Verðlaunin eru ein þau elstu sinnar tegundar í Evrópu og voru fyrst veitt árið 1948. Samtök kvikyndagagnrýnenda veita verðlaunin og má því líkja þeim við Golden Globes í Bandaríkjunum.
Kvikmyndin, Volaða land, hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Hún fjallar um ungan danskan prest sem ferðast til Íslands undir lok 19. aldar með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna.
Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn smám saman tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði.