Spilling og óöryggi plaga Írak 20 árum eftir innrás hinna „viljugu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2023 12:31 Saddam Hussein var að lokum dæmdur og hengdur. Mörg ríki neituðu að taka þátt í innrásinni en Ísland var meðal hinna viljugu þjóða sem fylktu sér að baki Bandaríkjamönnum. Getty/David Furst Í dag eru 20 ár liðin frá því að 295 þúsund hermenn Bandaríkjanna og „bandalags viljugra“ réðust inn í Írak. Um það bil 200 þúsund almennir borgarar létust, 45 þúsund íraskir her- og lögreglumenn og fleiri en átta þúsund Bandaríkjamenn; hermenn og verktakar. Enn er deilt um ástæður þess að stjórnvöld vestanhafs ákváðu að láta til skarar skríða gegn Saddam Hussein. Hann hafði ranglega verið bendlaður við árásirnar 11. september 2001 og var, eins og frægt er orðið, ranglega sakaður um að eiga kjarnorkuvopn. Samkvæmt umfjöllun New York Times virðast sérfræðingar hallast að þeirri kenningu að þeir sem komu að ákvörðuninni um að ráðast inn í Írak hafi flestir viljað koma Hussein frá völdum og þannig leitt hjá sér allar ábendingar um að fullyrðingar um kjarnorkuvopn og annað ættu ekki við rök að styðjast. Ef til vill hafi verið um að ræða hugmyndafræðilega arfleifð frá 10. áratug síðustu aldar, þegar það varð formlega stefna stjórnvalda að koma Hussein frá völdum og menn ímynduðu sér að lýðræðisbylgja myndi fara yfir Mið-Austurlönd í kjölfarið. Rannsókn á fjöldagröfum í Mosul í kjölfar hernáms Ríkis íslam árið 2014. Bandaríkjamenn yfirgáfu Írak árið 2011.Getty/Ismael Adnan „Saddam Hussein var Hitler okkar tíma,“ hefur New York Times eftir Barham Salih, forseta Írak frá 2018 til 2022. Flestir virðast á einu máli um að fall Hussein hafi verið af hinu góða en eftirleikurinn hefur leikið Íraka grátt; margra ára borgarastyrjöld og yfirgengileg spilling. Meðal ungs fólks í Írak er einn af hverjum þremur atvinnulaus og Írak er í 157. sæti af 180 á lista Transparency International yfir spilltustu ríki heims. Spillinguna má að hluta til rekja til þess fyrirkomulags sem Bandaríkjamenn ákváðu að koma á, sem gekk út á samsteypustjórn súnníta, sjíta og Kúrda. Sajad Jiyad, íranskur stjórnmálafræðingur og sérfræðingur við bandarísku rannsóknarstofnunina Century Foundation, segir stjórnvöld „bandalag“ andstæðinga sem allir hafi freistað þess að sanka að sér eins miklum völdum og fjármunum og mögulegt er. Spillingin sé orðin svo djúpstæð að flokkarnir hegði sér eins og smákonungar og úthluti embættum, störfum og verkefnum til að kaupa sér völd eða verðlauna stuðningsmenn. Á sama tíma sé enginn ábyrgur. „Þeir sem rannsaka spillingu eru pólitískt skipaðir,“ segir hann. Um helmingur Íraka er of ungur til að muna eftir innrás Bandaríkjamanna og bandamanna.Getty/SOPA/Ismael Adnan Það sem gerir lífið í Írak enn erfiðara er að þar standa enn yfir átök. Í Diyala, norðaustur af Bagdad, létust átta í síðustu viku og frá því í janúar hafa fleiri en 40 látið lífið í átökum. Annars staðar, þar sem öryggið er meira, berst fólk við að ná endum saman. „Lífsskilyrðin eru ekki góð,“ segir hinn 37 ára Mohammed Hassan, fjarskiptaverkfræðingur og þriggja barna faðir. „Ég á varla nóg fram til enda mánaðarins svo ég sé ekki mikla framtíð,“ bætir hann við. „Það er synd. Við vildum alltaf vera laus við Saddam. Við vitum að Írak er ríkt og við vonuðum að ástandið myndi skána. En við fengum ekki það sem við vonuðumst eftir.“ Írak Bandaríkin Hernaður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Enn er deilt um ástæður þess að stjórnvöld vestanhafs ákváðu að láta til skarar skríða gegn Saddam Hussein. Hann hafði ranglega verið bendlaður við árásirnar 11. september 2001 og var, eins og frægt er orðið, ranglega sakaður um að eiga kjarnorkuvopn. Samkvæmt umfjöllun New York Times virðast sérfræðingar hallast að þeirri kenningu að þeir sem komu að ákvörðuninni um að ráðast inn í Írak hafi flestir viljað koma Hussein frá völdum og þannig leitt hjá sér allar ábendingar um að fullyrðingar um kjarnorkuvopn og annað ættu ekki við rök að styðjast. Ef til vill hafi verið um að ræða hugmyndafræðilega arfleifð frá 10. áratug síðustu aldar, þegar það varð formlega stefna stjórnvalda að koma Hussein frá völdum og menn ímynduðu sér að lýðræðisbylgja myndi fara yfir Mið-Austurlönd í kjölfarið. Rannsókn á fjöldagröfum í Mosul í kjölfar hernáms Ríkis íslam árið 2014. Bandaríkjamenn yfirgáfu Írak árið 2011.Getty/Ismael Adnan „Saddam Hussein var Hitler okkar tíma,“ hefur New York Times eftir Barham Salih, forseta Írak frá 2018 til 2022. Flestir virðast á einu máli um að fall Hussein hafi verið af hinu góða en eftirleikurinn hefur leikið Íraka grátt; margra ára borgarastyrjöld og yfirgengileg spilling. Meðal ungs fólks í Írak er einn af hverjum þremur atvinnulaus og Írak er í 157. sæti af 180 á lista Transparency International yfir spilltustu ríki heims. Spillinguna má að hluta til rekja til þess fyrirkomulags sem Bandaríkjamenn ákváðu að koma á, sem gekk út á samsteypustjórn súnníta, sjíta og Kúrda. Sajad Jiyad, íranskur stjórnmálafræðingur og sérfræðingur við bandarísku rannsóknarstofnunina Century Foundation, segir stjórnvöld „bandalag“ andstæðinga sem allir hafi freistað þess að sanka að sér eins miklum völdum og fjármunum og mögulegt er. Spillingin sé orðin svo djúpstæð að flokkarnir hegði sér eins og smákonungar og úthluti embættum, störfum og verkefnum til að kaupa sér völd eða verðlauna stuðningsmenn. Á sama tíma sé enginn ábyrgur. „Þeir sem rannsaka spillingu eru pólitískt skipaðir,“ segir hann. Um helmingur Íraka er of ungur til að muna eftir innrás Bandaríkjamanna og bandamanna.Getty/SOPA/Ismael Adnan Það sem gerir lífið í Írak enn erfiðara er að þar standa enn yfir átök. Í Diyala, norðaustur af Bagdad, létust átta í síðustu viku og frá því í janúar hafa fleiri en 40 látið lífið í átökum. Annars staðar, þar sem öryggið er meira, berst fólk við að ná endum saman. „Lífsskilyrðin eru ekki góð,“ segir hinn 37 ára Mohammed Hassan, fjarskiptaverkfræðingur og þriggja barna faðir. „Ég á varla nóg fram til enda mánaðarins svo ég sé ekki mikla framtíð,“ bætir hann við. „Það er synd. Við vildum alltaf vera laus við Saddam. Við vitum að Írak er ríkt og við vonuðum að ástandið myndi skána. En við fengum ekki það sem við vonuðumst eftir.“
Írak Bandaríkin Hernaður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira