Philadelphia-liðið hafði yfirhöndina frá upphafi leiks og leiddi með tíu stigum að loknum fyrsta leikhluta. Liðið hélt því forskoti út hálfleikinn og lítið breyttist í þriðja leikhluta.
Gestirnir gáfu svo í á nýjan leik í fjórða leikhluta og sigldu að lokum heim öruggum tuttugu stiga sigri, 141-121.
Joel Embiid var stigahæsti maður vallarins með 31 stig, en hann tók einnig sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Liðsfélagi hans hjá 76ers, Tyrese Maxey, skoraði einnig 31 stig, en í liði Pacers var Aaron Nesmith atkvæðamestur með 25 stig.
Þetta var áttundi sigur 76ers í NBA-deildinni í röð og níundi leikurinn í röð þar sem Embiid skorar þrjátíu stig eða meira.
Joel Embiid is the first player in Sixers history to drop 30+ points in 9 straight games.
— NBA (@NBA) March 19, 2023
Tonight: 31 PTS, 7 REB, 7 AST 🔥
Sixers have won 8 straight. pic.twitter.com/B5aXEKQcUO
Philadelphia 76ers situr nú í öðru sæti Austurdeildarinnar með 48 sigra og 22 töp, en Indiana Pacers situr í 11. sæti með 32 sigra og 39 töp.
Úrslit næturinnar
Denver Nuggets 110-116 New York Knicks
Orlando Magic 113-108 Los Angeles Clippers
Philadelphia 76ers 141-121 Indiana Pacers
Minnesota Timberwolves 107-122 Toronto Raptors
Sacramento Kings 132-117 Washington Wizards
Miami Heat 99-113 Chicago Bulls
Golden State Warriors 119-133 Memphis Grizzlies
Boston Celtics 117-118 Utah Jazz