Eiganda stórskemmds bíls létt að enginn hafi slasast í sprengingunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2023 18:12 Eins og sjá má er bíllinn verulega tjónaður. Halldór Snær segir fyrir öllu að enginn hafi slasast. Alltaf sé hægt að skipta um bíl. Vísir/Vilhelm Telja má kraftaverk að enginn hafi slasast þegar öflug sprenging varð á byggingasvæði í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Halldór Snær Kristjánsson, eigandi bíls sem skemmdist mikið í sprengingunni, segir fyrir mestu að enginn hafi slasast. Það var um klukkan 16:45 í dag að mikill hvellur varð í Ásahverfinu í Garðabæ svo heyrðist langar leiðir. Halldór Snær var á heimili sínu í næsta nágrenni þegar sprengingin varð. „Ég var heima, í símanum, þegar ég heyrði mikla sprengingu og öskur,“ segir Halldór Snær. „Svo voru sjúkrabílar, slökkviliðsbílar og lögreglubílar mættir um leið. Ég skildi ekkert hvað hafði gerst,“ segir Halldór. Hann var ekki sá eini sem brá í brún við sprenginguna því ábendingar bárust fréttastofu úr öllum áttum vegna hvellsins. Í framhaldinu kviknaði eldur í þaki fjölbýlishúss sem er í byggingu. Fljótlega bar á mikilli reykjarlykt í íbúðinni svo Halldór brá á það skynsamlega ráð að loka gluggum. Nágranni hans hafi tjáð honum að líklega hefði verið um gassprengingu að ræða. Halldór ákvað í framhaldinu að best væri að yfirgefa svæðið. „Maður vissi eiginlega hvorki hvað sneri upp né niður. Það var sprenging, löggan var mætt og þetta virkuðu bara svakalegar aðstæður.“ Þegar blaðamaður spyr Halldór út í skemmdir á Volvo-bíl hans, sem varð fyrir gaskúti og skemmdist mikið, segir Halldór fyrir öllu að enginn hafi slasast. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við Vísi í raun kraftaverk að ekki hafi orðið slys á fólki. Sjónarvottur lýsti því að mjóu hafi mátt muna. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Gaskúturinn sem skaust í bíl Halldórs var ekki sá eini. Annar gaskútur fannst í um áttatíu metra fjarlægð frá byggingasvæðinu. „Það er ekkert mál að skipta um bíl. Það er fyrir öllu að það sé í lagi með fólk.“ Slökkvilið Garðabær Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Það var um klukkan 16:45 í dag að mikill hvellur varð í Ásahverfinu í Garðabæ svo heyrðist langar leiðir. Halldór Snær var á heimili sínu í næsta nágrenni þegar sprengingin varð. „Ég var heima, í símanum, þegar ég heyrði mikla sprengingu og öskur,“ segir Halldór Snær. „Svo voru sjúkrabílar, slökkviliðsbílar og lögreglubílar mættir um leið. Ég skildi ekkert hvað hafði gerst,“ segir Halldór. Hann var ekki sá eini sem brá í brún við sprenginguna því ábendingar bárust fréttastofu úr öllum áttum vegna hvellsins. Í framhaldinu kviknaði eldur í þaki fjölbýlishúss sem er í byggingu. Fljótlega bar á mikilli reykjarlykt í íbúðinni svo Halldór brá á það skynsamlega ráð að loka gluggum. Nágranni hans hafi tjáð honum að líklega hefði verið um gassprengingu að ræða. Halldór ákvað í framhaldinu að best væri að yfirgefa svæðið. „Maður vissi eiginlega hvorki hvað sneri upp né niður. Það var sprenging, löggan var mætt og þetta virkuðu bara svakalegar aðstæður.“ Þegar blaðamaður spyr Halldór út í skemmdir á Volvo-bíl hans, sem varð fyrir gaskúti og skemmdist mikið, segir Halldór fyrir öllu að enginn hafi slasast. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við Vísi í raun kraftaverk að ekki hafi orðið slys á fólki. Sjónarvottur lýsti því að mjóu hafi mátt muna. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Gaskúturinn sem skaust í bíl Halldórs var ekki sá eini. Annar gaskútur fannst í um áttatíu metra fjarlægð frá byggingasvæðinu. „Það er ekkert mál að skipta um bíl. Það er fyrir öllu að það sé í lagi með fólk.“
Slökkvilið Garðabær Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira