Sport

Dag­skráin í dag: Hand­bolti, Fót­bolti, Körfu­bolti, Golf og raf­í­þróttir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
ÍBV er í beinni í dag.
ÍBV er í beinni í dag. Vísir/Diego

Það er að venju mikið um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport á laugardegi. Við bjóðum upp á 8 beinar útsendingar í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.50 hefst útsending úr Laugardalnum þar sem Þróttur Reykjavík og Stjarnan mætast í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu.

Klukkan 17.30 er Seinni bylgjan á dagskrá. Þar verður yfir allt það helsta úr síðustu umferð Olís deildar karla.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 21.00 er leikur Atlanta Hawks og Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 19.35 er leikur Barca og Joventut Badalona í ACB-deildinni á Spáni á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 22.00 hefst LPGA Drive On-Meistaramótið í golfi. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Vestmannaeyjum þar sem ÍBV og Fram í Olís deild karla í handbolta. Að þeim leik loknum sýnum við svo leik ÍBV og Selfoss í Olís deild kvenna.

Stöð 2 ESport

Klukkan 17.00 hefst Úrslitahelgi Stórmeistaramótsins í CS:GO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×