Níu hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum ráðnir til HSU Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2023 20:09 Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem segist vera með ánægð með nýja starfsfólkið frá Filippseyjum. Níu hjúkrunarfræðingar og einn geislafræðingur frá Filippseyjum hafa verið ráðnir til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og nú er leitað að átta starfsmönnum til viðbótar frá útlöndum. Heilbrigðisstofnun Suðurlands glímir við talsverðan mönnunarskort vegna aukinnar þjónustuþarfar og styttingu vinnuvikunnar og því hefur verið markvisst verið leitað út fyrir landsteinana að starfsfólki enda fæst lítið, sem ekkert af íslensku starfsfólki. Leitin hefur gengið nokkuð vel. „Við erum með ráðningarskrifstofu, sem hjálpar okkur að leita að fólkinu úti. Nú þegar erum við búin að ráða til okkar tíu starfsmenn frá Filippseyjum og þar erum við með níu hjúkrunarfræðinga og einn geislafræðing. Þau eru nú þegar byrjuð að starfa hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og bætir við. „Þau eru ekki komin með starfsleyfi en eru byrjuð að starfa í almennri umönnun og aðstoð inn á einingunum sínum. Nýja starfsfólkið er í íslenskunám og eru að læra íslensku samhliða vinnunni, þannig að við erum að reyna að halda sem best utan um þau þannig að þau aðlagaðist inn í okkar umhverfi og það gengur bara ljómandi vel.“ Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur útvegað erlenda starfsfólkinu húsnæði. Nú er verið að leita að átta hjúkrunarfræðingum fyrir utan landsteinana til að vinna á Móbergi, nýju hjúkrunarheimili á Selfossi, sem Heilbrigðisstofnunin rekur. Nú er leitað að átta hjúkrunarfræðingum til viðbótar við þá hjúkrunarfræðinga, sem starfa í dag á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Í dag erum við með 150 hjúkrunarfræðinga á HSU, við þurfum bara fleiri. Það er bara mikilvægt að vera með fagfólk hjá okkur til að tryggja bæði öryggi þjónustunnar og gæði, þannig að við erum að leita þessa leiðina. Við þurfum líka að fá lækna til okkar, þannig að við erum líka að skoða það að reyna að ráða til okkar erlenda lækna," segir Díana. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Filippseyjar Árborg Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands glímir við talsverðan mönnunarskort vegna aukinnar þjónustuþarfar og styttingu vinnuvikunnar og því hefur verið markvisst verið leitað út fyrir landsteinana að starfsfólki enda fæst lítið, sem ekkert af íslensku starfsfólki. Leitin hefur gengið nokkuð vel. „Við erum með ráðningarskrifstofu, sem hjálpar okkur að leita að fólkinu úti. Nú þegar erum við búin að ráða til okkar tíu starfsmenn frá Filippseyjum og þar erum við með níu hjúkrunarfræðinga og einn geislafræðing. Þau eru nú þegar byrjuð að starfa hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og bætir við. „Þau eru ekki komin með starfsleyfi en eru byrjuð að starfa í almennri umönnun og aðstoð inn á einingunum sínum. Nýja starfsfólkið er í íslenskunám og eru að læra íslensku samhliða vinnunni, þannig að við erum að reyna að halda sem best utan um þau þannig að þau aðlagaðist inn í okkar umhverfi og það gengur bara ljómandi vel.“ Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur útvegað erlenda starfsfólkinu húsnæði. Nú er verið að leita að átta hjúkrunarfræðingum fyrir utan landsteinana til að vinna á Móbergi, nýju hjúkrunarheimili á Selfossi, sem Heilbrigðisstofnunin rekur. Nú er leitað að átta hjúkrunarfræðingum til viðbótar við þá hjúkrunarfræðinga, sem starfa í dag á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Í dag erum við með 150 hjúkrunarfræðinga á HSU, við þurfum bara fleiri. Það er bara mikilvægt að vera með fagfólk hjá okkur til að tryggja bæði öryggi þjónustunnar og gæði, þannig að við erum að leita þessa leiðina. Við þurfum líka að fá lækna til okkar, þannig að við erum líka að skoða það að reyna að ráða til okkar erlenda lækna," segir Díana.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Filippseyjar Árborg Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira