Framlengingin: Njarðvíkingar eru of gamlir til að keppa um þann stóra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. mars 2023 23:32 Njarðvíkingar fögnuðu bikarmeistaratitlinum árið 2021. Liðið mun þó ekki eppa um Íslandsmeistaratitilinn í vor sökum aldurs ef marka má sérfræðinga Körfuboltakvölds. Vísir/Hulda Margrét Næstsíðasta umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik lauk í gær og Hörður Unnsteinsson, Örvar Þór Kristjánsson og Brynjar Þór Björnsson fóru yfir alla leikina í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gærkvöldi. Fyrsta spurningin í Framlengingunni snéri að aldri Njarðvíkurliðsins þar sem Hörður, stjórnandi þáttarins, spurði einfaldlega hvort Njarðvíkingar væru of gamlir. „Ég ætla að byrja á þér Örvar, Njarðvíkingnum sjálfum. Eru Njarðvíkingar of gamlir til að keppa um Íslandsmeistaratitilinn?“ spurði Hörður blákalt. „Eins og þeir voru í kvöld, þá já,“ sagði Örvar, en Njarðvíkingar máttu þola 25 stiga tap gegn Valsmönnum og misstu þar með deildarmeistaratitilinn í hendur Vals. „Þetta er það sem klikkaði í fyrra. Mér fannst þeir springa svolítið á móti Tindastól og verða þreyttir. Núna hafa þeir vissulega meiri breidd, en ég hræðist það pínu að þessir eldri leikmenn og Haukur [Helgi Pálsson] með sín meiðsli ef þeir þurfa að fara að spila á tveggja eða þriggja daga fresti í seríum. Ég vona ekki og hef trú á mínum mönnum en þetta gæti vegið þungt í seríu.“ Brynjar Þór tók í sama streng og kollegi sinn. „Þetta er allt of hár aldur að mínu mati. Að treysta á þessa leikmenn og Hauk með sína sögu. Við sáum það alveg í úrslitakeppninni í fyrra þegar þetta var komið í þriðja, fjórða eða fimmta leik þá fór líkaminn aðeins að segja til sín. Það eru of margar viðvörunarbjöllur sem hringja og mér finnst við vera að horfa á það sama og í fyrra.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Framlenging 21. umferðar Aldur Njarðvíkinga var þó langt frá því að vera eina umræðuefnið í Framlengingunni því strákarnir fóru um víðan völl eins og alltaf. Þeir veltu einnig fyrir sér hvort KR eða ÍR yrði á undan að vinna sér aftur inn sæti í efstu deild, hvort Sauðkræklingar væru farnir að finna lykt af úrslitum, hvort það væri stærsta afrek tímabilsins ef Höttur næði að vinna sér inn sæti í úrslitakeppninni og hver framtíð Stjörnunnar verður ef liðið missir af sæti í úrslitakeppni. Framlenginuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Fyrsta spurningin í Framlengingunni snéri að aldri Njarðvíkurliðsins þar sem Hörður, stjórnandi þáttarins, spurði einfaldlega hvort Njarðvíkingar væru of gamlir. „Ég ætla að byrja á þér Örvar, Njarðvíkingnum sjálfum. Eru Njarðvíkingar of gamlir til að keppa um Íslandsmeistaratitilinn?“ spurði Hörður blákalt. „Eins og þeir voru í kvöld, þá já,“ sagði Örvar, en Njarðvíkingar máttu þola 25 stiga tap gegn Valsmönnum og misstu þar með deildarmeistaratitilinn í hendur Vals. „Þetta er það sem klikkaði í fyrra. Mér fannst þeir springa svolítið á móti Tindastól og verða þreyttir. Núna hafa þeir vissulega meiri breidd, en ég hræðist það pínu að þessir eldri leikmenn og Haukur [Helgi Pálsson] með sín meiðsli ef þeir þurfa að fara að spila á tveggja eða þriggja daga fresti í seríum. Ég vona ekki og hef trú á mínum mönnum en þetta gæti vegið þungt í seríu.“ Brynjar Þór tók í sama streng og kollegi sinn. „Þetta er allt of hár aldur að mínu mati. Að treysta á þessa leikmenn og Hauk með sína sögu. Við sáum það alveg í úrslitakeppninni í fyrra þegar þetta var komið í þriðja, fjórða eða fimmta leik þá fór líkaminn aðeins að segja til sín. Það eru of margar viðvörunarbjöllur sem hringja og mér finnst við vera að horfa á það sama og í fyrra.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Framlenging 21. umferðar Aldur Njarðvíkinga var þó langt frá því að vera eina umræðuefnið í Framlengingunni því strákarnir fóru um víðan völl eins og alltaf. Þeir veltu einnig fyrir sér hvort KR eða ÍR yrði á undan að vinna sér aftur inn sæti í efstu deild, hvort Sauðkræklingar væru farnir að finna lykt af úrslitum, hvort það væri stærsta afrek tímabilsins ef Höttur næði að vinna sér inn sæti í úrslitakeppninni og hver framtíð Stjörnunnar verður ef liðið missir af sæti í úrslitakeppni. Framlenginuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira