Nú hægt að einbeita sér að því sem skiptir máli Bjarki Sigurðsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 15. mars 2023 14:59 Ragnar Þór Ingólfsson var endurkjörinn formaður VR í dag. Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýendurkjörinn formaður stéttarfélagsins VR, segist vera sáttur við niðurstöðuna í formannskosningunum. Hann telur hópinn sem kemur nýr í stjórn félagsins vera mjög öflugan. Tilkynnt var í dag að Ragnar Þór Ingólfsson hafi verið endurkjörinn formaður VR með 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu Hrannar Hjartardóttur sem bauð sig fram á móti honum. Í samtali við fréttastofu segist Ragnar vera sáttur með niðurstöðuna og les í hana að hann sé með mikinn stuðning innan félagsins. „Við erum með stórt og mikið félag, það er mikil breidd. Við erum með alla tekjuhópa, allt menntastig og þar fram eftir götunum. Þannig að það er mikil áskorun að setja saman kröfugerð og ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir alla. það er oft líklegra að það séu allir jafn óánægðir en jafn ánægðir. Í ljósi þess að ég er eini formaðurinn sem hefur staðið af sér mótframboð þá er ég ótrúlega sáttur við niðurstöðuna,“ segir Ragnar. Klippa: Krefjandi tímar framundan Tímarnir framundan hjá VR eru mjög krefjandi að mati Ragnars og því sé það mikilvægt að vera samheldin og þétt. Framundan eru kjarasamningar í rúmlega tíu prósent verðbólga og segir hann leigumarkaðinn vera vígvöll. Honum þykir það gott að þessari baráttu sé lokið svo hægt sé að einbeita sér að því sem skiptir máli. Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder og Vala Ólöf Kristjánsdóttir koma öll ný inn í stjórn VR og missa Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Helga Ingólfsdóttir sæti sín. Þær buðu sig báðar aftur fram. „Ég get unnið með öllum og ég held að þessi hópur sem er að koma inn í stjórnina sé bara mjög öflugur. Það sem við þurfum á að halda í verkefnunum fram undan. Ég hef engar áhyggjur af öðru en að stjórn muni snúa bökum saman og vinna fyrir félagsfólk og fólkið í landinu inn í næstu kjaraviðræður,“ segir Ragnar. Stéttarfélög Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Ragnar Þór Ingólfsson hafi verið endurkjörinn formaður VR með 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu Hrannar Hjartardóttur sem bauð sig fram á móti honum. Í samtali við fréttastofu segist Ragnar vera sáttur með niðurstöðuna og les í hana að hann sé með mikinn stuðning innan félagsins. „Við erum með stórt og mikið félag, það er mikil breidd. Við erum með alla tekjuhópa, allt menntastig og þar fram eftir götunum. Þannig að það er mikil áskorun að setja saman kröfugerð og ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir alla. það er oft líklegra að það séu allir jafn óánægðir en jafn ánægðir. Í ljósi þess að ég er eini formaðurinn sem hefur staðið af sér mótframboð þá er ég ótrúlega sáttur við niðurstöðuna,“ segir Ragnar. Klippa: Krefjandi tímar framundan Tímarnir framundan hjá VR eru mjög krefjandi að mati Ragnars og því sé það mikilvægt að vera samheldin og þétt. Framundan eru kjarasamningar í rúmlega tíu prósent verðbólga og segir hann leigumarkaðinn vera vígvöll. Honum þykir það gott að þessari baráttu sé lokið svo hægt sé að einbeita sér að því sem skiptir máli. Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder og Vala Ólöf Kristjánsdóttir koma öll ný inn í stjórn VR og missa Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Helga Ingólfsdóttir sæti sín. Þær buðu sig báðar aftur fram. „Ég get unnið með öllum og ég held að þessi hópur sem er að koma inn í stjórnina sé bara mjög öflugur. Það sem við þurfum á að halda í verkefnunum fram undan. Ég hef engar áhyggjur af öðru en að stjórn muni snúa bökum saman og vinna fyrir félagsfólk og fólkið í landinu inn í næstu kjaraviðræður,“ segir Ragnar.
Stéttarfélög Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira