Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2023 23:39 Trump tengir gagnrýni Pence á framgöngu sína 6. janúar 2021 við að honum vegni ekki nógu vel í aðdraganda forvals repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. AP/Alex Brandon Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Stuðningsmenn Trumps börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í þinghúsið í Washington-borg til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna sem Trump tapaði fyrir Joe Biden 6. janúar árið 2021. Trump og bandamenn hans höfðu haldið á lofti fjarstæðukenndri kenningu um að Pence varaforseti gæti ákveðið upp á sitt einsdæmi að hafna úrslitunum. Pence, sem hyggur sjálfur á forsetaframboð árið 2024, sagði á viðburði um helgina að sagan ætti eftir að dæma Trump fyrir árás stuðningsmanna hans á þinghúsið sem kostaði nokkur mannslíf. Trump hafi gert rangt með því að biðja sig um að snúa við úrslitum kosninganna. Forsetinn hefði jafnframt sett varaforsetann og fjölskyldu hans í hættu með orðum sínum. Stuðningsmenn Trump settu meðal annars upp gálga fyrir utan þinghúsið og kyrjuðu um að hengja Mike Pence.Vísir/EPA „Á margan hátt má kenna honum um 6. janúar“ Trump gaf frat í þau orð Pence þegar hann ræddi við fréttamenn um borð í flugvél á leið til Iowa í dag, að sögn Washington Post. Það er fyrsta heimsókn Trumps til ríkisins sem er eitt þeirra fyrstu sem kýs í forvali Repúblikanaflokksins frá því að hann lýsti yfir framboði til forseta í haust. „Hefði hann sent atkvæðin aftur til ríkisþinganna þá hefðu vandræðin 6. janúar ekki orðið þannig að á margan hátt má kenna honum um 6. janúar,“ sagði Trump og vísaði þar til ráðabruggs hans um að Pence hafnaði kjörmönnum nokkurra lykilríkja sem Biden vann og léti ríkisþing sem repúblikanar stjórnuðu í reynd ráða úrslitunum. Tengdi Trump gagnrýni Pence við að þeim síðarnefnda yrði ekki mikið ágegnt í skoðanakönnunum um mögulega frambjóðendur í forvali repúblikana. Pence hefur ekki lýst formlega yfir framboði en er talinn stefni að því leynt og ljóst. „Ég býst við að hann hafi komist að því að það virkaði ekki að vera vinalegur. En þið vitið að hann er þarna í kosningabaráttu og hann reynir mikið. Og hann er góður maður, ég þekki hann, ég átti í mjög góðu sambandi við hann þar til í lokin,“ sagði Trump. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar enn árásina á þinghúsið. Hann stefndi Pence til að bera vitni en fyrrverandi varaforsetinn segist ætla að gera allt sem hann getur til þess að komast hjá því. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Stuðningsmenn Trumps börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í þinghúsið í Washington-borg til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna sem Trump tapaði fyrir Joe Biden 6. janúar árið 2021. Trump og bandamenn hans höfðu haldið á lofti fjarstæðukenndri kenningu um að Pence varaforseti gæti ákveðið upp á sitt einsdæmi að hafna úrslitunum. Pence, sem hyggur sjálfur á forsetaframboð árið 2024, sagði á viðburði um helgina að sagan ætti eftir að dæma Trump fyrir árás stuðningsmanna hans á þinghúsið sem kostaði nokkur mannslíf. Trump hafi gert rangt með því að biðja sig um að snúa við úrslitum kosninganna. Forsetinn hefði jafnframt sett varaforsetann og fjölskyldu hans í hættu með orðum sínum. Stuðningsmenn Trump settu meðal annars upp gálga fyrir utan þinghúsið og kyrjuðu um að hengja Mike Pence.Vísir/EPA „Á margan hátt má kenna honum um 6. janúar“ Trump gaf frat í þau orð Pence þegar hann ræddi við fréttamenn um borð í flugvél á leið til Iowa í dag, að sögn Washington Post. Það er fyrsta heimsókn Trumps til ríkisins sem er eitt þeirra fyrstu sem kýs í forvali Repúblikanaflokksins frá því að hann lýsti yfir framboði til forseta í haust. „Hefði hann sent atkvæðin aftur til ríkisþinganna þá hefðu vandræðin 6. janúar ekki orðið þannig að á margan hátt má kenna honum um 6. janúar,“ sagði Trump og vísaði þar til ráðabruggs hans um að Pence hafnaði kjörmönnum nokkurra lykilríkja sem Biden vann og léti ríkisþing sem repúblikanar stjórnuðu í reynd ráða úrslitunum. Tengdi Trump gagnrýni Pence við að þeim síðarnefnda yrði ekki mikið ágegnt í skoðanakönnunum um mögulega frambjóðendur í forvali repúblikana. Pence hefur ekki lýst formlega yfir framboði en er talinn stefni að því leynt og ljóst. „Ég býst við að hann hafi komist að því að það virkaði ekki að vera vinalegur. En þið vitið að hann er þarna í kosningabaráttu og hann reynir mikið. Og hann er góður maður, ég þekki hann, ég átti í mjög góðu sambandi við hann þar til í lokin,“ sagði Trump. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar enn árásina á þinghúsið. Hann stefndi Pence til að bera vitni en fyrrverandi varaforsetinn segist ætla að gera allt sem hann getur til þess að komast hjá því.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20