„Við vitum ekki hvernig þetta fór af stað“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 25. mars 2023 14:13 Mikil hætta skapaðist þegar gaskútarnir sprungu en eldsupptök eru enn ókunn. vísir/vilhelm Lögregla rannsakar nú sprengingarnar sem urðu í Garðabæ í gær þegar gaskútar sprungu í nýbyggingu í Garðabæ og flugu tugi metra. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að fólk hafi verið í verulegri hættu og því mildi að enginn hafi slasast. Eldsupptök eru enn ókunn. Slökkviliðið fékk fyrst tilkynningu um fyrri sprenginguna og viðbragðsaðilar voru á leiðinni á vettvang þegar að seinni sprengingin varð. Gaskútarnir sprungu þegar kviknaði í þakpappa sem hitaði kútana ótæpilega. Enginn var á svæðinu og enginn slasaðist. Sprengingarnar heyrðust um allt höfuðborgarsvæðið. Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá hjá slökkviliðinu segir að mikil hætta hafi skapast. „Sem betur er slasaðist enginn en það mátti ekki miklu muna. Bæði okkar starfsfólk og fólk sem var á vettvangi. Það sést á þeim myndum sem hafa verið birtar víða að fólk var í virkilegri hættu þarna.“ Þessi aðferð, að leggja tjörupappa til þess að þétta þök sé vel þekkt. „Þetta eru hættuleg efni sem koma þarna saman. En þetta er mjög algeng aðferð í nýbyggingum að þétta þök með tjörupappa. Þá þarf að hita hann upp svo hann leggist á þökin og vinnueftirlitið hefur gefið út mjög góðar leiðbeiningar til fyrirtækja sem standa í þessu.“ Málið sé núna á borði lögreglu. „Lögreglan er að rannsaka upptök eldsins en við vitum ekki hvernig þetta fór af stað.“ Garðabær Slökkvilið Tengdar fréttir Eiganda stórskemmds bíls létt að enginn hafi slasast í sprengingunni Telja má kraftaverk að enginn hafi slasast þegar öflug sprenging varð á byggingasvæði í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Halldór Snær Kristjánsson, eigandi bíls sem skemmdist mikið í sprengingunni, segir fyrir mestu að enginn hafi slasast. 24. mars 2023 18:12 „Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Slökkviliðið fékk fyrst tilkynningu um fyrri sprenginguna og viðbragðsaðilar voru á leiðinni á vettvang þegar að seinni sprengingin varð. Gaskútarnir sprungu þegar kviknaði í þakpappa sem hitaði kútana ótæpilega. Enginn var á svæðinu og enginn slasaðist. Sprengingarnar heyrðust um allt höfuðborgarsvæðið. Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá hjá slökkviliðinu segir að mikil hætta hafi skapast. „Sem betur er slasaðist enginn en það mátti ekki miklu muna. Bæði okkar starfsfólk og fólk sem var á vettvangi. Það sést á þeim myndum sem hafa verið birtar víða að fólk var í virkilegri hættu þarna.“ Þessi aðferð, að leggja tjörupappa til þess að þétta þök sé vel þekkt. „Þetta eru hættuleg efni sem koma þarna saman. En þetta er mjög algeng aðferð í nýbyggingum að þétta þök með tjörupappa. Þá þarf að hita hann upp svo hann leggist á þökin og vinnueftirlitið hefur gefið út mjög góðar leiðbeiningar til fyrirtækja sem standa í þessu.“ Málið sé núna á borði lögreglu. „Lögreglan er að rannsaka upptök eldsins en við vitum ekki hvernig þetta fór af stað.“
Garðabær Slökkvilið Tengdar fréttir Eiganda stórskemmds bíls létt að enginn hafi slasast í sprengingunni Telja má kraftaverk að enginn hafi slasast þegar öflug sprenging varð á byggingasvæði í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Halldór Snær Kristjánsson, eigandi bíls sem skemmdist mikið í sprengingunni, segir fyrir mestu að enginn hafi slasast. 24. mars 2023 18:12 „Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Eiganda stórskemmds bíls létt að enginn hafi slasast í sprengingunni Telja má kraftaverk að enginn hafi slasast þegar öflug sprenging varð á byggingasvæði í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Halldór Snær Kristjánsson, eigandi bíls sem skemmdist mikið í sprengingunni, segir fyrir mestu að enginn hafi slasast. 24. mars 2023 18:12
„Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52