Ótrúleg hæfileikaverksmiðja Benfica Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2023 09:01 Verður Gonçalo Ramos næsti leikmaðurinn sem Benfica selur á meira en tug milljarða íslenskra króna? Carlos Rodrigues/Getty Images Benfica frá Portúgal er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það eitt og sér er ef til vill ekki það merkilegt, ótrúlegustu lið slysast langt í Meistaradeildinni ár frá ári. Að Benfica geti það þrátt fyrir að selja hverja stórstjörnuna á fætur annarri, ár eftir ár, er hins vegar ótrúlegt. Benfica seldi heimsmeistarann Enzo Fernándes til Chelsea í janúar á upphæð sem er vart hægt að íslenska. Hann er talinn hafa kostað rúmlega 105 milljónir punda eða rúma 18 milljarða íslenskra króna. Hann var ekki eini eftirsótti leikmaður Benfica í janúar en félaginu tókst þó að halda í framherjann Gonçalo Ramos, um stundar sakir allavega. Félagið er þó byrjað að telja niður dagana í að hann verði seldur á upphæð ekki mikið lægri en þá sem Enzo fór á. Benfica er að eiga frábært tímabil og virðist nær öruggt að félagið verði portúgalskur meistari. Þá er spurning hversu langt það getur farið í Meistaradeildinni en brotthvarf Enzo hafði ekki mikil áhrif gegn Club Brugge í 16-liða úrslitum. Mótherjinn í 8-liða úrslitum mun þó vera töluvert erfiðari. Eftir söluna á Enzo hafa erlendir fjölmiðlar keppst við að skrifa um hina ótrúlegu hæfileikaverksmiðju sem staðsett í Lissabon. Akademía félagsins virðist sú best rekna í heimi en ár hvert kynnir Benfica nýtt undrabarn til leiks. Benfica are looking to reach the last eight of the #UCL for the second time in as many seasons.From dance lessons to sports psychologists at training, @stujames75 went behind the scenes at their academy - Europe's biggest talent factory.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 Síðan 2015 hefur Benfica selt leikmenn úr akademíu sinni fyrir 336 milljónir punda eða rúmlega 57 milljarða íslenskra króna. Salan á Enzo er ekki inn í þessari tölu þar sem hann var keyptur til félagsins aðeins hálfu ári áður en það seldi hann á himinháa upphæð til Chelsea. Darwin Núñez er annað dæmi um mann sem Benfica keypti og seldi síðan á fúlgur fjár. Þá er nóg af dæmum um menn sem hafa komið úr unglingastarfinu og hafa verið seldir dýrum dómum til erlendra félaga. Þar má til að mynda nefna: João Félix til Atlético Madríd Rúben Dias til Manchester City João Cancelo til Valencia Ederson til Man City Næstur af færibandinu verður eflaust miðvörðurinn António Silva. Sá er 19 ára gamall og talinn einn efnilegasti varnarmaður í heimi. Ástæðurnar fyrir frábæru unglingastarfi Benfica eru margþættar. Félagið fær til sín leikmenn frá öllum hornum Portúgal, er með mjög skipulagt unglingastarf og ræður aðeins færasta fólkið. Það er vel hugsar um líkamlega og andlega heilsu leikmanna, er með færa njósnara erlendis – sérstaklega í Suður-Ameríku. Þá er B-liðið þeirra í næstefstu deild frekar en hefðbundinni varaliðsdeild. Proactive in the market Competitive environment MentalityBut how do these factors combine so perfectly at SL Benfica that the club has become a renowned talent factory? #BBCFootball #BBCEuroFooty— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2023 Hversu lengi þessi gullöld Benfica varir kemur í ljós en eins og áður sagði má reikna með að félagið græði allavega nokkra tugi milljóna punda til viðbótar þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í sumar. Fótbolti Portúgalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Benfica seldi heimsmeistarann Enzo Fernándes til Chelsea í janúar á upphæð sem er vart hægt að íslenska. Hann er talinn hafa kostað rúmlega 105 milljónir punda eða rúma 18 milljarða íslenskra króna. Hann var ekki eini eftirsótti leikmaður Benfica í janúar en félaginu tókst þó að halda í framherjann Gonçalo Ramos, um stundar sakir allavega. Félagið er þó byrjað að telja niður dagana í að hann verði seldur á upphæð ekki mikið lægri en þá sem Enzo fór á. Benfica er að eiga frábært tímabil og virðist nær öruggt að félagið verði portúgalskur meistari. Þá er spurning hversu langt það getur farið í Meistaradeildinni en brotthvarf Enzo hafði ekki mikil áhrif gegn Club Brugge í 16-liða úrslitum. Mótherjinn í 8-liða úrslitum mun þó vera töluvert erfiðari. Eftir söluna á Enzo hafa erlendir fjölmiðlar keppst við að skrifa um hina ótrúlegu hæfileikaverksmiðju sem staðsett í Lissabon. Akademía félagsins virðist sú best rekna í heimi en ár hvert kynnir Benfica nýtt undrabarn til leiks. Benfica are looking to reach the last eight of the #UCL for the second time in as many seasons.From dance lessons to sports psychologists at training, @stujames75 went behind the scenes at their academy - Europe's biggest talent factory.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 Síðan 2015 hefur Benfica selt leikmenn úr akademíu sinni fyrir 336 milljónir punda eða rúmlega 57 milljarða íslenskra króna. Salan á Enzo er ekki inn í þessari tölu þar sem hann var keyptur til félagsins aðeins hálfu ári áður en það seldi hann á himinháa upphæð til Chelsea. Darwin Núñez er annað dæmi um mann sem Benfica keypti og seldi síðan á fúlgur fjár. Þá er nóg af dæmum um menn sem hafa komið úr unglingastarfinu og hafa verið seldir dýrum dómum til erlendra félaga. Þar má til að mynda nefna: João Félix til Atlético Madríd Rúben Dias til Manchester City João Cancelo til Valencia Ederson til Man City Næstur af færibandinu verður eflaust miðvörðurinn António Silva. Sá er 19 ára gamall og talinn einn efnilegasti varnarmaður í heimi. Ástæðurnar fyrir frábæru unglingastarfi Benfica eru margþættar. Félagið fær til sín leikmenn frá öllum hornum Portúgal, er með mjög skipulagt unglingastarf og ræður aðeins færasta fólkið. Það er vel hugsar um líkamlega og andlega heilsu leikmanna, er með færa njósnara erlendis – sérstaklega í Suður-Ameríku. Þá er B-liðið þeirra í næstefstu deild frekar en hefðbundinni varaliðsdeild. Proactive in the market Competitive environment MentalityBut how do these factors combine so perfectly at SL Benfica that the club has become a renowned talent factory? #BBCFootball #BBCEuroFooty— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2023 Hversu lengi þessi gullöld Benfica varir kemur í ljós en eins og áður sagði má reikna með að félagið græði allavega nokkra tugi milljóna punda til viðbótar þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í sumar.
Fótbolti Portúgalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira