Vill ekki deila „kven-bálkesti“ sínum með blásaklausum Ragnari Bjarki Sigurðsson skrifar 10. mars 2023 19:30 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir formann VR ekki eiga neinn heiður af ákvarðanatökum hennar eða fyrirætlunum sem formaður félagsins. Sem kvenréttindakona krefst hún þess að hætt verði að reyna að klína ábyrgð hennar á menn úti í bæ. Nú standa yfir kosningar til formanns stéttarfélagsins VR. Þar eru í framboði Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, og Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR. Kosningin er í fullum gangi og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudaginn í næstu viku. Miðað við færslu sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birti á Facebook-síðu sinni í kvöld hefur nafn Ragnars dregist inn í umræðuna um hennar störf. Hún segir að í kosningabaráttunni sem stendur yfir þyki það smart að gera Ragnar „samsekan“ í ýmislegu sem Sólveig hefur gert. „Þessi kreðsa er samt að eigin sögn gríðarlega femínísk. Þetta finnst mér voðalega ruglandi því síðast þegar að ég vissi þá er mjög mikilvægt í femínískum fræðum að boða “agency” (verkun) sem þátt í valdeflingu kvenna; getu kvenna til að grípa til markvissra aðgerða og stefna sjálfstætt að markmiðum, algjörlega óháð því hvað mönnum finnst, hvað þeir vilja eða hvaða skoðanir þeir hafa.“ skrifar Sólveig og birtir mynd af konu sem verið er að brenna á báli fyrir að vera norn. Nýtir konan sér eldinn til að kveikja sér í sígarettu og segir „Skítt með það“. Sólveig segist hafa verið kvenréttindakona frá blautu barnsbeini og hún hafi ávallt verið meðvituð um sína atbeini. Þá sver hún að Ragnar hafi á engan hátt komið nálægt ákvarðanatökum hennar eða fyrirætlunum sem kvenformanni í verkalýðshreyfingunni. „Ég er tilbúin til að játa samneyti við ketti og kölska, og geitur, bæði frekju og venjulegar, mörg síðustu ár. Og ef að þau vilja axla ábyrgð á hegðun minni og framkomu þá mun ég ekki gera neinar sérstakar athugasemdir við það. En sem kvenréttindakona bókstaflega krefst ég þess að hætt verði að reyna að klína ábyrgðinni á mér á menn útí bæ. Í nafni móðurgyðjunnar, hingað og ekki lengra: Ég hef engan áhuga á að deila kven-bálkestinum mínum með blásaklausum karli,“ skrifar Sólveig. Stéttarfélög Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Nú standa yfir kosningar til formanns stéttarfélagsins VR. Þar eru í framboði Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, og Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR. Kosningin er í fullum gangi og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudaginn í næstu viku. Miðað við færslu sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birti á Facebook-síðu sinni í kvöld hefur nafn Ragnars dregist inn í umræðuna um hennar störf. Hún segir að í kosningabaráttunni sem stendur yfir þyki það smart að gera Ragnar „samsekan“ í ýmislegu sem Sólveig hefur gert. „Þessi kreðsa er samt að eigin sögn gríðarlega femínísk. Þetta finnst mér voðalega ruglandi því síðast þegar að ég vissi þá er mjög mikilvægt í femínískum fræðum að boða “agency” (verkun) sem þátt í valdeflingu kvenna; getu kvenna til að grípa til markvissra aðgerða og stefna sjálfstætt að markmiðum, algjörlega óháð því hvað mönnum finnst, hvað þeir vilja eða hvaða skoðanir þeir hafa.“ skrifar Sólveig og birtir mynd af konu sem verið er að brenna á báli fyrir að vera norn. Nýtir konan sér eldinn til að kveikja sér í sígarettu og segir „Skítt með það“. Sólveig segist hafa verið kvenréttindakona frá blautu barnsbeini og hún hafi ávallt verið meðvituð um sína atbeini. Þá sver hún að Ragnar hafi á engan hátt komið nálægt ákvarðanatökum hennar eða fyrirætlunum sem kvenformanni í verkalýðshreyfingunni. „Ég er tilbúin til að játa samneyti við ketti og kölska, og geitur, bæði frekju og venjulegar, mörg síðustu ár. Og ef að þau vilja axla ábyrgð á hegðun minni og framkomu þá mun ég ekki gera neinar sérstakar athugasemdir við það. En sem kvenréttindakona bókstaflega krefst ég þess að hætt verði að reyna að klína ábyrgðinni á mér á menn útí bæ. Í nafni móðurgyðjunnar, hingað og ekki lengra: Ég hef engan áhuga á að deila kven-bálkestinum mínum með blásaklausum karli,“ skrifar Sólveig.
Stéttarfélög Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira