Hundurinn Seifur lætur vita ef eigandi hans er að fá flogakast Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. mars 2023 20:05 Auður Björnsdóttir hundaþjálfari á Ísafirði er ein af þeim, sem á heiðurinn af gerð myndbandsins en hún sér meðal annars um þjálfun hjálparhunda. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er með ólíkindum hvað hægt er að kenna hjálparhundum að gera fyrir eigendur sína, en þeir sækja meðal annars hluti, sem detta á gólfið, opna hurðir og geta ýtt á neyðarhnapp, auk þess að geta klætt eigendur sína úr sokkunum og úlpunni. Hundar eru mögnuð dýr því þeir eru svo næmir og skynja ótrúlegustu hluti. Hjálparhundar Íslands er félagsskapur, sem hefur m.a. það hlutverk að bæta umhverfi hjálparhunda svo þeir geti sinnt verkefnum sínum á þann hátt að það þjóni eigendum þeirra og um leið að hugað sé að velferð þeirra. Sérstakt myndband hefur verið búið til þar sem Hjálparhundar sjást vinna fyrir eigendur sína. Auður Björnsdóttir hundaþjálfari á Ísafirði er ein af þeim, sem á heiðurinn af gerð myndbandsins en hún sér meðal annars um þjálfun hjálparhunda. „Við hjá Hjálparhundum Íslands gerðum myndband, fengum styrk til að búa til myndband til að auglýsa hvað fer fram hjá okkur og hvað þessir hundar geta gert og eins hvað fólk á að hafa í huga í umgengni við þessa hunda,“ segir Auður. Seifur er til dæmis sérþjálfaður merkjahundur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað. Og Kjói, hundurinn hennar Söru, sem er heyrnarlaus lætur hana vita af óvæntum hljóðum, til dæmis þegar einhver kemur inn til hennar svo henni bregði ekki. Hundurinn Seifur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað.Aðsend Auður segir mjög gefandi að kenna hjálparhundum að vinna sína vinnu. „Já, mjög, mjög gefandi og skemmtilegt. Þetta er yfirleitt mjög skemmtilegt fyrir hundana, þeir hafa gaman af þessari vinnu og gefandi fyrir eigendurna, félagsskapur og aðstoð,” segir Auður. En snýst þetta þá um að hundurinn fái einhverja umbun fyrir verk sitt? „Já, maður velur yfirleitt hund, sem hefur gaman af því að vinna og ef hann á að sækja þá er betra að hafa hund, sem hefur gaman af því að sækja, tegund sem sagt og vinnur með eðli hundsins í verkefnunum,” segir Auður hundaþjálfari á Ísafirði. Kynningarmyndbandið frá Hjálparhundum Íslands Heimasíða Hjálparhunda Íslands Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Hundar Dýr Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Hundar eru mögnuð dýr því þeir eru svo næmir og skynja ótrúlegustu hluti. Hjálparhundar Íslands er félagsskapur, sem hefur m.a. það hlutverk að bæta umhverfi hjálparhunda svo þeir geti sinnt verkefnum sínum á þann hátt að það þjóni eigendum þeirra og um leið að hugað sé að velferð þeirra. Sérstakt myndband hefur verið búið til þar sem Hjálparhundar sjást vinna fyrir eigendur sína. Auður Björnsdóttir hundaþjálfari á Ísafirði er ein af þeim, sem á heiðurinn af gerð myndbandsins en hún sér meðal annars um þjálfun hjálparhunda. „Við hjá Hjálparhundum Íslands gerðum myndband, fengum styrk til að búa til myndband til að auglýsa hvað fer fram hjá okkur og hvað þessir hundar geta gert og eins hvað fólk á að hafa í huga í umgengni við þessa hunda,“ segir Auður. Seifur er til dæmis sérþjálfaður merkjahundur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað. Og Kjói, hundurinn hennar Söru, sem er heyrnarlaus lætur hana vita af óvæntum hljóðum, til dæmis þegar einhver kemur inn til hennar svo henni bregði ekki. Hundurinn Seifur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað.Aðsend Auður segir mjög gefandi að kenna hjálparhundum að vinna sína vinnu. „Já, mjög, mjög gefandi og skemmtilegt. Þetta er yfirleitt mjög skemmtilegt fyrir hundana, þeir hafa gaman af þessari vinnu og gefandi fyrir eigendurna, félagsskapur og aðstoð,” segir Auður. En snýst þetta þá um að hundurinn fái einhverja umbun fyrir verk sitt? „Já, maður velur yfirleitt hund, sem hefur gaman af því að vinna og ef hann á að sækja þá er betra að hafa hund, sem hefur gaman af því að sækja, tegund sem sagt og vinnur með eðli hundsins í verkefnunum,” segir Auður hundaþjálfari á Ísafirði. Kynningarmyndbandið frá Hjálparhundum Íslands Heimasíða Hjálparhunda Íslands
Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Hundar Dýr Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira