Knattspyrnusamband Bólivíu ákvað að setja alla dómarana í bann eftir umdeildan enda á leik Palmaflor og Blooming um helgina.
Bolivia s soccer federation suspended six match officials after they added 42 minutes in a professional national league match.
— KTN News (@KTNNewsKE) March 16, 2023
https://t.co/UjUGTtn1g2
Dómarinn Julio Gutierrez bætti 42 mínútum við leikinn sem Palmaflor vann 3-2 sigur.
Ástæðan fyrir því að Gutierrez bætti öllum þessum mínútum við kom til vegna þess að myndbandadómararnir þurftu að taka sér mjög langan tíma í skoða tvö atriði. ESPN segir frá.
Annað atriðið sem tók svo langan tíma að skoða í Varsjánni var annað mark Palmaflor liðsins en hitt var þegar slagsmál brutust út sem enduðu með tveimur rauðum spjöldum á gestina.
Palmaflor skoraði sigurmark sitt í leiknum á 38. mínútu í uppbótatíma.
Forráðamenn Blooming voru mjög ósáttir með uppbótatímann og vöktu meðal annars athygli á því að með þessu hafi dómararnir sett leikmenn liðanna í mikla meiðslahættu.
Einn af hæstráðendum hjá Palmaflor er Evo Morales, fyrrum forseti landsins. Morales réð öllu í Bólivíu frá 2006 til 2019 en Palmaflor komst upp í efstu deild í fyrra.
En Bolivia, unos árbitros han sido suspendidos por añadir 42 minutos. La comisión así lo ha decidido hasta que se revisen los audios y videos del partido y la sala VAR para determinar responsabilidades individuales y colectivas. pic.twitter.com/9MWZRcJkDp
— Pável Fernández (@PavelFdez) March 15, 2023