Hundurinn Seifur lætur vita ef eigandi hans er að fá flogakast Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. mars 2023 20:05 Auður Björnsdóttir hundaþjálfari á Ísafirði er ein af þeim, sem á heiðurinn af gerð myndbandsins en hún sér meðal annars um þjálfun hjálparhunda. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er með ólíkindum hvað hægt er að kenna hjálparhundum að gera fyrir eigendur sína, en þeir sækja meðal annars hluti, sem detta á gólfið, opna hurðir og geta ýtt á neyðarhnapp, auk þess að geta klætt eigendur sína úr sokkunum og úlpunni. Hundar eru mögnuð dýr því þeir eru svo næmir og skynja ótrúlegustu hluti. Hjálparhundar Íslands er félagsskapur, sem hefur m.a. það hlutverk að bæta umhverfi hjálparhunda svo þeir geti sinnt verkefnum sínum á þann hátt að það þjóni eigendum þeirra og um leið að hugað sé að velferð þeirra. Sérstakt myndband hefur verið búið til þar sem Hjálparhundar sjást vinna fyrir eigendur sína. Auður Björnsdóttir hundaþjálfari á Ísafirði er ein af þeim, sem á heiðurinn af gerð myndbandsins en hún sér meðal annars um þjálfun hjálparhunda. „Við hjá Hjálparhundum Íslands gerðum myndband, fengum styrk til að búa til myndband til að auglýsa hvað fer fram hjá okkur og hvað þessir hundar geta gert og eins hvað fólk á að hafa í huga í umgengni við þessa hunda,“ segir Auður. Seifur er til dæmis sérþjálfaður merkjahundur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað. Og Kjói, hundurinn hennar Söru, sem er heyrnarlaus lætur hana vita af óvæntum hljóðum, til dæmis þegar einhver kemur inn til hennar svo henni bregði ekki. Hundurinn Seifur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað.Aðsend Auður segir mjög gefandi að kenna hjálparhundum að vinna sína vinnu. „Já, mjög, mjög gefandi og skemmtilegt. Þetta er yfirleitt mjög skemmtilegt fyrir hundana, þeir hafa gaman af þessari vinnu og gefandi fyrir eigendurna, félagsskapur og aðstoð,” segir Auður. En snýst þetta þá um að hundurinn fái einhverja umbun fyrir verk sitt? „Já, maður velur yfirleitt hund, sem hefur gaman af því að vinna og ef hann á að sækja þá er betra að hafa hund, sem hefur gaman af því að sækja, tegund sem sagt og vinnur með eðli hundsins í verkefnunum,” segir Auður hundaþjálfari á Ísafirði. Kynningarmyndbandið frá Hjálparhundum Íslands Heimasíða Hjálparhunda Íslands Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Hundar Dýr Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Hundar eru mögnuð dýr því þeir eru svo næmir og skynja ótrúlegustu hluti. Hjálparhundar Íslands er félagsskapur, sem hefur m.a. það hlutverk að bæta umhverfi hjálparhunda svo þeir geti sinnt verkefnum sínum á þann hátt að það þjóni eigendum þeirra og um leið að hugað sé að velferð þeirra. Sérstakt myndband hefur verið búið til þar sem Hjálparhundar sjást vinna fyrir eigendur sína. Auður Björnsdóttir hundaþjálfari á Ísafirði er ein af þeim, sem á heiðurinn af gerð myndbandsins en hún sér meðal annars um þjálfun hjálparhunda. „Við hjá Hjálparhundum Íslands gerðum myndband, fengum styrk til að búa til myndband til að auglýsa hvað fer fram hjá okkur og hvað þessir hundar geta gert og eins hvað fólk á að hafa í huga í umgengni við þessa hunda,“ segir Auður. Seifur er til dæmis sérþjálfaður merkjahundur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað. Og Kjói, hundurinn hennar Söru, sem er heyrnarlaus lætur hana vita af óvæntum hljóðum, til dæmis þegar einhver kemur inn til hennar svo henni bregði ekki. Hundurinn Seifur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað.Aðsend Auður segir mjög gefandi að kenna hjálparhundum að vinna sína vinnu. „Já, mjög, mjög gefandi og skemmtilegt. Þetta er yfirleitt mjög skemmtilegt fyrir hundana, þeir hafa gaman af þessari vinnu og gefandi fyrir eigendurna, félagsskapur og aðstoð,” segir Auður. En snýst þetta þá um að hundurinn fái einhverja umbun fyrir verk sitt? „Já, maður velur yfirleitt hund, sem hefur gaman af því að vinna og ef hann á að sækja þá er betra að hafa hund, sem hefur gaman af því að sækja, tegund sem sagt og vinnur með eðli hundsins í verkefnunum,” segir Auður hundaþjálfari á Ísafirði. Kynningarmyndbandið frá Hjálparhundum Íslands Heimasíða Hjálparhunda Íslands
Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Hundar Dýr Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira