Kosningum til formanns VR lýkur í dag Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2023 09:07 Ragnar Þór Ingólfsson og Elva Hrönn Hjartardóttir sækjast eftir því að verða formenn VR næstu tvö árin. vísir/vilhelm Kosningum til formanns stéttarfélagsins VR lýkur í dag á hádegi. Tvö eru í framboði, Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, og Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR. Úrslitin verða tilkynnt upp úr klukkan eitt í dag. Ragnar hefur verið formaður félagsins síðan árið 2017. Hann fékk einnig mótframboð árið 2021 þegar Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram á móti honum. Hlaut Ragnar þá 63 prósent atkvæða en Helga Guðrún 34,4 prósent. Ragnar Þór var sjálfkjörinn án mótframboðs árið 2019. Elva Hrönn hefur starfað hjá VR síðan árið 2019 eftir að hafa starfað hjá auglýsingastofunni Sahara. Þá hefur hún gegnt embætti trúnaðarmanns innan félagsins. Ragnar og Elva mættust í Pallborðinu hér á Vísi í síðustu viku, daginn áður en kosningin hófst. Þau greindi á um samstarf við önnur verkalýðsfélög og stöðu félagsins innan Alþýðusambandsins. Kallaði Elva eftir því að formaður VR hefði áhuga á fleiri málefnum. „Því það sem hann brennur fyrir fær vissulega eitthvað brautargengi. Að sama skapi ef hann minnist ekki á önnur málefni er voðalega lítið rætt um þau nema í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Elva Hrönn meðal annars. Til að mynda ætti það við um málefni ungs fólks, útlendinga og jafnréttismál. Klippa: Samstaða og sundrung Ragnar sagðist hafa unnið að fjölda verkefna sem ekki fengju athygli í fjölmiðlum, til að mynda við húsnæðismál ungs fólks með tilurð hlutdeildarlána. „Við höfum svo sannarlega verið að beita okkur fyrir þessa hópa sem eru hvað viðkvæmastir. Eru að lenda í því að fá tugþúsunda hækkanir á leigu. Við hótuðum því til dæmis að taka alla sjóði VR út úr Kviku banka, sem var þá nýbúinn að taka yfir Gamma sem þá átti Almenna leigufélagið. Sem varð til þess að allar hækkanir voru dregnar til baka og fólki varð boðinn langtíma samningur og meiri stöðugleiki,“ sagði Ragnar Þór. Einnig er kosið í stjórn félagsins en alls eru sextán manns í framboði. Sjö manns fá sæti í stjórninni og þrír verða varamenn. Í framboði eru: Árni Konráð Árnason Gabríel Benjamin Halla Gunnarsdóttir Helga Ingólfsdóttir Jennifer Schröder Jóhanna Gunnarsdóttir Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir Nökkvi Harðarson Ólafur Reimar Gunnarsson Sigríður Hallgrímsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Vala Ólöf Kristinsdóttir Þorsteinn Þórólfsson Þórir Hilmarsson Ævar Þór Magnússon Kosningunni lýkur klukkan 12 í dag og rúmum klukkutíma síðar verða frambjóðendur boðaðir á fund með kjörstjórn þar sem úrslitin verða tilkynnt. Stéttarfélög Tengdar fréttir Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku. 7. mars 2023 20:01 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Ragnar hefur verið formaður félagsins síðan árið 2017. Hann fékk einnig mótframboð árið 2021 þegar Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram á móti honum. Hlaut Ragnar þá 63 prósent atkvæða en Helga Guðrún 34,4 prósent. Ragnar Þór var sjálfkjörinn án mótframboðs árið 2019. Elva Hrönn hefur starfað hjá VR síðan árið 2019 eftir að hafa starfað hjá auglýsingastofunni Sahara. Þá hefur hún gegnt embætti trúnaðarmanns innan félagsins. Ragnar og Elva mættust í Pallborðinu hér á Vísi í síðustu viku, daginn áður en kosningin hófst. Þau greindi á um samstarf við önnur verkalýðsfélög og stöðu félagsins innan Alþýðusambandsins. Kallaði Elva eftir því að formaður VR hefði áhuga á fleiri málefnum. „Því það sem hann brennur fyrir fær vissulega eitthvað brautargengi. Að sama skapi ef hann minnist ekki á önnur málefni er voðalega lítið rætt um þau nema í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Elva Hrönn meðal annars. Til að mynda ætti það við um málefni ungs fólks, útlendinga og jafnréttismál. Klippa: Samstaða og sundrung Ragnar sagðist hafa unnið að fjölda verkefna sem ekki fengju athygli í fjölmiðlum, til að mynda við húsnæðismál ungs fólks með tilurð hlutdeildarlána. „Við höfum svo sannarlega verið að beita okkur fyrir þessa hópa sem eru hvað viðkvæmastir. Eru að lenda í því að fá tugþúsunda hækkanir á leigu. Við hótuðum því til dæmis að taka alla sjóði VR út úr Kviku banka, sem var þá nýbúinn að taka yfir Gamma sem þá átti Almenna leigufélagið. Sem varð til þess að allar hækkanir voru dregnar til baka og fólki varð boðinn langtíma samningur og meiri stöðugleiki,“ sagði Ragnar Þór. Einnig er kosið í stjórn félagsins en alls eru sextán manns í framboði. Sjö manns fá sæti í stjórninni og þrír verða varamenn. Í framboði eru: Árni Konráð Árnason Gabríel Benjamin Halla Gunnarsdóttir Helga Ingólfsdóttir Jennifer Schröder Jóhanna Gunnarsdóttir Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir Nökkvi Harðarson Ólafur Reimar Gunnarsson Sigríður Hallgrímsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Vala Ólöf Kristinsdóttir Þorsteinn Þórólfsson Þórir Hilmarsson Ævar Þór Magnússon Kosningunni lýkur klukkan 12 í dag og rúmum klukkutíma síðar verða frambjóðendur boðaðir á fund með kjörstjórn þar sem úrslitin verða tilkynnt.
Árni Konráð Árnason Gabríel Benjamin Halla Gunnarsdóttir Helga Ingólfsdóttir Jennifer Schröder Jóhanna Gunnarsdóttir Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir Nökkvi Harðarson Ólafur Reimar Gunnarsson Sigríður Hallgrímsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Vala Ólöf Kristinsdóttir Þorsteinn Þórólfsson Þórir Hilmarsson Ævar Þór Magnússon
Stéttarfélög Tengdar fréttir Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku. 7. mars 2023 20:01 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku. 7. mars 2023 20:01