Söfn, ferðaþjónusta og takmörk samkeppnisrekstrar opinberra aðila Jóhannes Þór Skúlason skrifar 24. mars 2023 08:31 Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands birti grein í vikunni þar sem farið er hörðum orðum um erindi Samtaka ferðaþjónustunnar og Perlu Norðursins ehf. til Samkeppniseftirlitsins varðandi fyrirhugað sýningarhald safnsins á Seltjarnarnesi. Ég get fullvissað Hilmar og annað safnafólk um að Samtök ferðaþjónustunnar hafa góðan skilning á eðli og mikilvægi safnastarfsemi, sem og því að um starfsemi höfuðsafna gildi sérstök lög sem hljóti að koma til skoðunar í þessu samhengi. Ég átta mig einnig á því að húsnæðissaga Náttúruminjasafns er þyrnum stráð og að brýnt er að hún fái farsælan endi sem fyrst, enda hefur SAF frekar talað fyrir því en hindrað, m.a. við ráðherra menningarmála. Eðlileg spurning í ljósi íslenskra og evrópskra laga Það er ekki rétt að í erindi SAF felist almenn aðför að safnastarfsemi. Það er hins vegar afstaða samtakanna að rekstur opinberra aðila í samkeppni við einkaaðila sé óæskilegur. SAF eru ekki ein um þessa afstöðu, enda standa bæði íslensk löggjöf og Evrópulöggjöf til þess að takmarka þátttöku opinberra aðila á samkeppnismarkaði. Þannig fjallar t.d. 14. grein samkeppnislaga um heimildir til að koma í veg fyrir að opinbert fé sé nýtt til að greiða niður samkeppnisrekstur. Um það segir m.a. á vef Samkeppniseftirlitsins: Á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga getur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað milli samkeppnisrekstrar opinbers aðila og þess rekstrar sama aðila sem nýtur einkaleyfis eða verndar, t.d. í því formi að þiggja opinbert fé til starfseminnar. Þegar kveðið er á um fjárhagslegan aðskilnað í þessu samhengi er það gert í þeim tilgangi að opinbert fé sé ekki nýtt til að greiða niður samkeppnisrekstur. Erindi SAF og Perlu Norðursins til Samkeppniseftirlitsins snýr að því að fá svar þar til bærra yfirvalda um það hvort þessi tiltekni sýningarrekstur opinberra aðila og hugsanlega önnur sambærileg tilfelli falli innan marka þessara lagaheimilda um samkeppnisrekstur eða ekki. Mat SAF og Perlu Norðursins er að hann geri það ekki miðað við þær forsendur sem lagðar eru upp m.a. í fýsileikakönnun frá september 2020. Ræktun andans og holdsins Hilmar hnýtur m.a. um tilvísun í erindinu til líkamsræktarstöðva sem reknar eru af sveitarfélögum. Nú vitum við öll að líkamsræktarstöðvar og söfn hafa mismunandi eðli og tilgang, þótt mannrækt sé þar beggja vegna í öndvegi. Ólíkt eðli rekstursins breytir þó ekki því að í raun er um sömu spurningu að ræða: Fellur rekstur hins opinbera í samkeppni við rekstur einkaaðila innan eða utan ramma laga sem um það fjalla? Vera má að Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að rekstur sýninga á vegum höfuðsafna eins og Náttrúruminjasafns Íslands falli innan marka lagarammans sem líkamsræktarstöðvarnar falla utan vegna eðlis starfseminnar og sérlaga um hana. SAF telja hins vegar að svo sé ekki. Gerum ekki fjöðurina að fimm hænum Það er röng ályktun hjá Hilmari að undir erindi SAF og Perlu Norðursins feli í sér einhvers konar almenna aðför að „öllum söfnum og aðilum í landinu sem sinna sýningahaldi á vegum sveitafélaga og ríkis“, þar á meðal Þjóðminjasafni og Listasafni Íslands. Mér er ekki kunnugt um að einkaaðilar haldi úti öðrum sýningum sem sambærilegar eru við sýningar Þjóðminjasafns eða Listasafns Íslands á þeim grunni sem erindið byggir, og satt að segja er mér mjög til efs að sambærileg tilvik séu útbreidd í safnageiranum eða að þau finnist yfirleitt. Málið snýr ekki heldur um umfjöllunarefni minja og náttúrusafna almennt, því að ýmislegt varðandi þessa tilteknu sýningu Náttúruminjasafns afmarkar málið við hana. Það tengjast t.d. ekki allar minjasýningar á landinu sambærilegri sýningu í Perlunni beint og það eru heldur ekki allar minjasýningar byggðar á fýsileikakönnun sem tiltekur sérstaklega að sýning þeirra verði „sambærileg“ við sýninguna í Perlunni. Hér er SAF því gerð upp almenn stríðsyfirlýsing sem á ekki við rök að styðjast. Það þykir mér leitt. Mikilvægt hlutverk safna fyrir ferðaþjónustu Það er óumdeilt að söfn gegna afar mikilvægu hlutverki fyrir íslenska ferðaþjónustu, enda eru safnaheimsóknir mjög ofarlega á listanum yfir afþreyingu sem erlendir ferðamenn segjast sækja hér á landi. Samtök ferðaþjónustunnar myndu fagna því mjög ef stjórnendur safna nýttu betur þau tækifæri sem felast í þjónustu við ferðamenn, sem gæti bæði styrkt fjárhagslegan grunn safnastarfseminnar og auðgað upplifun ferðamanna enn frekar. Markviss markaðssetning og starf safna á ferðaþjónustumarkaði er vel þekkt víða erlendis en hefur af einhverjum ástæðum tekið nokkuð seint við sér hér á landi. SAF myndu fagna samtali við safnageirann um uppbyggingu safnastarfsemi hér á landi í samhengi við ferðaþjónustu, og ég leyfi mér því að nýta þetta tækifæri til að bjóða Hilmari og öðrum fulltrúum safnageirans til skrafs og ráðagerða um það málefni. Það er enda líklegri leið til sameiginlegs árangurs en frekari hnýtingar í fjölmiðlum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Söfn Seltjarnarnes Samkeppnismál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands birti grein í vikunni þar sem farið er hörðum orðum um erindi Samtaka ferðaþjónustunnar og Perlu Norðursins ehf. til Samkeppniseftirlitsins varðandi fyrirhugað sýningarhald safnsins á Seltjarnarnesi. Ég get fullvissað Hilmar og annað safnafólk um að Samtök ferðaþjónustunnar hafa góðan skilning á eðli og mikilvægi safnastarfsemi, sem og því að um starfsemi höfuðsafna gildi sérstök lög sem hljóti að koma til skoðunar í þessu samhengi. Ég átta mig einnig á því að húsnæðissaga Náttúruminjasafns er þyrnum stráð og að brýnt er að hún fái farsælan endi sem fyrst, enda hefur SAF frekar talað fyrir því en hindrað, m.a. við ráðherra menningarmála. Eðlileg spurning í ljósi íslenskra og evrópskra laga Það er ekki rétt að í erindi SAF felist almenn aðför að safnastarfsemi. Það er hins vegar afstaða samtakanna að rekstur opinberra aðila í samkeppni við einkaaðila sé óæskilegur. SAF eru ekki ein um þessa afstöðu, enda standa bæði íslensk löggjöf og Evrópulöggjöf til þess að takmarka þátttöku opinberra aðila á samkeppnismarkaði. Þannig fjallar t.d. 14. grein samkeppnislaga um heimildir til að koma í veg fyrir að opinbert fé sé nýtt til að greiða niður samkeppnisrekstur. Um það segir m.a. á vef Samkeppniseftirlitsins: Á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga getur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað milli samkeppnisrekstrar opinbers aðila og þess rekstrar sama aðila sem nýtur einkaleyfis eða verndar, t.d. í því formi að þiggja opinbert fé til starfseminnar. Þegar kveðið er á um fjárhagslegan aðskilnað í þessu samhengi er það gert í þeim tilgangi að opinbert fé sé ekki nýtt til að greiða niður samkeppnisrekstur. Erindi SAF og Perlu Norðursins til Samkeppniseftirlitsins snýr að því að fá svar þar til bærra yfirvalda um það hvort þessi tiltekni sýningarrekstur opinberra aðila og hugsanlega önnur sambærileg tilfelli falli innan marka þessara lagaheimilda um samkeppnisrekstur eða ekki. Mat SAF og Perlu Norðursins er að hann geri það ekki miðað við þær forsendur sem lagðar eru upp m.a. í fýsileikakönnun frá september 2020. Ræktun andans og holdsins Hilmar hnýtur m.a. um tilvísun í erindinu til líkamsræktarstöðva sem reknar eru af sveitarfélögum. Nú vitum við öll að líkamsræktarstöðvar og söfn hafa mismunandi eðli og tilgang, þótt mannrækt sé þar beggja vegna í öndvegi. Ólíkt eðli rekstursins breytir þó ekki því að í raun er um sömu spurningu að ræða: Fellur rekstur hins opinbera í samkeppni við rekstur einkaaðila innan eða utan ramma laga sem um það fjalla? Vera má að Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að rekstur sýninga á vegum höfuðsafna eins og Náttrúruminjasafns Íslands falli innan marka lagarammans sem líkamsræktarstöðvarnar falla utan vegna eðlis starfseminnar og sérlaga um hana. SAF telja hins vegar að svo sé ekki. Gerum ekki fjöðurina að fimm hænum Það er röng ályktun hjá Hilmari að undir erindi SAF og Perlu Norðursins feli í sér einhvers konar almenna aðför að „öllum söfnum og aðilum í landinu sem sinna sýningahaldi á vegum sveitafélaga og ríkis“, þar á meðal Þjóðminjasafni og Listasafni Íslands. Mér er ekki kunnugt um að einkaaðilar haldi úti öðrum sýningum sem sambærilegar eru við sýningar Þjóðminjasafns eða Listasafns Íslands á þeim grunni sem erindið byggir, og satt að segja er mér mjög til efs að sambærileg tilvik séu útbreidd í safnageiranum eða að þau finnist yfirleitt. Málið snýr ekki heldur um umfjöllunarefni minja og náttúrusafna almennt, því að ýmislegt varðandi þessa tilteknu sýningu Náttúruminjasafns afmarkar málið við hana. Það tengjast t.d. ekki allar minjasýningar á landinu sambærilegri sýningu í Perlunni beint og það eru heldur ekki allar minjasýningar byggðar á fýsileikakönnun sem tiltekur sérstaklega að sýning þeirra verði „sambærileg“ við sýninguna í Perlunni. Hér er SAF því gerð upp almenn stríðsyfirlýsing sem á ekki við rök að styðjast. Það þykir mér leitt. Mikilvægt hlutverk safna fyrir ferðaþjónustu Það er óumdeilt að söfn gegna afar mikilvægu hlutverki fyrir íslenska ferðaþjónustu, enda eru safnaheimsóknir mjög ofarlega á listanum yfir afþreyingu sem erlendir ferðamenn segjast sækja hér á landi. Samtök ferðaþjónustunnar myndu fagna því mjög ef stjórnendur safna nýttu betur þau tækifæri sem felast í þjónustu við ferðamenn, sem gæti bæði styrkt fjárhagslegan grunn safnastarfseminnar og auðgað upplifun ferðamanna enn frekar. Markviss markaðssetning og starf safna á ferðaþjónustumarkaði er vel þekkt víða erlendis en hefur af einhverjum ástæðum tekið nokkuð seint við sér hér á landi. SAF myndu fagna samtali við safnageirann um uppbyggingu safnastarfsemi hér á landi í samhengi við ferðaþjónustu, og ég leyfi mér því að nýta þetta tækifæri til að bjóða Hilmari og öðrum fulltrúum safnageirans til skrafs og ráðagerða um það málefni. Það er enda líklegri leið til sameiginlegs árangurs en frekari hnýtingar í fjölmiðlum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun