„Þú ert bara ekki að dekka neinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. mars 2023 11:00 Umræða fór fram um gengi Keflavíkur í Subway Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Vísir Keflvíkingar hafa verið í brekku undanfarið í Subway-deildinni og tapað fjórum leikjum í röð. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar í Subway Körfuboltakvöldi ræddu gengi Keflavíkur í þætti vikunnar. Keflavík tapaði stórt fyrir Val á föstudaginn þegar liðin mættust í Subway-deildinni í Keflavík á föstudagskvöldið. Þetta var fjórða tap Keflavíkur í röð og annað í röð á heimavelli en báðir heimaleikirnir hafa tapast stórt. Þeir Kjartan Atli, Jón Halldór Eðvaldsson og Darri Freyr Atlason ræddu málefni Keflavíkur í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudag. Jón Halldór er Keflvíkingur í húð og hár og hann hefur áhyggjur af gangi mála. „Menn eru væntanlega búnir að hafa áhyggjur af þessu í langan tíma. Þetta er búið að vera helvíti dapurt í góðan mánuð þegar Keflavík tapaði fyrir Stjörnunni í bikarnum. Það virðist allur botn hafa dottið úr þessu þá.“ „Það er eitthvað stórkostlegt að. Við erum með frábært lið, eða frábæran mannskap. Ég veit að Hörður er ekki þarna en það er engin afsökun,“ bætti Jón Halldór við en þar á hann við landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson sem hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. Klippa: Umræða í Subway Körfuboltakvöldi um Keflavík „Það fylgir rosalega mikil orka Herði þegar hann leiðir liðið varnarlega. En ef maður horfir á tölfræðiblaðið og sér að Keflavík fær á sig 50 stig inn í teig en samt skýtur Valur 40% fyrir utan þriggja stiga línuna. Þannig að þú ert ekki bara að dekka neinn,“ bætti Darri Freyr við. „Það er ekki þannig að það er verið að gefa eftir skot fyrir utan vegna þess að það er verið að múra fyrir inní eða að það sé verið að hlaupa menn af línunni sem leiðir til opinna skota inni í teig. Valur vinnur frákastabaráttuna sömuleiðis. Þarna var þetta gamla góða áræðnin og eljan sem sveik Keflvíkinga.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Jóns Halldórs og Darra Freys má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Keflavík tapaði stórt fyrir Val á föstudaginn þegar liðin mættust í Subway-deildinni í Keflavík á föstudagskvöldið. Þetta var fjórða tap Keflavíkur í röð og annað í röð á heimavelli en báðir heimaleikirnir hafa tapast stórt. Þeir Kjartan Atli, Jón Halldór Eðvaldsson og Darri Freyr Atlason ræddu málefni Keflavíkur í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudag. Jón Halldór er Keflvíkingur í húð og hár og hann hefur áhyggjur af gangi mála. „Menn eru væntanlega búnir að hafa áhyggjur af þessu í langan tíma. Þetta er búið að vera helvíti dapurt í góðan mánuð þegar Keflavík tapaði fyrir Stjörnunni í bikarnum. Það virðist allur botn hafa dottið úr þessu þá.“ „Það er eitthvað stórkostlegt að. Við erum með frábært lið, eða frábæran mannskap. Ég veit að Hörður er ekki þarna en það er engin afsökun,“ bætti Jón Halldór við en þar á hann við landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson sem hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. Klippa: Umræða í Subway Körfuboltakvöldi um Keflavík „Það fylgir rosalega mikil orka Herði þegar hann leiðir liðið varnarlega. En ef maður horfir á tölfræðiblaðið og sér að Keflavík fær á sig 50 stig inn í teig en samt skýtur Valur 40% fyrir utan þriggja stiga línuna. Þannig að þú ert ekki bara að dekka neinn,“ bætti Darri Freyr við. „Það er ekki þannig að það er verið að gefa eftir skot fyrir utan vegna þess að það er verið að múra fyrir inní eða að það sé verið að hlaupa menn af línunni sem leiðir til opinna skota inni í teig. Valur vinnur frákastabaráttuna sömuleiðis. Þarna var þetta gamla góða áræðnin og eljan sem sveik Keflvíkinga.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Jóns Halldórs og Darra Freys má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira