Dómar fyrir að smygla inn kókaínfylltri jólastyttu mildaðir Árni Sæberg skrifar 17. mars 2023 22:55 Lögregla kom hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og gerviefnum var komið fyrir í stað fíkniefnanna áður en mennirnir sóttu hana. Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi tvo karlmenn í tíu og tólf mánaða fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings, með því að hafa sótt jólastyttu fulla af kókaíni á pósthús, í dag. Mennirnir höfðu áður verið dæmdir í átján og 21 mánaðar fangelsi. Mennirnir voru sakfelldir fyrir að hafa reynt að sækja styttuna, sem borist hafði frá Þýskalandi, í desember árið 2021. Tollgæslan hafði fyrir það haft samband við lögreglu vegna þess að um eitt kíló af kókaíni hafði fundist í styttunni. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og gerviefnum var komið fyrir í stað fíkniefnanna. Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Í héraði taldi dómari skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir voru dæmdir til átján mánaða fangelsisvistar annars vega og 21 mánaða fangelsisvistar hins vegar. Dómar mildaðir vegna lítils styrks efnanna Landsréttur staðfesti sakfellingu mannanna með vísan til forsendna héraðsdóms en mildaði fangelsisdómana verulega. Í niðurstöðukafla dómsins segir að um hafi verið að ræða mikið magn hættulegra fíkniefna en með hliðsjón af litlum styrkleika efnanna, sem var aðeins um sautján prósent, þyki refsing annars þeirra hæfilega ákveðin fangelsi í tíu mánuði og hins fangelsi í tólf mánuði. Þá voru mennirnir dæmdir til að greiða þóknun verjenda sinna fyrir Landsrétti, um eina milljón króna hvor. Áður höfðu þeir verið dæmdir til að greiða um 2,2 milljónir króna annars vegar og ríflega þrjár milljónir króna hins vegar í málskostnað fyrir héraði. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira
Mennirnir voru sakfelldir fyrir að hafa reynt að sækja styttuna, sem borist hafði frá Þýskalandi, í desember árið 2021. Tollgæslan hafði fyrir það haft samband við lögreglu vegna þess að um eitt kíló af kókaíni hafði fundist í styttunni. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og gerviefnum var komið fyrir í stað fíkniefnanna. Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Í héraði taldi dómari skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir voru dæmdir til átján mánaða fangelsisvistar annars vega og 21 mánaða fangelsisvistar hins vegar. Dómar mildaðir vegna lítils styrks efnanna Landsréttur staðfesti sakfellingu mannanna með vísan til forsendna héraðsdóms en mildaði fangelsisdómana verulega. Í niðurstöðukafla dómsins segir að um hafi verið að ræða mikið magn hættulegra fíkniefna en með hliðsjón af litlum styrkleika efnanna, sem var aðeins um sautján prósent, þyki refsing annars þeirra hæfilega ákveðin fangelsi í tíu mánuði og hins fangelsi í tólf mánuði. Þá voru mennirnir dæmdir til að greiða þóknun verjenda sinna fyrir Landsrétti, um eina milljón króna hvor. Áður höfðu þeir verið dæmdir til að greiða um 2,2 milljónir króna annars vegar og ríflega þrjár milljónir króna hins vegar í málskostnað fyrir héraði.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira