Dómar fyrir að smygla inn kókaínfylltri jólastyttu mildaðir Árni Sæberg skrifar 17. mars 2023 22:55 Lögregla kom hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og gerviefnum var komið fyrir í stað fíkniefnanna áður en mennirnir sóttu hana. Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi tvo karlmenn í tíu og tólf mánaða fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings, með því að hafa sótt jólastyttu fulla af kókaíni á pósthús, í dag. Mennirnir höfðu áður verið dæmdir í átján og 21 mánaðar fangelsi. Mennirnir voru sakfelldir fyrir að hafa reynt að sækja styttuna, sem borist hafði frá Þýskalandi, í desember árið 2021. Tollgæslan hafði fyrir það haft samband við lögreglu vegna þess að um eitt kíló af kókaíni hafði fundist í styttunni. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og gerviefnum var komið fyrir í stað fíkniefnanna. Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Í héraði taldi dómari skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir voru dæmdir til átján mánaða fangelsisvistar annars vega og 21 mánaða fangelsisvistar hins vegar. Dómar mildaðir vegna lítils styrks efnanna Landsréttur staðfesti sakfellingu mannanna með vísan til forsendna héraðsdóms en mildaði fangelsisdómana verulega. Í niðurstöðukafla dómsins segir að um hafi verið að ræða mikið magn hættulegra fíkniefna en með hliðsjón af litlum styrkleika efnanna, sem var aðeins um sautján prósent, þyki refsing annars þeirra hæfilega ákveðin fangelsi í tíu mánuði og hins fangelsi í tólf mánuði. Þá voru mennirnir dæmdir til að greiða þóknun verjenda sinna fyrir Landsrétti, um eina milljón króna hvor. Áður höfðu þeir verið dæmdir til að greiða um 2,2 milljónir króna annars vegar og ríflega þrjár milljónir króna hins vegar í málskostnað fyrir héraði. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Mennirnir voru sakfelldir fyrir að hafa reynt að sækja styttuna, sem borist hafði frá Þýskalandi, í desember árið 2021. Tollgæslan hafði fyrir það haft samband við lögreglu vegna þess að um eitt kíló af kókaíni hafði fundist í styttunni. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og gerviefnum var komið fyrir í stað fíkniefnanna. Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Í héraði taldi dómari skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir voru dæmdir til átján mánaða fangelsisvistar annars vega og 21 mánaða fangelsisvistar hins vegar. Dómar mildaðir vegna lítils styrks efnanna Landsréttur staðfesti sakfellingu mannanna með vísan til forsendna héraðsdóms en mildaði fangelsisdómana verulega. Í niðurstöðukafla dómsins segir að um hafi verið að ræða mikið magn hættulegra fíkniefna en með hliðsjón af litlum styrkleika efnanna, sem var aðeins um sautján prósent, þyki refsing annars þeirra hæfilega ákveðin fangelsi í tíu mánuði og hins fangelsi í tólf mánuði. Þá voru mennirnir dæmdir til að greiða þóknun verjenda sinna fyrir Landsrétti, um eina milljón króna hvor. Áður höfðu þeir verið dæmdir til að greiða um 2,2 milljónir króna annars vegar og ríflega þrjár milljónir króna hins vegar í málskostnað fyrir héraði.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira