Í tilkynningu á Facebooksíðu Landhelgisgæslunnar segir að þegar þyrlan kom á vettvang hafi sjúkraflutningamenn og björgunarsveitarfólk á vegum Landsbjargar þegar verið komið á staðinn.
Hlúð hafi verið að manninum á staðnum áður en hann var fluttur á Landspítalann í Fossvogi um borð í TF-GNÁ.