„Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2023 23:07 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur miklar áhyggjur af nýju reglunum. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. Nýju reglur sambandsins taka gildi að óbreyttu næstu áramót. Íslendingar hafa árangurslaust reynt að fá undanþágu frá reglunum síðustu mánuði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, bréf síðasta sumar. Svar barst fljótlega en íslenska forsætisráðuneytið neitaði að afhenda bréfið á grundvelli upplýsingalaga. Það hefur nú loks fengist birt. Sigmundur Davíð segir að í svari Evrópusambandsins felist „fullkomið diss.“ Sambandið gefi í skyn að íslensk stjórnvöld séu svartsýn og hafi ekki fullan skilning á stöðunni. Allir þurfi að taka þátt og fylgja nýju reglunum. Hann ræddi málið við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þetta er gífurlegt áhyggjuefni því ef þetta verður innleitt hér, þá mun það rústa stöðu Íslands sem tengimiðstöðvar í Atlantshafinu. Og hvað þýðir það? Það verða miklu færri flugferðir til og frá landinu, þær verða miklu dýrari. Ferðaþjónustan kemst í algjört uppnám, útflutningur á til dæmis ferskum fiski kemst í uppnám. Þannig að þetta er risastórt mál.“ Árangurslausir fundir í tugatali Hann segir að ráðherrar hafi margoft fundað með fulltrúum Evrópusambandsins sem engan árangur hafi borið. Sambandið verði að átta sig á sérstöðu Íslands og ríkisstjórnin verði að setja púður í að gera Evrópusambandinu það ljóst. Ekki sé hægt að setja alla í sama mót, enda henti fyrirætlanir ekki aðstæðum landsins. „Þetta mun skaða okkur hlutfallslega miklu meira en nokkurn annan. Ekki bara út af þessu með tengimiðstöðina hérna heldur líka vegna þess hvað flug er stór þáttur í okkar efnahagslífi, hvað ferðaþjónustan er stór þáttur í okkar útflutningstekjum. Við getum ekki farið til næsta lands í járnbrautarlest eða í strætó, við þurfum að fara með flugvél. Þannig að þetta leggst mjög þungt á Ísland saman borið við aðra og rústar samkeppnisstöðu okkar.“ Hann segir að ríkisstjórnin verði einfaldlega að standa á sínu. „Þau þurfa að segja: Þetta hentar ekki okkar aðstæðum, þetta mun rústa okkar stöðu, það er okkar mat og okkar útreikningar. Við munum ekki samþykkja þetta óbreytt. Flugið er það mikilvægt fyrir okkur sem þjóð á svo margan hátt, að við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Fréttir af flugi Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Tengdar fréttir Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. 2. mars 2023 11:51 Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30 Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Nýju reglur sambandsins taka gildi að óbreyttu næstu áramót. Íslendingar hafa árangurslaust reynt að fá undanþágu frá reglunum síðustu mánuði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, bréf síðasta sumar. Svar barst fljótlega en íslenska forsætisráðuneytið neitaði að afhenda bréfið á grundvelli upplýsingalaga. Það hefur nú loks fengist birt. Sigmundur Davíð segir að í svari Evrópusambandsins felist „fullkomið diss.“ Sambandið gefi í skyn að íslensk stjórnvöld séu svartsýn og hafi ekki fullan skilning á stöðunni. Allir þurfi að taka þátt og fylgja nýju reglunum. Hann ræddi málið við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þetta er gífurlegt áhyggjuefni því ef þetta verður innleitt hér, þá mun það rústa stöðu Íslands sem tengimiðstöðvar í Atlantshafinu. Og hvað þýðir það? Það verða miklu færri flugferðir til og frá landinu, þær verða miklu dýrari. Ferðaþjónustan kemst í algjört uppnám, útflutningur á til dæmis ferskum fiski kemst í uppnám. Þannig að þetta er risastórt mál.“ Árangurslausir fundir í tugatali Hann segir að ráðherrar hafi margoft fundað með fulltrúum Evrópusambandsins sem engan árangur hafi borið. Sambandið verði að átta sig á sérstöðu Íslands og ríkisstjórnin verði að setja púður í að gera Evrópusambandinu það ljóst. Ekki sé hægt að setja alla í sama mót, enda henti fyrirætlanir ekki aðstæðum landsins. „Þetta mun skaða okkur hlutfallslega miklu meira en nokkurn annan. Ekki bara út af þessu með tengimiðstöðina hérna heldur líka vegna þess hvað flug er stór þáttur í okkar efnahagslífi, hvað ferðaþjónustan er stór þáttur í okkar útflutningstekjum. Við getum ekki farið til næsta lands í járnbrautarlest eða í strætó, við þurfum að fara með flugvél. Þannig að þetta leggst mjög þungt á Ísland saman borið við aðra og rústar samkeppnisstöðu okkar.“ Hann segir að ríkisstjórnin verði einfaldlega að standa á sínu. „Þau þurfa að segja: Þetta hentar ekki okkar aðstæðum, þetta mun rústa okkar stöðu, það er okkar mat og okkar útreikningar. Við munum ekki samþykkja þetta óbreytt. Flugið er það mikilvægt fyrir okkur sem þjóð á svo margan hátt, að við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Fréttir af flugi Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Tengdar fréttir Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. 2. mars 2023 11:51 Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30 Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. 2. mars 2023 11:51
Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30
Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51