Alfreð kom Lyngby í forystu á 24. mínútu leiksins áður en gestirnir jöfnuðu um miðjan síðari hálfleik. Íslendingarnir þrír, þeir Alfreð Finnbogason, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Finnsson, voru allir í byrjunarliði Lyngby í dag, en með stiginu lyfti liðið sér upp úr botnsæti deildarinnar.
Lyngby situr nú í 11. sæti deildarinnar með 16 stig þegar venjulegri deildarkeppni er lokið og deildinni verður nú skipt upp í efri- og neðri hluta.
INTENS DELER MED AC HORSENS 😬
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) March 19, 2023
Tak for fantastisk opbakning - igen 💙#SammenForLyngby pic.twitter.com/BzXGfLPyYE
Þá var Hákon Arnar Haraldsson einnig á skotskónum er FCK vann 2-1 sigur gegn Viborg. Hákon kom liðinu í forystu strax á 13. mínútu áður en hann var tekinn af velli á seinustu mínútu venjulegs leiktíma. Ísak Bergmann Jóhannesson var ekki í leikmannahópi FCK.
Kaupmannahafnarliðið situr í öðru sæti dönsku deildarinnar með 42 stig, einu stigi minna en topplið Nordsjælland.