Tveggja tíma bið eftir strætóferð til höfuðborgarinnar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. mars 2023 11:25 Strætóskýlið við Keflarvíkurflugvöll á Kjóavelli. Skýlið komumegin var ekki auðfundið. Vísir/Egill Eina strætóskýlið á Keflavíkurflugvelli er í talsverði fjarlægð frá flugvallabyggingunni og er hvergi auglýst. Flestir ferðamenn virðast ekki hafa hugmynd um að sá möguleiki að ferðast með strætó til höfuðborgarinnar sé til staðar. Ferðirnar eru reyndar stopular og góður krókur er tekinn í Reykjanesbæ. Þá er ekki farið lengra en til Hafnarfjarðar um helgar. En allt stendur þetta til bóta. Mikillar óánægju hefur lengi gætt með samgöngur til og frá Leifsstöð. Víða erlendis eru strætisvagnar fyrsta val ferðamanna þegar kemur að ferðum til og frá flugvöllum. Það er hinsvegar ekki lenskan hér á landi, en þrátt fyrir að strætisvagn sé vissulega í boði eru ekki margir sem hreinlega gera sér grein fyrir því þar sem það er hvergi auglýst. Svo er óhætt að segja að eina strætóskýlið nálægt Leifstöð sé vandfundið. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar í febrúar síðastliðnum. Hvorki aðgengileg né augljós Í aðsendri grein á Vísi um málefnið sagði Hildur að allt sem viðkæmi Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar væri í hálfgerðum lamasessi. „Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að engan veginn er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur,“ sagði Hildur. Frétta- og tökumaður ákváðu að sannreyna þetta og taka út aðstæður í Leifsstöð í gær, sem sjá má í innslaginu hér fyrir ofan. Eftir smávægis basl við að finna eina strætóskýlið á svæðinu rétt misstum við af vagni 55. Næsta ferð var ekki fyrr en tæpum tveimur tímum síðar. Langflestir ferðamenn sem koma til landsins ferðast til höfuðborgararinnar með rútum einkafyrirtækja.Vísir/Vilhelm Rútur voru hinsvegar á hverju strái og ferðamenn streymdu í þær. Það virtist renna stoðum undir þá kenningu að ferðamenn almennt hafi ekki hugmynd um að strætó sé í boði líkt og fram kom í umfjöllun Vísis um málið í fyrra. Starfshópur vinnur að úrbótum En allt stendur þetta til bóta. Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp og boðar úrbætur í málaflokknum. Búist er við fyrstu tillögum starfshópsins í næsta mánuði og tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Í hópnum eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins, Vegagerðarinnar, Isavia, Strætó bs., Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og Kadeco. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort strætóskýlið verði fært nær flugstöðinni. Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Strætó Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Reykjanesbær Tengdar fréttir Vel gert herra strætómálaráðherra Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum. 2. mars 2023 12:01 Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur. 1. mars 2023 22:18 Strætósamgöngur milli KEF og RVK eru óboðlegar Ég lagði í gær fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar. Hún lætur frekar lítið yfir sér en snertir mál sem er mikilvægara en það virðist í fyrstu. 2. febrúar 2023 07:01 „Þetta var algjör hörmung“ Samgönguverkfræðingur segir ekkert því til fyrirstöðu að á höfuðborgarsvæðinu verði til almenningssamgöngur á pari við þær sem finna má í borgum á borð við Lundúnir og Kaupmannahöfn - en halda þurfi rétt á spöðunum. Fréttastofa tók snúning á samgöngumálunum og ræddi við ferðamenn, sem sögðu farir sínar ekki sléttar af Strætó. 31. október 2022 09:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Mikillar óánægju hefur lengi gætt með samgöngur til og frá Leifsstöð. Víða erlendis eru strætisvagnar fyrsta val ferðamanna þegar kemur að ferðum til og frá flugvöllum. Það er hinsvegar ekki lenskan hér á landi, en þrátt fyrir að strætisvagn sé vissulega í boði eru ekki margir sem hreinlega gera sér grein fyrir því þar sem það er hvergi auglýst. Svo er óhætt að segja að eina strætóskýlið nálægt Leifstöð sé vandfundið. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar í febrúar síðastliðnum. Hvorki aðgengileg né augljós Í aðsendri grein á Vísi um málefnið sagði Hildur að allt sem viðkæmi Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar væri í hálfgerðum lamasessi. „Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að engan veginn er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur,“ sagði Hildur. Frétta- og tökumaður ákváðu að sannreyna þetta og taka út aðstæður í Leifsstöð í gær, sem sjá má í innslaginu hér fyrir ofan. Eftir smávægis basl við að finna eina strætóskýlið á svæðinu rétt misstum við af vagni 55. Næsta ferð var ekki fyrr en tæpum tveimur tímum síðar. Langflestir ferðamenn sem koma til landsins ferðast til höfuðborgararinnar með rútum einkafyrirtækja.Vísir/Vilhelm Rútur voru hinsvegar á hverju strái og ferðamenn streymdu í þær. Það virtist renna stoðum undir þá kenningu að ferðamenn almennt hafi ekki hugmynd um að strætó sé í boði líkt og fram kom í umfjöllun Vísis um málið í fyrra. Starfshópur vinnur að úrbótum En allt stendur þetta til bóta. Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp og boðar úrbætur í málaflokknum. Búist er við fyrstu tillögum starfshópsins í næsta mánuði og tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Í hópnum eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins, Vegagerðarinnar, Isavia, Strætó bs., Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og Kadeco. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort strætóskýlið verði fært nær flugstöðinni.
Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Strætó Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Reykjanesbær Tengdar fréttir Vel gert herra strætómálaráðherra Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum. 2. mars 2023 12:01 Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur. 1. mars 2023 22:18 Strætósamgöngur milli KEF og RVK eru óboðlegar Ég lagði í gær fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar. Hún lætur frekar lítið yfir sér en snertir mál sem er mikilvægara en það virðist í fyrstu. 2. febrúar 2023 07:01 „Þetta var algjör hörmung“ Samgönguverkfræðingur segir ekkert því til fyrirstöðu að á höfuðborgarsvæðinu verði til almenningssamgöngur á pari við þær sem finna má í borgum á borð við Lundúnir og Kaupmannahöfn - en halda þurfi rétt á spöðunum. Fréttastofa tók snúning á samgöngumálunum og ræddi við ferðamenn, sem sögðu farir sínar ekki sléttar af Strætó. 31. október 2022 09:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Vel gert herra strætómálaráðherra Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum. 2. mars 2023 12:01
Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur. 1. mars 2023 22:18
Strætósamgöngur milli KEF og RVK eru óboðlegar Ég lagði í gær fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar. Hún lætur frekar lítið yfir sér en snertir mál sem er mikilvægara en það virðist í fyrstu. 2. febrúar 2023 07:01
„Þetta var algjör hörmung“ Samgönguverkfræðingur segir ekkert því til fyrirstöðu að á höfuðborgarsvæðinu verði til almenningssamgöngur á pari við þær sem finna má í borgum á borð við Lundúnir og Kaupmannahöfn - en halda þurfi rétt á spöðunum. Fréttastofa tók snúning á samgöngumálunum og ræddi við ferðamenn, sem sögðu farir sínar ekki sléttar af Strætó. 31. október 2022 09:00