Þetta staðfestir Pétur Benediktsson, varaslökkviliðsliðsstjóri í Grindavík, í samtali við Vísi. Hann segir að einn hafi verið á neðri hæð hússins og hann hafi komið sér út af sjálfsdáðum. Efri hæðin hafi verið mannlaus.
Pétur segir jafnframt að vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins og að einungis ætti eftir að reykræsta eftir hann.