Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Heimssamtaka um málefni offitu (World obesity Federation) en samtökin spá því að að um helmingur mannkyns muni glíma við offitu árið 2035.
Sviss trónir á toppnum á umræddum lista og Noregur og Finnland fylgja á eftir. Svíþjóð er í fimmta sæti og þar á eftir fylgja Frakkland, Bretland, Portúgal og Írland.
Röðunarkerfið tekur mið af núverandi viðbrögðum heilbrigðiskerfisins í hverju landi og skuldbindingu landanna við innleiðingu stefnu þegar kemur að forvörnum gegn offitu.
Neðst á listanum eru Papúa- Nýja Gínea, Sómalía, Nígería og Mið- Afríkulýðveldið.
Búast má við að hlutfall fólks í ofþyngd muni vaxa hraðast í vanþróuðum löndum, þar sem skortur er á úrræðum og viðbúnaði.
Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að aukningu á offitu á heimsvísu megi rekja til þátta á borð við neyðarástand í loftslagsmálum, Covid-takmarkanir, efnamengun og einnig samsetningu og kynningu á óhollum matvælum og hegðun matvælaiðnaðarins.