Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2023 23:39 Trump tengir gagnrýni Pence á framgöngu sína 6. janúar 2021 við að honum vegni ekki nógu vel í aðdraganda forvals repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. AP/Alex Brandon Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Stuðningsmenn Trumps börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í þinghúsið í Washington-borg til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna sem Trump tapaði fyrir Joe Biden 6. janúar árið 2021. Trump og bandamenn hans höfðu haldið á lofti fjarstæðukenndri kenningu um að Pence varaforseti gæti ákveðið upp á sitt einsdæmi að hafna úrslitunum. Pence, sem hyggur sjálfur á forsetaframboð árið 2024, sagði á viðburði um helgina að sagan ætti eftir að dæma Trump fyrir árás stuðningsmanna hans á þinghúsið sem kostaði nokkur mannslíf. Trump hafi gert rangt með því að biðja sig um að snúa við úrslitum kosninganna. Forsetinn hefði jafnframt sett varaforsetann og fjölskyldu hans í hættu með orðum sínum. Stuðningsmenn Trump settu meðal annars upp gálga fyrir utan þinghúsið og kyrjuðu um að hengja Mike Pence.Vísir/EPA „Á margan hátt má kenna honum um 6. janúar“ Trump gaf frat í þau orð Pence þegar hann ræddi við fréttamenn um borð í flugvél á leið til Iowa í dag, að sögn Washington Post. Það er fyrsta heimsókn Trumps til ríkisins sem er eitt þeirra fyrstu sem kýs í forvali Repúblikanaflokksins frá því að hann lýsti yfir framboði til forseta í haust. „Hefði hann sent atkvæðin aftur til ríkisþinganna þá hefðu vandræðin 6. janúar ekki orðið þannig að á margan hátt má kenna honum um 6. janúar,“ sagði Trump og vísaði þar til ráðabruggs hans um að Pence hafnaði kjörmönnum nokkurra lykilríkja sem Biden vann og léti ríkisþing sem repúblikanar stjórnuðu í reynd ráða úrslitunum. Tengdi Trump gagnrýni Pence við að þeim síðarnefnda yrði ekki mikið ágegnt í skoðanakönnunum um mögulega frambjóðendur í forvali repúblikana. Pence hefur ekki lýst formlega yfir framboði en er talinn stefni að því leynt og ljóst. „Ég býst við að hann hafi komist að því að það virkaði ekki að vera vinalegur. En þið vitið að hann er þarna í kosningabaráttu og hann reynir mikið. Og hann er góður maður, ég þekki hann, ég átti í mjög góðu sambandi við hann þar til í lokin,“ sagði Trump. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar enn árásina á þinghúsið. Hann stefndi Pence til að bera vitni en fyrrverandi varaforsetinn segist ætla að gera allt sem hann getur til þess að komast hjá því. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Stuðningsmenn Trumps börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í þinghúsið í Washington-borg til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna sem Trump tapaði fyrir Joe Biden 6. janúar árið 2021. Trump og bandamenn hans höfðu haldið á lofti fjarstæðukenndri kenningu um að Pence varaforseti gæti ákveðið upp á sitt einsdæmi að hafna úrslitunum. Pence, sem hyggur sjálfur á forsetaframboð árið 2024, sagði á viðburði um helgina að sagan ætti eftir að dæma Trump fyrir árás stuðningsmanna hans á þinghúsið sem kostaði nokkur mannslíf. Trump hafi gert rangt með því að biðja sig um að snúa við úrslitum kosninganna. Forsetinn hefði jafnframt sett varaforsetann og fjölskyldu hans í hættu með orðum sínum. Stuðningsmenn Trump settu meðal annars upp gálga fyrir utan þinghúsið og kyrjuðu um að hengja Mike Pence.Vísir/EPA „Á margan hátt má kenna honum um 6. janúar“ Trump gaf frat í þau orð Pence þegar hann ræddi við fréttamenn um borð í flugvél á leið til Iowa í dag, að sögn Washington Post. Það er fyrsta heimsókn Trumps til ríkisins sem er eitt þeirra fyrstu sem kýs í forvali Repúblikanaflokksins frá því að hann lýsti yfir framboði til forseta í haust. „Hefði hann sent atkvæðin aftur til ríkisþinganna þá hefðu vandræðin 6. janúar ekki orðið þannig að á margan hátt má kenna honum um 6. janúar,“ sagði Trump og vísaði þar til ráðabruggs hans um að Pence hafnaði kjörmönnum nokkurra lykilríkja sem Biden vann og léti ríkisþing sem repúblikanar stjórnuðu í reynd ráða úrslitunum. Tengdi Trump gagnrýni Pence við að þeim síðarnefnda yrði ekki mikið ágegnt í skoðanakönnunum um mögulega frambjóðendur í forvali repúblikana. Pence hefur ekki lýst formlega yfir framboði en er talinn stefni að því leynt og ljóst. „Ég býst við að hann hafi komist að því að það virkaði ekki að vera vinalegur. En þið vitið að hann er þarna í kosningabaráttu og hann reynir mikið. Og hann er góður maður, ég þekki hann, ég átti í mjög góðu sambandi við hann þar til í lokin,“ sagði Trump. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar enn árásina á þinghúsið. Hann stefndi Pence til að bera vitni en fyrrverandi varaforsetinn segist ætla að gera allt sem hann getur til þess að komast hjá því.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20