Hin 27 ára gamla Shiffrin sló met Svíans Ingemar Stenmark þegar hún vann sinn 87. heimsbikarmót og endaði tímabilið með 88 sigra.
Hún var síðan heimsbikarmeistari í samanlögðu, í svigi og í stórsvigi.
Árangur Shiffrin hefur auðvitað vakið mikla athygli og hún var gestur í Today Show á NBC sjónvarpsstöðinni. Þar útskýrði Shiffrin það sem stendur aftan á hjálminum hennar.
Það fyrra er „ABFTTB“ en hitt er „Be Nice, think first, have fun“.
„ABFTTB“ er það sem ein af átrúnaðargoðum hennar, skíðakonan Heidi Voelker, skrifaði á plakat fyrir hana og stendur fyrir „Always Be Faster Than The Boys“ eða „Vertu alltaf fljótari en strákarnir“ á íslensku.
Hitt var það sem foreldrar hennar sögðu alltaf við hana og er upp á íslensku „Vertu vingjarnleg, hugsaðu fyrst, hafðu gaman“.
Hér fyrir neðan má sjá Mikaela Shiffrin segja frá þessu í þættinum.