Hvers vegna á að loka pósthúsinu í Mjódd? Þórhildur Ólöf Helgadóttir skrifar 24. mars 2023 17:01 Skorað hefur verið á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslunnar í Mjódd. Tillagan kom frá borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem var samþykkt á borgarstjónarfundi þann 21. mars. Breytingar sem þessar eru gerðar að vel ígrunduðu máli, með þarfir viðskiptavina og hagræðingu í rekstri að leiðarljósi. Í greinargerð með tillögunni eru gefið í skyn að hyggilegra væri að loka frekar pósthúsinu við Dalveg og ýmsar ástæður tíndar til. Rétt er að halda því til haga að aðsókn er mun meiri á Dalvegi, það eru tvisvar sinnum fleiri viðskiptavinir á hverju ári sem sækja pósthúsið á Dalvegi heldur en í Mjódd. Þetta vó þungt þegar ákvörðunin var tekin. Pósthúsinu í Mjódd hefur áður verið lokað í skemmri tíma vegna viðgerða. Þá var póstafgreiðslan færð niður á Dalveg tímabundið sem gekk vel. Það verður áfram póstþjónusta í Mjódd þó að afgreiðslunni verði lokað. Póstboxið verður á sínum stað í Mjóddinni, sem þjónar bæði fyrirtækjum og einstaklingum, og svo eru póstbox víðar, t.d. í Vesturbergi. Auk þess stendur til að bæta við póstboxum í Efra-Breiðholti og Seljahverfi. Þá eru fleiri pósthús í borginni, bæði á Höfðabakka og í Síðumúla. Eins og komið hefur fram hefur magn bréfa dregist saman um 80% frá árinu 2010. Nýlega samþykkti borgarráð að frá 1. mars myndi Reykjavíkurborg hætta að prenta út og senda greiðsluseðla til einstaklinga og fyrirtækja. Nú verða þeir sendir rafrænt. Þessar breytingar hafa í för með sér að bréfsendingum fækkar enn frekar og þá þarf eðlilega að skera niður kostnað vegna lægri tekna hjá Póstinum. Ljóst er að á öllum sviðum samfélagsins hafa stafrænar umbreytingar átt sér stað sem „einfalda líf fólks, eru fjárhagsleg hagræðing og umhverfisvænar,“ svo notuð séu orð öldungaráðs borgarráðs í tengslum við rafræna greiðsluseðla í hinni „Rafrænu Reykjavík“. Pósturinn er engin undantekning þegar kemur að þróun stafrænna lausna. Ýmsir lýsa yfir áhyggjum af eldri borgurum vegna lokunar pósthússins í Mjódd. Það er skiljanlegt en hins vegar fjölgar þeim stöðugt sem velja póstbox umfram pósthús, ekki síst vegna þess að póstboxin eru ósjaldan í göngufæri við heimili fólks. Þá má nefna að sá hópur sem á ekki heimangengt getur alltaf fengið sendingarnar sínar heim að dyrum. Markmið okkar er ávallt að fjölga afhendingarstöðum og það er okkur mikið kappsmál að bjóða upp á þétt dreifinet móttöku- og afhendingarstaða til að vera sem næst viðskiptavinum okkar. Okkar ánægðustu viðskiptavinir eru þeir sem nota póstbox og leggjum við því mesta áherslu á að fjölga þeim. Höfundur er forstjóri Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Skorað hefur verið á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslunnar í Mjódd. Tillagan kom frá borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem var samþykkt á borgarstjónarfundi þann 21. mars. Breytingar sem þessar eru gerðar að vel ígrunduðu máli, með þarfir viðskiptavina og hagræðingu í rekstri að leiðarljósi. Í greinargerð með tillögunni eru gefið í skyn að hyggilegra væri að loka frekar pósthúsinu við Dalveg og ýmsar ástæður tíndar til. Rétt er að halda því til haga að aðsókn er mun meiri á Dalvegi, það eru tvisvar sinnum fleiri viðskiptavinir á hverju ári sem sækja pósthúsið á Dalvegi heldur en í Mjódd. Þetta vó þungt þegar ákvörðunin var tekin. Pósthúsinu í Mjódd hefur áður verið lokað í skemmri tíma vegna viðgerða. Þá var póstafgreiðslan færð niður á Dalveg tímabundið sem gekk vel. Það verður áfram póstþjónusta í Mjódd þó að afgreiðslunni verði lokað. Póstboxið verður á sínum stað í Mjóddinni, sem þjónar bæði fyrirtækjum og einstaklingum, og svo eru póstbox víðar, t.d. í Vesturbergi. Auk þess stendur til að bæta við póstboxum í Efra-Breiðholti og Seljahverfi. Þá eru fleiri pósthús í borginni, bæði á Höfðabakka og í Síðumúla. Eins og komið hefur fram hefur magn bréfa dregist saman um 80% frá árinu 2010. Nýlega samþykkti borgarráð að frá 1. mars myndi Reykjavíkurborg hætta að prenta út og senda greiðsluseðla til einstaklinga og fyrirtækja. Nú verða þeir sendir rafrænt. Þessar breytingar hafa í för með sér að bréfsendingum fækkar enn frekar og þá þarf eðlilega að skera niður kostnað vegna lægri tekna hjá Póstinum. Ljóst er að á öllum sviðum samfélagsins hafa stafrænar umbreytingar átt sér stað sem „einfalda líf fólks, eru fjárhagsleg hagræðing og umhverfisvænar,“ svo notuð séu orð öldungaráðs borgarráðs í tengslum við rafræna greiðsluseðla í hinni „Rafrænu Reykjavík“. Pósturinn er engin undantekning þegar kemur að þróun stafrænna lausna. Ýmsir lýsa yfir áhyggjum af eldri borgurum vegna lokunar pósthússins í Mjódd. Það er skiljanlegt en hins vegar fjölgar þeim stöðugt sem velja póstbox umfram pósthús, ekki síst vegna þess að póstboxin eru ósjaldan í göngufæri við heimili fólks. Þá má nefna að sá hópur sem á ekki heimangengt getur alltaf fengið sendingarnar sínar heim að dyrum. Markmið okkar er ávallt að fjölga afhendingarstöðum og það er okkur mikið kappsmál að bjóða upp á þétt dreifinet móttöku- og afhendingarstaða til að vera sem næst viðskiptavinum okkar. Okkar ánægðustu viðskiptavinir eru þeir sem nota póstbox og leggjum við því mesta áherslu á að fjölga þeim. Höfundur er forstjóri Póstsins.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar