Eiganda stórskemmds bíls létt að enginn hafi slasast í sprengingunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2023 18:12 Eins og sjá má er bíllinn verulega tjónaður. Halldór Snær segir fyrir öllu að enginn hafi slasast. Alltaf sé hægt að skipta um bíl. Vísir/Vilhelm Telja má kraftaverk að enginn hafi slasast þegar öflug sprenging varð á byggingasvæði í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Halldór Snær Kristjánsson, eigandi bíls sem skemmdist mikið í sprengingunni, segir fyrir mestu að enginn hafi slasast. Það var um klukkan 16:45 í dag að mikill hvellur varð í Ásahverfinu í Garðabæ svo heyrðist langar leiðir. Halldór Snær var á heimili sínu í næsta nágrenni þegar sprengingin varð. „Ég var heima, í símanum, þegar ég heyrði mikla sprengingu og öskur,“ segir Halldór Snær. „Svo voru sjúkrabílar, slökkviliðsbílar og lögreglubílar mættir um leið. Ég skildi ekkert hvað hafði gerst,“ segir Halldór. Hann var ekki sá eini sem brá í brún við sprenginguna því ábendingar bárust fréttastofu úr öllum áttum vegna hvellsins. Í framhaldinu kviknaði eldur í þaki fjölbýlishúss sem er í byggingu. Fljótlega bar á mikilli reykjarlykt í íbúðinni svo Halldór brá á það skynsamlega ráð að loka gluggum. Nágranni hans hafi tjáð honum að líklega hefði verið um gassprengingu að ræða. Halldór ákvað í framhaldinu að best væri að yfirgefa svæðið. „Maður vissi eiginlega hvorki hvað sneri upp né niður. Það var sprenging, löggan var mætt og þetta virkuðu bara svakalegar aðstæður.“ Þegar blaðamaður spyr Halldór út í skemmdir á Volvo-bíl hans, sem varð fyrir gaskúti og skemmdist mikið, segir Halldór fyrir öllu að enginn hafi slasast. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við Vísi í raun kraftaverk að ekki hafi orðið slys á fólki. Sjónarvottur lýsti því að mjóu hafi mátt muna. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Gaskúturinn sem skaust í bíl Halldórs var ekki sá eini. Annar gaskútur fannst í um áttatíu metra fjarlægð frá byggingasvæðinu. „Það er ekkert mál að skipta um bíl. Það er fyrir öllu að það sé í lagi með fólk.“ Slökkvilið Garðabær Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Það var um klukkan 16:45 í dag að mikill hvellur varð í Ásahverfinu í Garðabæ svo heyrðist langar leiðir. Halldór Snær var á heimili sínu í næsta nágrenni þegar sprengingin varð. „Ég var heima, í símanum, þegar ég heyrði mikla sprengingu og öskur,“ segir Halldór Snær. „Svo voru sjúkrabílar, slökkviliðsbílar og lögreglubílar mættir um leið. Ég skildi ekkert hvað hafði gerst,“ segir Halldór. Hann var ekki sá eini sem brá í brún við sprenginguna því ábendingar bárust fréttastofu úr öllum áttum vegna hvellsins. Í framhaldinu kviknaði eldur í þaki fjölbýlishúss sem er í byggingu. Fljótlega bar á mikilli reykjarlykt í íbúðinni svo Halldór brá á það skynsamlega ráð að loka gluggum. Nágranni hans hafi tjáð honum að líklega hefði verið um gassprengingu að ræða. Halldór ákvað í framhaldinu að best væri að yfirgefa svæðið. „Maður vissi eiginlega hvorki hvað sneri upp né niður. Það var sprenging, löggan var mætt og þetta virkuðu bara svakalegar aðstæður.“ Þegar blaðamaður spyr Halldór út í skemmdir á Volvo-bíl hans, sem varð fyrir gaskúti og skemmdist mikið, segir Halldór fyrir öllu að enginn hafi slasast. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við Vísi í raun kraftaverk að ekki hafi orðið slys á fólki. Sjónarvottur lýsti því að mjóu hafi mátt muna. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Gaskúturinn sem skaust í bíl Halldórs var ekki sá eini. Annar gaskútur fannst í um áttatíu metra fjarlægð frá byggingasvæðinu. „Það er ekkert mál að skipta um bíl. Það er fyrir öllu að það sé í lagi með fólk.“
Slökkvilið Garðabær Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira