn og hafi ekki fullan skilning á stöðunni. Allir þurfi að taka þátt og fylgja nýju reglunum. Hann ræddi málið við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þetta er gífurlegt áhyggjuefni því ef þetta verður innleitt hér, þá mun það rústa stöðu Íslands sem tengimiðstöðvar í Atlantshafinu. Og hvað þýðir það? Það verða miklu færri flugferðir til og frá landinu, þær verða miklu dýrari. Ferðaþjónustan kemst í algjört uppnám, útflutningur á til dæmis ferskum fiski kemst í uppnám. Þannig að þetta er risastórt mál.“ Árangurslausir fundir í tugatali Hann segir að ráðherrar hafi margoft fundað með fulltrúum Evrópusambandsins sem engan árangur hafi borið. Sambandið verði að átta sig á sérstöðu Íslands og ríkisstjórnin verði að setja púður í að gera Evrópusambandinu það ljóst. Ekki sé hægt að setja alla í sama mót, enda henti fyrirætlanir ekki aðstæðum landsins. „Þetta mun skaða okkur hlutfallslega miklu meira en nokkurn annan. Ekki bara út af þessu með tengimiðstöðina hérna heldur líka vegna þess hvað flug er stór þáttur í okkar efnahagslífi, hvað ferðaþjónustan er stór þáttur í okkar útflutningstekjum. Við getum ekki farið til næsta lands í járnbrautarlest eða í strætó, við þurfum að fara með flugvél. Þannig að þetta leggst mjög þungt á Ísland saman borið við aðra og rústar samkeppnisstöðu okkar.“ Hann segir að ríkisstjórnin verði einfaldlega að standa á sínu. „Þau þurfa að segja: Þetta hentar ekki okkar aðstæðum, þetta mun rústa okkar stöðu, það er okkar mat og okkar útreikningar. Við munum ekki samþykkja þetta óbreytt. Flugið er það mikilvægt fyrir okkur sem þjóð á svo margan hátt, að við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Fréttir af flugi Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Tengdar fréttir Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. 2. mars 2023 11:51 Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30 Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Nýju reglur sambandsins taka gildi að óbreyttu næstu áramót. Íslendingar hafa árangurslaust reynt að fá undanþágu frá reglunum síðustu mánuði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, bréf síðasta sumar. Svar barst fljótlega en íslenska forsætisráðuneytið neitaði að afhenda bréfið á grundvelli upplýsingalaga. Það hefur nú loks fengist birt. Sigmundur Davíð segir að í svari Evrópusambandsins felist „fullkomið diss.“ Sambandið gefi í skyn að íslensk stjórnvöld séu svartsýn og hafi ekki fullan skilning á stöðunni. Allir þurfi að taka þátt og fylgja nýju reglunum. Hann ræddi málið við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þetta er gífurlegt áhyggjuefni því ef þetta verður innleitt hér, þá mun það rústa stöðu Íslands sem tengimiðstöðvar í Atlantshafinu. Og hvað þýðir það? Það verða miklu færri flugferðir til og frá landinu, þær verða miklu dýrari. Ferðaþjónustan kemst í algjört uppnám, útflutningur á til dæmis ferskum fiski kemst í uppnám. Þannig að þetta er risastórt mál.“ Árangurslausir fundir í tugatali Hann segir að ráðherrar hafi margoft fundað með fulltrúum Evrópusambandsins sem engan árangur hafi borið. Sambandið verði að átta sig á sérstöðu Íslands og ríkisstjórnin verði að setja púður í að gera Evrópusambandinu það ljóst. Ekki sé hægt að setja alla í sama mót, enda henti fyrirætlanir ekki aðstæðum landsins. „Þetta mun skaða okkur hlutfallslega miklu meira en nokkurn annan. Ekki bara út af þessu með tengimiðstöðina hérna heldur líka vegna þess hvað flug er stór þáttur í okkar efnahagslífi, hvað ferðaþjónustan er stór þáttur í okkar útflutningstekjum. Við getum ekki farið til næsta lands í járnbrautarlest eða í strætó, við þurfum að fara með flugvél. Þannig að þetta leggst mjög þungt á Ísland saman borið við aðra og rústar samkeppnisstöðu okkar.“ Hann segir að ríkisstjórnin verði einfaldlega að standa á sínu. „Þau þurfa að segja: Þetta hentar ekki okkar aðstæðum, þetta mun rústa okkar stöðu, það er okkar mat og okkar útreikningar. Við munum ekki samþykkja þetta óbreytt. Flugið er það mikilvægt fyrir okkur sem þjóð á svo margan hátt, að við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Fréttir af flugi Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Tengdar fréttir Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. 2. mars 2023 11:51 Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30 Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. 2. mars 2023 11:51
Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30
Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent