Mörg ríki með verra drykkjarvatn en Venesúela að mati Birgis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. mars 2023 11:11 Birgir Þórarinsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði gæði drykkjarvatns í Venesúela að umtalsefni á opnum nefndarfundi á Alþingi í dag þar sem rætt var um alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Suður-Ameríkuríkinu. Formaður kærunefndar útlendingamála benti Birgir hins vegar á að heildarmat á aðstæðum þar í landi benti til algjörs hruns réttarkerfisins. Greint var frá því í síðasta mánuði að Útlendingastofnun hafi ekki synjað neinum ríkisborgara frá Venesúela um vernd í efnislegri meðferð frá því úrskurður kærunefndar Útlendingamála um viðbótarvernd lá fyrir síðasta sumar enda sé stofnunin bundin af úrskurðum nefndarinnar. Af fjórtán hundruð umsóknum sem biðu afgreiðslu í janúar voru níu hundruð frá fólki frá Venesúela. Óöld hefur litað daglegt líf Venesúelabúa síðustu ár en kúgunartilburðir Nicolasar Maduro forseta og öryggissveita hans hafa leitt til þess að íbúar hafa flúið unnvörpum það ofbeldi og hótanir sem þeir hafa sætt. Sjö milljónir Venesúelabúa eru á flótta samkvæmt opinberum tölum. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefur flúið til Kólumbíu og annarra landa nærri heimahögunum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bað þess vegna um að haldinn yrði opinn fundur í Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, þar sem þessi málefni voru rædd. Þar voru mætt Þorsteinn Gunnarsson, formaður kærunefndar útlendingamála, og Jóna Aðalheiður Pálmadóttir yfirlögfræðingur, til að svara spurningum nefndarmanna. Á fundinum voru Birgir og Þorsteinn í aðalhlutverki enda voru nokkrir aðrir nefndarmenn nokkuð gagnrýnir á fundinn. Þannig kallaði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins fundinn „leikaraskap“ auk þess sem að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar taldi það nokkuð sérstakt að formaður sjálfstæðrar kærunefndar væri kallaður til „þriðju gráðu yfirheyrslu“ á nefndarfundi á Alþingi. Minntist á að fjöldi annarra ríkja væri með verra drykkjarvatn en í Venesúela Á fundinum spurði Birgir Þorstein ítrekað út í fyrrnefndan úrskurð kærunefndarinnar, sem Þorsteinn veitir formennsku, um viðbótarvernd fyrir ríkisborgara Venesúela. Gerði Birgir meðal annars að umtalsefni að hann gæti ekki séð aðstæður í Venesúela gerðu það að verkum að þeir sem þaðan kæmi hingað til lands væru flóttamenn, samkvæmt skilgreingu á hugtakinu flóttamaður í lögum um útlendinga. Gerði hann það að umtalsefni að í úrskurðinum hafi kærunefndin vísað í efnahagslegar aðstæður í Venesúela. Heyra mátti á Birgi að það teldi hann ekki forsvaranlegt. „Í þessum úrskurði vísið þið meðal annars í alvarlegt efnahagsástand í Venesúela og þú nefndir það hér áðan í þínu máli að þið hafið litið til efnahagsaðstæðna. Þið vísið í þetta alvarlega efnahagsástand, það sé skortur á hreinu vatni, heilbrigðisþjónustu og það sé há glæpatíðni. Efnahagsástand, vatnsgæði, heilbrigðisþjónusta og glæpatíðni er ekki að finna í hinni lagalegu skilgreiningu á flóttamanni. Það má geta þess að það eru 86 lönd með verra drykkjarvatn en Venesúela,“ sagði Birgir. Óvíst er hvar Birgir fékk þær upplýsingar en samkvæmt lista bandaríska háskólans Yale um aðgang að hreinu vatni er Venesúela á 94. sæti lista, sem er frá árinu 2020. Taldi Birgir að með þessu væri kærunefndin að útvíkka skilgreiningu á flóttamönnum. „Hvar sækið þið þessa lagaheimild, að útvíkka skilgreininguna á flóttamönnum til að ná til þeirra sem ekki hafa aðgang að vatni í tilteknum gæðaflokki, efnahagsástandið er slæmt og svo framvegis. Hvar sækið þið þessa lagaheimild? Það er greinilega verið að útiloka þessa lagaheimild, formaður kærunefndar,“ sagði Birgir. Benti Þorsteinn Birgi þá á að í umræddum úrskurði að nefndin hefði ekki komist að þeirri niðurstöðu að viðkomandi einstaklingur væri flóttamaður í skilgreiningu flóttamannahugtaksins. „Heldur komst nefndin að þeirri niðurstöðu að það væri tilefni til þess að veita svokallaða viðbótarvernd. Viðbótarverndin er að fjalla um ómannúðlegar ástæður. Þetta er allt rakið í úrskurðinum, enn og aftur,“ sagði Þorsteinn sem hafði ítrekað vísað í umræddan úrskurð á fundinum. Byggt á heildarmati Benti Þorsteinn á að gagnlegt væri að lesa úrskurði nefndarinnar í heild sinni og ekki taka einstaka setningar þar úr samhengi við aðrar. „Þar kemur sérstaklega fram að það er ekki byggt á efnahagslegum ástæðum heldur að því marki, og það er mikilvægt þegar verið er að lesa úrskurði nefndarinnar að þeir séu lesnir í heild sinni og í samhengi,“ sagði Þorsteinn. „Þegar það er tekið út orðfæri eins og aðgangur að drykkjarvatni þá er það tekið út úr setningu. Í sömu setningu er vísað til algjörs hruns réttarkerfisins í Venesúela sem er heildarmat á aðstæðum,“ sagði Þorsteinn sem vísaði í, líkt og hann hefur áður gert, að ákvarðanir nefndarinnar séu ekki byggðar á sögusögnum heldur traustum gögnum. „Niðurstaðan er sú að jú, það eru lélegar efnahagsaðstæður í Venesúela en það er ein af birtingarmyndum þess sem er í gangi þar. Það er ekki sjálfstæð ástæða þess að verið er að veita viðbótarvernd.“ Umrætt samhengi úr umræddum úrskurði kærunefndar útlendingamála „Á hinn bóginn er það mat kærunefndar að þegar markvissar aðgerðir stjórnvalda til að bæla niður andstöðu í landinu, alvarlegt efnahagsástand þar sem laun duga ekki til að uppfylla grunnþarfir almennings í landinu, skortur á hreinu drykkjarvatni, há glæpatíðni, skortur á lögregluvernd og algert hrun réttarkerfisins leggjast saman geti aðstæður einstaklinga við endursendingu til Venesúela náð því marki að rétt sé að veita þeim viðbótarvernd hér á landi.“ Venesúela Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Hafa hægt á afgreiðslu umsókna frá Venesúela vegna rannsóknarskyldu Útlendingastofnun hefur ekki synjað neinum ríkisborgara frá Venesúela um vernd í efnislegri meðferð frá því úrskurður kærunefndar Útlendingamála um viðbótarvernd lá fyrir síðasta sumar enda bundin af úrskurðum hennar. Af fjórtán hundruð umsóknum sem bíða afgreiðslu eru níu hundruð frá fólki frá Venesúela. 13. febrúar 2023 18:59 Ákvarðanir byggðar á traustum gögnum en ekki sögusögnum Formaður kærunefndar útlendingamála segir að nefndin geti ekki byggt sína úrskurði á einhverjum sögusögnum um að hugsanlega séu einhverjir milligönguaðilar að lokka fólk til landsins. Nefndin byggi á áreiðanlegustu landsupplýsingum um aðstæður í heimalandinu á hverjum tíma. Dómsmálaráðherra segir að bregðast verði við ákveðinni þróun sem orðið hefur í málum flóttafólks frá Venesúela. 13. febrúar 2023 13:46 Fólk komi ekki frá Venesúela til að nýta velferðarkerfið Ekkert bendir til þess að fólk frá Venesúela komi til Íslands þess að misnota velferðarkerfið í stórum stíl segir þingkona Pírata. Það hryggi hana að menn ýti undir fordóma með slíkum málflutningi. Myndband frá ferðaskrifstofu í Venesúela lofar fólki sem fer til Íslands öllu fögru. 12. febrúar 2023 21:30 „Ótrúlega bíræfið“ að auglýsa misnotkun á íslensku velferðarkerfi Ferðaskrifstofa í Venesúela auglýsir gott velferðarkerfi og há meðallaun á Íslandi; lágmarkslaun frá 500 þúsund allt upp í 850 þúsund krónur. Þingmann hefur grunað að starfræktur sé iðnaður í Venesúela þar sem fólk er hvatt til að leita hingað til lands. 12. febrúar 2023 12:33 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Greint var frá því í síðasta mánuði að Útlendingastofnun hafi ekki synjað neinum ríkisborgara frá Venesúela um vernd í efnislegri meðferð frá því úrskurður kærunefndar Útlendingamála um viðbótarvernd lá fyrir síðasta sumar enda sé stofnunin bundin af úrskurðum nefndarinnar. Af fjórtán hundruð umsóknum sem biðu afgreiðslu í janúar voru níu hundruð frá fólki frá Venesúela. Óöld hefur litað daglegt líf Venesúelabúa síðustu ár en kúgunartilburðir Nicolasar Maduro forseta og öryggissveita hans hafa leitt til þess að íbúar hafa flúið unnvörpum það ofbeldi og hótanir sem þeir hafa sætt. Sjö milljónir Venesúelabúa eru á flótta samkvæmt opinberum tölum. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefur flúið til Kólumbíu og annarra landa nærri heimahögunum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bað þess vegna um að haldinn yrði opinn fundur í Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, þar sem þessi málefni voru rædd. Þar voru mætt Þorsteinn Gunnarsson, formaður kærunefndar útlendingamála, og Jóna Aðalheiður Pálmadóttir yfirlögfræðingur, til að svara spurningum nefndarmanna. Á fundinum voru Birgir og Þorsteinn í aðalhlutverki enda voru nokkrir aðrir nefndarmenn nokkuð gagnrýnir á fundinn. Þannig kallaði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins fundinn „leikaraskap“ auk þess sem að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar taldi það nokkuð sérstakt að formaður sjálfstæðrar kærunefndar væri kallaður til „þriðju gráðu yfirheyrslu“ á nefndarfundi á Alþingi. Minntist á að fjöldi annarra ríkja væri með verra drykkjarvatn en í Venesúela Á fundinum spurði Birgir Þorstein ítrekað út í fyrrnefndan úrskurð kærunefndarinnar, sem Þorsteinn veitir formennsku, um viðbótarvernd fyrir ríkisborgara Venesúela. Gerði Birgir meðal annars að umtalsefni að hann gæti ekki séð aðstæður í Venesúela gerðu það að verkum að þeir sem þaðan kæmi hingað til lands væru flóttamenn, samkvæmt skilgreingu á hugtakinu flóttamaður í lögum um útlendinga. Gerði hann það að umtalsefni að í úrskurðinum hafi kærunefndin vísað í efnahagslegar aðstæður í Venesúela. Heyra mátti á Birgi að það teldi hann ekki forsvaranlegt. „Í þessum úrskurði vísið þið meðal annars í alvarlegt efnahagsástand í Venesúela og þú nefndir það hér áðan í þínu máli að þið hafið litið til efnahagsaðstæðna. Þið vísið í þetta alvarlega efnahagsástand, það sé skortur á hreinu vatni, heilbrigðisþjónustu og það sé há glæpatíðni. Efnahagsástand, vatnsgæði, heilbrigðisþjónusta og glæpatíðni er ekki að finna í hinni lagalegu skilgreiningu á flóttamanni. Það má geta þess að það eru 86 lönd með verra drykkjarvatn en Venesúela,“ sagði Birgir. Óvíst er hvar Birgir fékk þær upplýsingar en samkvæmt lista bandaríska háskólans Yale um aðgang að hreinu vatni er Venesúela á 94. sæti lista, sem er frá árinu 2020. Taldi Birgir að með þessu væri kærunefndin að útvíkka skilgreiningu á flóttamönnum. „Hvar sækið þið þessa lagaheimild, að útvíkka skilgreininguna á flóttamönnum til að ná til þeirra sem ekki hafa aðgang að vatni í tilteknum gæðaflokki, efnahagsástandið er slæmt og svo framvegis. Hvar sækið þið þessa lagaheimild? Það er greinilega verið að útiloka þessa lagaheimild, formaður kærunefndar,“ sagði Birgir. Benti Þorsteinn Birgi þá á að í umræddum úrskurði að nefndin hefði ekki komist að þeirri niðurstöðu að viðkomandi einstaklingur væri flóttamaður í skilgreiningu flóttamannahugtaksins. „Heldur komst nefndin að þeirri niðurstöðu að það væri tilefni til þess að veita svokallaða viðbótarvernd. Viðbótarverndin er að fjalla um ómannúðlegar ástæður. Þetta er allt rakið í úrskurðinum, enn og aftur,“ sagði Þorsteinn sem hafði ítrekað vísað í umræddan úrskurð á fundinum. Byggt á heildarmati Benti Þorsteinn á að gagnlegt væri að lesa úrskurði nefndarinnar í heild sinni og ekki taka einstaka setningar þar úr samhengi við aðrar. „Þar kemur sérstaklega fram að það er ekki byggt á efnahagslegum ástæðum heldur að því marki, og það er mikilvægt þegar verið er að lesa úrskurði nefndarinnar að þeir séu lesnir í heild sinni og í samhengi,“ sagði Þorsteinn. „Þegar það er tekið út orðfæri eins og aðgangur að drykkjarvatni þá er það tekið út úr setningu. Í sömu setningu er vísað til algjörs hruns réttarkerfisins í Venesúela sem er heildarmat á aðstæðum,“ sagði Þorsteinn sem vísaði í, líkt og hann hefur áður gert, að ákvarðanir nefndarinnar séu ekki byggðar á sögusögnum heldur traustum gögnum. „Niðurstaðan er sú að jú, það eru lélegar efnahagsaðstæður í Venesúela en það er ein af birtingarmyndum þess sem er í gangi þar. Það er ekki sjálfstæð ástæða þess að verið er að veita viðbótarvernd.“ Umrætt samhengi úr umræddum úrskurði kærunefndar útlendingamála „Á hinn bóginn er það mat kærunefndar að þegar markvissar aðgerðir stjórnvalda til að bæla niður andstöðu í landinu, alvarlegt efnahagsástand þar sem laun duga ekki til að uppfylla grunnþarfir almennings í landinu, skortur á hreinu drykkjarvatni, há glæpatíðni, skortur á lögregluvernd og algert hrun réttarkerfisins leggjast saman geti aðstæður einstaklinga við endursendingu til Venesúela náð því marki að rétt sé að veita þeim viðbótarvernd hér á landi.“
„Á hinn bóginn er það mat kærunefndar að þegar markvissar aðgerðir stjórnvalda til að bæla niður andstöðu í landinu, alvarlegt efnahagsástand þar sem laun duga ekki til að uppfylla grunnþarfir almennings í landinu, skortur á hreinu drykkjarvatni, há glæpatíðni, skortur á lögregluvernd og algert hrun réttarkerfisins leggjast saman geti aðstæður einstaklinga við endursendingu til Venesúela náð því marki að rétt sé að veita þeim viðbótarvernd hér á landi.“
Venesúela Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Hafa hægt á afgreiðslu umsókna frá Venesúela vegna rannsóknarskyldu Útlendingastofnun hefur ekki synjað neinum ríkisborgara frá Venesúela um vernd í efnislegri meðferð frá því úrskurður kærunefndar Útlendingamála um viðbótarvernd lá fyrir síðasta sumar enda bundin af úrskurðum hennar. Af fjórtán hundruð umsóknum sem bíða afgreiðslu eru níu hundruð frá fólki frá Venesúela. 13. febrúar 2023 18:59 Ákvarðanir byggðar á traustum gögnum en ekki sögusögnum Formaður kærunefndar útlendingamála segir að nefndin geti ekki byggt sína úrskurði á einhverjum sögusögnum um að hugsanlega séu einhverjir milligönguaðilar að lokka fólk til landsins. Nefndin byggi á áreiðanlegustu landsupplýsingum um aðstæður í heimalandinu á hverjum tíma. Dómsmálaráðherra segir að bregðast verði við ákveðinni þróun sem orðið hefur í málum flóttafólks frá Venesúela. 13. febrúar 2023 13:46 Fólk komi ekki frá Venesúela til að nýta velferðarkerfið Ekkert bendir til þess að fólk frá Venesúela komi til Íslands þess að misnota velferðarkerfið í stórum stíl segir þingkona Pírata. Það hryggi hana að menn ýti undir fordóma með slíkum málflutningi. Myndband frá ferðaskrifstofu í Venesúela lofar fólki sem fer til Íslands öllu fögru. 12. febrúar 2023 21:30 „Ótrúlega bíræfið“ að auglýsa misnotkun á íslensku velferðarkerfi Ferðaskrifstofa í Venesúela auglýsir gott velferðarkerfi og há meðallaun á Íslandi; lágmarkslaun frá 500 þúsund allt upp í 850 þúsund krónur. Þingmann hefur grunað að starfræktur sé iðnaður í Venesúela þar sem fólk er hvatt til að leita hingað til lands. 12. febrúar 2023 12:33 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Hafa hægt á afgreiðslu umsókna frá Venesúela vegna rannsóknarskyldu Útlendingastofnun hefur ekki synjað neinum ríkisborgara frá Venesúela um vernd í efnislegri meðferð frá því úrskurður kærunefndar Útlendingamála um viðbótarvernd lá fyrir síðasta sumar enda bundin af úrskurðum hennar. Af fjórtán hundruð umsóknum sem bíða afgreiðslu eru níu hundruð frá fólki frá Venesúela. 13. febrúar 2023 18:59
Ákvarðanir byggðar á traustum gögnum en ekki sögusögnum Formaður kærunefndar útlendingamála segir að nefndin geti ekki byggt sína úrskurði á einhverjum sögusögnum um að hugsanlega séu einhverjir milligönguaðilar að lokka fólk til landsins. Nefndin byggi á áreiðanlegustu landsupplýsingum um aðstæður í heimalandinu á hverjum tíma. Dómsmálaráðherra segir að bregðast verði við ákveðinni þróun sem orðið hefur í málum flóttafólks frá Venesúela. 13. febrúar 2023 13:46
Fólk komi ekki frá Venesúela til að nýta velferðarkerfið Ekkert bendir til þess að fólk frá Venesúela komi til Íslands þess að misnota velferðarkerfið í stórum stíl segir þingkona Pírata. Það hryggi hana að menn ýti undir fordóma með slíkum málflutningi. Myndband frá ferðaskrifstofu í Venesúela lofar fólki sem fer til Íslands öllu fögru. 12. febrúar 2023 21:30
„Ótrúlega bíræfið“ að auglýsa misnotkun á íslensku velferðarkerfi Ferðaskrifstofa í Venesúela auglýsir gott velferðarkerfi og há meðallaun á Íslandi; lágmarkslaun frá 500 þúsund allt upp í 850 þúsund krónur. Þingmann hefur grunað að starfræktur sé iðnaður í Venesúela þar sem fólk er hvatt til að leita hingað til lands. 12. febrúar 2023 12:33