Körfubolti

Nautin höfðu betur gegn Úlfunum í tvíframlengdum leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
DeMar DeRozan fór á kostum fyrir Cicago Bulls í nótt.
DeMar DeRozan fór á kostum fyrir Cicago Bulls í nótt. Quinn Harris/Getty Images

DeMar DeRozan og Zach LaVine drógu vagninn fyrir Nautin frá Chicago er liðið vann átta stiga sigur gegn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta í tvíframlengdum leik í nótt, 139-131.

DeRozan og LaVine skoruðu samtals 88 stig fyrir heimamenn í leik þar sem liðin skiptust 15 sinnum á forystunni og 15 sinnum var jafnt.

Gestirnir frá Minnesota höfðu þó nauma forystu lengst af í leiknum og leiddu með fimm stigum þegar flautað var til hálfleiks. Sú forysta var svo komin upp í tíu stig þegar komið var að fjórða og seinasta leikhlutanum.

Þar reyndust heimamenn sterkari og tryggðu sér að lokum framlengingu. Ekkert virtist geta skilið liðin að og því þurfti að framlengja aftur. Heimamenn náðu loks yfirhöndinni í seinni framlengingunni og unnu að lokum átta stiga sigur, 139-131.

Eins og áður segir voru það DeMar DeRozan og Zach LaVine sem voru atkvæðamestir fyrir heimamenn. DeRozan skoraði 49 stig fyrir Chicago liðið ásatm því að taka 14 fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. LaVine skoraði 39 stig fyrir liðið.

Úrslit næturinnar

Philadelphia 76ers 121-82 Charlotte Hornets

Golden State Warriors 119-127 Atlanta Hawks

Washington Wizards 94-117 Cleveland Cavaliers

Minnesota Timberwolves 131-139 Chicago Bulls

New Orleans Pelicans 112-114 Houston Rockets

Memphis Grizzlies 126-120 San Antonio Spurs

Boston Celtics 126-112 Portland Trailblazers

Dallas Mavericks 111-110 Los Angeles Lakers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×